Hrun Njarðvíkinga í fjórða farið að minna á sára sópið frá 2004 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 13:31 Fotios Lampropoulos er með 52 stig og 20 fráköst í fyrstu tveimur leikjunum en nú reynir á lappirnar á þessum 38 ára gamla leikmanni. Vísir/Hulda Margrét Deildarmeistarar Njarðvíkingur eru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastóli og verða því að vinna þriðja leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld ef þeir ætla ekki snemma í sumarfrí. Það er einkum fjórði leikhlutinn sem hefur farið illa með Njarðvíkinga í þessu undanúrslitaeinvígi. Mikið hefur verið rætt um aldur sumra lykilmanna liðsins og það er eins og ákefðin og álagið sé of mikið fyrir marga þeirra þegar líður að lok leikja. Njarðvíkingar hafa þannig unnið fyrstu þrjá leikhlutana í einvíginu með samtals tuttugu stiga mun og það ætti nú að vera nægt veganesti í lokaleikhlutann. Stólarnir hafa hins vegar sýnt mikinn styrk með því að snúa báðum leikjum í lokaleikhlutann. Þeir unnu upp átján stiga forskot í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og leikinn loks í framlengingu. Þetta þýðir það að Njarðvíkingar eru úr leik tapi þeir í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.40 en leikurinn klukkan 20.15. Þróun þessa einvígis er farin að minna á annað sárgrætilegt einvígi fyrir Njarðvíkinga frá árinu 2004. Þeir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaeinvígi á móti Snæfelli. Njarðvík vann fyrstu þrjá leikhlutana í því einvígi með 35 stigum en missti mikið forskot niður í lokaleikhlutanum í öllum einvígunum. Njarðvík var reyndar bara einu stigi yfir fyrir fjórða leikhlutann í fyrsta leiknum en klúðrið var í leik tvö og þrjú. Í leik tvö misstu Njarðvíkingar niður fjórtán stiga forskot í fjórða leikhluta og var síðan sópað í sumarfrí eftir að hafa tapað niður tuttugu stiga forystu í fjórða leikhlutanum í þriðja leiknum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort Njarðvíkingar geti snúið við blaðinu, haldið út heilan leik og tryggt sér annan leik á Króknum. Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum 2022: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +20 Fjórði leikhluti og framlenging: Tindastóll +34 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu - Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Snæfells í undanúrslitum 2003: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +35 Fjórði leikhluti og framlenging: Snæfell +51 Snæfell vann einvígið 3-0 Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Það er einkum fjórði leikhlutinn sem hefur farið illa með Njarðvíkinga í þessu undanúrslitaeinvígi. Mikið hefur verið rætt um aldur sumra lykilmanna liðsins og það er eins og ákefðin og álagið sé of mikið fyrir marga þeirra þegar líður að lok leikja. Njarðvíkingar hafa þannig unnið fyrstu þrjá leikhlutana í einvíginu með samtals tuttugu stiga mun og það ætti nú að vera nægt veganesti í lokaleikhlutann. Stólarnir hafa hins vegar sýnt mikinn styrk með því að snúa báðum leikjum í lokaleikhlutann. Þeir unnu upp átján stiga forskot í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og leikinn loks í framlengingu. Þetta þýðir það að Njarðvíkingar eru úr leik tapi þeir í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.40 en leikurinn klukkan 20.15. Þróun þessa einvígis er farin að minna á annað sárgrætilegt einvígi fyrir Njarðvíkinga frá árinu 2004. Þeir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaeinvígi á móti Snæfelli. Njarðvík vann fyrstu þrjá leikhlutana í því einvígi með 35 stigum en missti mikið forskot niður í lokaleikhlutanum í öllum einvígunum. Njarðvík var reyndar bara einu stigi yfir fyrir fjórða leikhlutann í fyrsta leiknum en klúðrið var í leik tvö og þrjú. Í leik tvö misstu Njarðvíkingar niður fjórtán stiga forskot í fjórða leikhluta og var síðan sópað í sumarfrí eftir að hafa tapað niður tuttugu stiga forystu í fjórða leikhlutanum í þriðja leiknum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort Njarðvíkingar geti snúið við blaðinu, haldið út heilan leik og tryggt sér annan leik á Króknum. Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum 2022: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +20 Fjórði leikhluti og framlenging: Tindastóll +34 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu - Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Snæfells í undanúrslitum 2003: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +35 Fjórði leikhluti og framlenging: Snæfell +51 Snæfell vann einvígið 3-0
Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum 2022: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +20 Fjórði leikhluti og framlenging: Tindastóll +34 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu - Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Snæfells í undanúrslitum 2003: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +35 Fjórði leikhluti og framlenging: Snæfell +51 Snæfell vann einvígið 3-0
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira