Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO-aðild í Svíþjóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 23:31 Magdalena Andersson er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða ekki. „Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði. Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði.
Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira