Vissi strax að meiðslin væru alvarleg þegar hann heyrði brak í öxlinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 09:00 Elvar Örn Jónsson hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðan 2018. getty/Sanjin Strukic Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næsta hálfa árið eða svo vegna axlarmeiðsla. Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka og er handviss um að hann verði kominn í toppform fyrir HM í janúar á næsta ári. Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira