Körfuboltakonan sem var skotin tíu sinnum í partíi ætlar að spila næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 11:30 Aaliyah Gayles í myndatöku á vegum USC skólans fyrir skotárásina afdrifaríku. Instagram/uscwbb Körfuboltakonan Aaliyah Gayles ætlar ekki að láta það stoppa sig að hafa orðið fyrir tíu byssuskotum fyrr í þessum mánuði því hún hefur samþykkt að spila með USC-skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta tímabili. USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a> Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a>
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira