Við pössum ekki öll í sömu stærð af buxum Kristín Sævarsdóttir skrifar 28. apríl 2022 14:30 Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun