Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Árni Gísli Magnússon skrifar 28. apríl 2022 21:01 KA/Þór tók forystuna í einvíginu. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór og Haukar áttust við á Akureyri í kvöld í fyrsta leik í umspili fyrir undanúrslit Olís-deildarinnar. KA/Þór endaði í þriðja sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta. Það lið sem fyrr sigrar tvo leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum. KA/Þór hafði 30-27 sigur eftir æsispennandi leik. Mikill hraði var strax í upphafi og byrjuðu heimakonur betur voru komnar 5-1 yfir eftir rúman fimm mínútna leik. Gestirnir rönkuðu þá við sér og jöfnuðu leikinn í 6-6 fljótlega. Hraðinn var áfram mikill og leiddi það af sér að liðin voru að tapa boltanum klaufalega oft á tíðum sem var oftar en ekki refsað með marki í bakið. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum leiddi KA/Þór 10-8 en þá fóru Haukastúlkur að spila mjög góða vörn þar sem þær hleyptu leikmönnum KA/Þór hvorki lönd né strönd og fengu þá markvörsluna með. Þær skoruðu þá fimm mörk í röð og voru skyndilega komnar 10-13 yfir þegar stutt var eftir af hálfleiknum. Þá tók við kafli þar sem skorað var úr nánast hverri einustu sókn en heimakonur náðu aðeins að brúa bilið og staðan í hálfleik 15-16 gestunum í vil. Seinni hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri endaði þar sem liðin skiptust á að skora en KA/Þór komst 20-19 yfir þegar 7 mínútur voru liðnar og þá tók Gunnar leikhlé fyrir gestina. Leikurinn var áfram í járnum en heimakonur einu til þremur mörkum yfir þangað til að aftur kom slæmur kafli hjá KA/Þór og Haukar skoruðu 5 mörk í röð og komust 27-26 yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks. Haukar fóru hins vegar illa að ráði sínu á lokamínútunum og skoruðu ekki fleiri mörk það sem eftir lifði leiks og klúðruðu m.a. tveimur vítaskotum. KA/Þór gekk þá á lagið og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins og unnu 30-27 sigur og eru þar með komnar 1-0 yfir í einvíginu. Af hverju vann KA/Þór? Liðið sýndi engan glæsileik í dag en hafa þó margar frábærar handboltakonur innan sinna raða sem stíga upp þegar á þarf að halda. Þær refsuðu þegar leikur Hauka datt niður og kláruðu leikinn vel á lokamínútunum. Hverjar stóðu upp úr? Unnur Ómarsdóttir skoraði 8 mörk í dag. Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði 5 mörk áður en hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla en þá kom Hildur Lilja Jónsdóttir inn í staðinn og skoraði einnig 5 mörk. Þetta eru því 18 mörk frá hornamönnum liðsins sem verður að teljast nokkuð gott. Hjá Haukum var Natajsa Hammer með 6 mörk en þær Berta Rut, Elín Klara og Birta Lind með fjögur mörk hver. Sóknarleikur liðsins fór mikið í gegnum Elínu Klöru sem var að spila liðsfélaga sína uppi trekk í trekk. Margrét Einarsdóttir átti þá flottar skorpur í markinu og endaði með 10 varða bolta sem gerir 25% markvörslu. Hvað gekk illa? Bæði lið voru að fara virkilega illa með boltann oft á tíðum þar sem leikmenn voru að kasta honum út af, beint á mótherja og fleira. KA/Þór með 10 tapaða bolta og Haukar 11 en ég held í heildina hafi þeir verið enn fleiri. Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni að Ásvöllum sunnudaginn 1. maí kl. 16.00. Sigri KA/Þór eru þær komnar í undanúrslit en Haukar geta knúið fram oddaleik með sigri sem færi þá fram í KA-heimilinu þriðjudaginn 3. maí. Gunnar: „Þær spila mjög vel og eiga meira skilið” Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var stoltur af framlagi síns liðs en vonsvikinn að fá ekkert út úr leiknum. „Ég er hrikalega stoltur af mínu liði. Þær spila mjög vel og eiga meira skilið, það eru svona smáatriði síðustu 10 mínúturnar sem eru ekki að falla með okkur, við misnotum víti og smá einbeitingarleysi í vörn, stangirnar aðeins að stríða okkur. Heilt yfir er ég mjög sáttur með mitt lið. KA/Þór komst 5-1 yfir í upphafi leiks en Haukar komast yfir seinna í hálfleiknum þegar þær ná 5-0 kafla. „Við náum bara að þétta okkur aðeins í vörninni og keyra hraðaupphlaup, hraða miðju, og ég veit ekki hvort það var eitthvað stress þarna í byrjun en þær voru ekki líkar sér hvorki í vörn né sókn fyrstu mínúturnar og KA/Þórs liðið er bara það gott að það þarf að vera fullur fókus.” Gestirnir voru áfram að spila vel í upphafi seinni hálfleiks en breyttu um varnarafbrigði. „Við ákváðum að fara í 6-0 vörn þó að hin vörnin hafi verið að gefast ágætlega í fyrri hálfleik og þetta snérist bara um að halda áfram og hafa trú á verkefninu og kannski fyrst og fremst varnarlega að reyna þétta okkur, þær eru ofboðslega góðar í því að komast á milli varnarmanna og línuspili en við fengum ansi mörg mörk á okkur úr hornunum þar sem við vorum kannski að hjálpa of mikið.” Haukar misnotuðu tvö víti í lokin og tapaðir boltar voru of margir yfir allan leikinn sem er dýrt í svona jöfnum leik. „Þetta er allt dýrt, það eru stangirnar hjá okkur, Margrét ver hérna skot sem rétt rúllar yfir línuna þannig að þetta voru bara lítil atriði sem er auðvelt fyrir okkur að laga.” „Við ætlum bara að mæta dýrvitlaus í hann og leggja allt í sölurnar um að koma aftur hérna norður á þriðjudaginn en við vitum að við þurfum að eiga mjög góðan leik til að ná að vinna”, sagði Gunnar að lokum aðspurður hvernig liðið ætli að mótivera sig í leikinn á sunnudaginn þar sem tímabilið er undir hjá Haukum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar
KA/Þór og Haukar áttust við á Akureyri í kvöld í fyrsta leik í umspili fyrir undanúrslit Olís-deildarinnar. KA/Þór endaði í þriðja sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta. Það lið sem fyrr sigrar tvo leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum. KA/Þór hafði 30-27 sigur eftir æsispennandi leik. Mikill hraði var strax í upphafi og byrjuðu heimakonur betur voru komnar 5-1 yfir eftir rúman fimm mínútna leik. Gestirnir rönkuðu þá við sér og jöfnuðu leikinn í 6-6 fljótlega. Hraðinn var áfram mikill og leiddi það af sér að liðin voru að tapa boltanum klaufalega oft á tíðum sem var oftar en ekki refsað með marki í bakið. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum leiddi KA/Þór 10-8 en þá fóru Haukastúlkur að spila mjög góða vörn þar sem þær hleyptu leikmönnum KA/Þór hvorki lönd né strönd og fengu þá markvörsluna með. Þær skoruðu þá fimm mörk í röð og voru skyndilega komnar 10-13 yfir þegar stutt var eftir af hálfleiknum. Þá tók við kafli þar sem skorað var úr nánast hverri einustu sókn en heimakonur náðu aðeins að brúa bilið og staðan í hálfleik 15-16 gestunum í vil. Seinni hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri endaði þar sem liðin skiptust á að skora en KA/Þór komst 20-19 yfir þegar 7 mínútur voru liðnar og þá tók Gunnar leikhlé fyrir gestina. Leikurinn var áfram í járnum en heimakonur einu til þremur mörkum yfir þangað til að aftur kom slæmur kafli hjá KA/Þór og Haukar skoruðu 5 mörk í röð og komust 27-26 yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks. Haukar fóru hins vegar illa að ráði sínu á lokamínútunum og skoruðu ekki fleiri mörk það sem eftir lifði leiks og klúðruðu m.a. tveimur vítaskotum. KA/Þór gekk þá á lagið og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins og unnu 30-27 sigur og eru þar með komnar 1-0 yfir í einvíginu. Af hverju vann KA/Þór? Liðið sýndi engan glæsileik í dag en hafa þó margar frábærar handboltakonur innan sinna raða sem stíga upp þegar á þarf að halda. Þær refsuðu þegar leikur Hauka datt niður og kláruðu leikinn vel á lokamínútunum. Hverjar stóðu upp úr? Unnur Ómarsdóttir skoraði 8 mörk í dag. Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði 5 mörk áður en hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla en þá kom Hildur Lilja Jónsdóttir inn í staðinn og skoraði einnig 5 mörk. Þetta eru því 18 mörk frá hornamönnum liðsins sem verður að teljast nokkuð gott. Hjá Haukum var Natajsa Hammer með 6 mörk en þær Berta Rut, Elín Klara og Birta Lind með fjögur mörk hver. Sóknarleikur liðsins fór mikið í gegnum Elínu Klöru sem var að spila liðsfélaga sína uppi trekk í trekk. Margrét Einarsdóttir átti þá flottar skorpur í markinu og endaði með 10 varða bolta sem gerir 25% markvörslu. Hvað gekk illa? Bæði lið voru að fara virkilega illa með boltann oft á tíðum þar sem leikmenn voru að kasta honum út af, beint á mótherja og fleira. KA/Þór með 10 tapaða bolta og Haukar 11 en ég held í heildina hafi þeir verið enn fleiri. Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni að Ásvöllum sunnudaginn 1. maí kl. 16.00. Sigri KA/Þór eru þær komnar í undanúrslit en Haukar geta knúið fram oddaleik með sigri sem færi þá fram í KA-heimilinu þriðjudaginn 3. maí. Gunnar: „Þær spila mjög vel og eiga meira skilið” Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var stoltur af framlagi síns liðs en vonsvikinn að fá ekkert út úr leiknum. „Ég er hrikalega stoltur af mínu liði. Þær spila mjög vel og eiga meira skilið, það eru svona smáatriði síðustu 10 mínúturnar sem eru ekki að falla með okkur, við misnotum víti og smá einbeitingarleysi í vörn, stangirnar aðeins að stríða okkur. Heilt yfir er ég mjög sáttur með mitt lið. KA/Þór komst 5-1 yfir í upphafi leiks en Haukar komast yfir seinna í hálfleiknum þegar þær ná 5-0 kafla. „Við náum bara að þétta okkur aðeins í vörninni og keyra hraðaupphlaup, hraða miðju, og ég veit ekki hvort það var eitthvað stress þarna í byrjun en þær voru ekki líkar sér hvorki í vörn né sókn fyrstu mínúturnar og KA/Þórs liðið er bara það gott að það þarf að vera fullur fókus.” Gestirnir voru áfram að spila vel í upphafi seinni hálfleiks en breyttu um varnarafbrigði. „Við ákváðum að fara í 6-0 vörn þó að hin vörnin hafi verið að gefast ágætlega í fyrri hálfleik og þetta snérist bara um að halda áfram og hafa trú á verkefninu og kannski fyrst og fremst varnarlega að reyna þétta okkur, þær eru ofboðslega góðar í því að komast á milli varnarmanna og línuspili en við fengum ansi mörg mörk á okkur úr hornunum þar sem við vorum kannski að hjálpa of mikið.” Haukar misnotuðu tvö víti í lokin og tapaðir boltar voru of margir yfir allan leikinn sem er dýrt í svona jöfnum leik. „Þetta er allt dýrt, það eru stangirnar hjá okkur, Margrét ver hérna skot sem rétt rúllar yfir línuna þannig að þetta voru bara lítil atriði sem er auðvelt fyrir okkur að laga.” „Við ætlum bara að mæta dýrvitlaus í hann og leggja allt í sölurnar um að koma aftur hérna norður á þriðjudaginn en við vitum að við þurfum að eiga mjög góðan leik til að ná að vinna”, sagði Gunnar að lokum aðspurður hvernig liðið ætli að mótivera sig í leikinn á sunnudaginn þar sem tímabilið er undir hjá Haukum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti