Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KA/Þór 23-24 | Aldís Ásta skaut Íslandsmeisturunum í undanúrslit Dagur Lárusson skrifar 1. maí 2022 16:10 Aldís Ásta skaut KA/Þór í undanúrslitin. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór er komið í undanúrslit í Olís-deild kvenna eftir að liðið hafði betur gegn Haukum í hádramatískum leik á Ásvöllum. KA/Þór hafði betur í fyrri leik liðanna á Akureyri þar sem liðið skoraði síðustu fjögur mörk leiksins og vann þriggja marka sigur og því dugði ekkert annað en sigur fyrir Hauka í dag. Leikurinn var virkilega jafn nánast frá upphafi til enda en þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum voru gestirnir komnir með tveggja marka forystu. Þá tók við góður kafli hjá Haukum sem komust í þriggja marka forystu áður en gestirnir komu síðan til baka á ný. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru Haukar með eins marka forystu en næstu mínútur eftir það gekk nánast ekkert upp hjá þeim. Tveir leikmenn Hauka, Sara og Ragnheiður, fengu brottvísun á nokkurra sekúndna millibili og nýttu gestirnir sér liðs muninn mjög vel og skoruðu fimm mörk í röð og nánu því fjögurra marka forystu fyrir hálfleikinn. Staðan 11-15 í hálfleiknum. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, þurfti því heldur betur að stilla saman strengi hjá sínu liði í hálfleiknum og hann gerði það heldur betur því Haukastelpur mættu tvíefldar til leiks. Þór/KA náði aðeins að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútum fyrri hálfleiks og Haukastelpur því komnar með forystuna í stöðunni 18-17 en þá tók Andri Snær, þjálfari KA/Þórs, leikhlé. Eftir það leikhlé var leikurinn bókstaflega hnífjafn og liðin skiptust á að vera með forystuna. Þær Aldís og Rut báru upp sóknarleik KA/Þórs á meðan Sara Odden skoraði hvert glæsilega markið á fætur öðru fyrir Hauka. Undir lok leiksins fengu Haukar síðan tækifæri á því að komast yfir en Natasja Hammer átti heldur slakt skot sem Matea Lonac varði auðveldlega og KA/Þór fékk því færi á að komast yfir þegar aðeins um ein mínúta var eftir. Vörn Hauka varðist vel en KA/Þór fékk þó aukaskot þegar tíminn var liðinn. Aldís Ásta tók skotið og einhvern veginn náði boltinn að komast í gegnum varnarvegg Hauka og fram hjá Margréti í markinu og því sigur KA/Þórs staðreynd í hádramatískum leik. Af hverju vann KA/Þór? Það var rosalega lítið sem skildi liðin af í kvöld en eflaust var það reynslan í KA/Þór sem skilaði sér á endanum. Hverjar stóðu upp úr? Rut Jónsdóttir og Aldís Ásta voru frábærar í liði Íslandsmeistarana og báru upp sóknarleik liðsins en Rut skoraði níu mörk og Aldís sjö. Sara Odden var síðan stórkostleg í liði Hauka en hún skoraði sjö mörk. Hvað fór illa? Þó svo að þær hafi náð að vinna sig aftur inn í leikinn þá voru lokamínútur Hauka undir lok fyrri hálfleiksins hrein hörmung. Maður spyr sig hvernig leikurinn hefði spilast hefðu Haukar ekki þurft að vinna upp fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks. Hvað gerist næst? Haukastelpur eru komnar í sumarfrí á meðan Íslandsmeistararnir mæta Val í undanúrslitunum í komandi viku. Eins súrt og það er hægt að vera Gunnar var ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er eiginlega eins súrt og það er hægt að vera,“ byrjaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum búnar að berjast vel og koma okkur í góða stöðu en við auðvitað vorum að berjast svolítið við dómgæsluna líka. Við fáum endalaust af brottvísunum og þær fá enga. Íslandsmeisturunum var sýnd of mikil virðing en ég vil samt sem áður óska þeim til hamingju,“ hélt Gunnar áfram. Gunnar talaði einnig um það hversu stoltur hann væri af stelpunum. „Ég vil einnig koma inn á það hversu hrikalega stoltur ég er af stelpunum. Við auðvitað lendum undir þarna í lok fyrri hálfleiks en við komum síðan til baka og sýnum mikinn karakter. Það er auðvitað grátlegt að tapa með þessu skoti þarna undir lokin,“ endaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. Ég bjóst alls ekki við þessu Aldís Ásta skoraði sigurmarkið.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var svakalegt og ég í raun bjóst alls ekki við þessu,“ byrjaði Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þórs, að segja eftir dramatískan sigur á Haukum. Það var Aldís Ásta sem skoraði sigurmarkið í leiknum úr aukakasti sem tryggði KA/Þór sigurinn og farseðilinn í undanúrslitin. „Þetta var geggjað, ég ákvað einfaldlega að skjóta fast og alls ekki í hausinn á þeim í varnarveggnum og þess vegna vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að fara að þessu. En síðan skaut ég og allir byrjuðu að fagna og ég var virkilega hissa,“ hélt Aldís áfram að segja. Aldís segir að liðið hennar hafi lent í vandræðum í leiknum og þá aðallega með Söru Odden í liði Hauka. „Við vitum hvað þær eru góðar, þær eru með leikmann eins og Söru sem er stór og með þvílík skot og þess vegna var erfitt að eiga við hana og þess vegna gekk það ekki alveg nægilega vel.“ Aldís var síðan spurð hvort þær ætluðu ekki að fara alla leið eins og í fyrra. „Já auðvitað og þá sérstaklega eftir þetta, búnar að tryggja okkur áfram í úrslitakeppninni. Við erum mjög spenntar fyrir einvíginu gegn Val og okkur finnst mjög gaman að fara á Hlíðarenda. Þær eru auðvitað með frábært lið, með tvo leikmenn í hverri stöðu, þannig við verðum að eiga mjög góða leiki til þess að vinna þær,“ endaði Aldís að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Haukar KA Þór Akureyri
KA/Þór er komið í undanúrslit í Olís-deild kvenna eftir að liðið hafði betur gegn Haukum í hádramatískum leik á Ásvöllum. KA/Þór hafði betur í fyrri leik liðanna á Akureyri þar sem liðið skoraði síðustu fjögur mörk leiksins og vann þriggja marka sigur og því dugði ekkert annað en sigur fyrir Hauka í dag. Leikurinn var virkilega jafn nánast frá upphafi til enda en þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum voru gestirnir komnir með tveggja marka forystu. Þá tók við góður kafli hjá Haukum sem komust í þriggja marka forystu áður en gestirnir komu síðan til baka á ný. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru Haukar með eins marka forystu en næstu mínútur eftir það gekk nánast ekkert upp hjá þeim. Tveir leikmenn Hauka, Sara og Ragnheiður, fengu brottvísun á nokkurra sekúndna millibili og nýttu gestirnir sér liðs muninn mjög vel og skoruðu fimm mörk í röð og nánu því fjögurra marka forystu fyrir hálfleikinn. Staðan 11-15 í hálfleiknum. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, þurfti því heldur betur að stilla saman strengi hjá sínu liði í hálfleiknum og hann gerði það heldur betur því Haukastelpur mættu tvíefldar til leiks. Þór/KA náði aðeins að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútum fyrri hálfleiks og Haukastelpur því komnar með forystuna í stöðunni 18-17 en þá tók Andri Snær, þjálfari KA/Þórs, leikhlé. Eftir það leikhlé var leikurinn bókstaflega hnífjafn og liðin skiptust á að vera með forystuna. Þær Aldís og Rut báru upp sóknarleik KA/Þórs á meðan Sara Odden skoraði hvert glæsilega markið á fætur öðru fyrir Hauka. Undir lok leiksins fengu Haukar síðan tækifæri á því að komast yfir en Natasja Hammer átti heldur slakt skot sem Matea Lonac varði auðveldlega og KA/Þór fékk því færi á að komast yfir þegar aðeins um ein mínúta var eftir. Vörn Hauka varðist vel en KA/Þór fékk þó aukaskot þegar tíminn var liðinn. Aldís Ásta tók skotið og einhvern veginn náði boltinn að komast í gegnum varnarvegg Hauka og fram hjá Margréti í markinu og því sigur KA/Þórs staðreynd í hádramatískum leik. Af hverju vann KA/Þór? Það var rosalega lítið sem skildi liðin af í kvöld en eflaust var það reynslan í KA/Þór sem skilaði sér á endanum. Hverjar stóðu upp úr? Rut Jónsdóttir og Aldís Ásta voru frábærar í liði Íslandsmeistarana og báru upp sóknarleik liðsins en Rut skoraði níu mörk og Aldís sjö. Sara Odden var síðan stórkostleg í liði Hauka en hún skoraði sjö mörk. Hvað fór illa? Þó svo að þær hafi náð að vinna sig aftur inn í leikinn þá voru lokamínútur Hauka undir lok fyrri hálfleiksins hrein hörmung. Maður spyr sig hvernig leikurinn hefði spilast hefðu Haukar ekki þurft að vinna upp fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks. Hvað gerist næst? Haukastelpur eru komnar í sumarfrí á meðan Íslandsmeistararnir mæta Val í undanúrslitunum í komandi viku. Eins súrt og það er hægt að vera Gunnar var ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er eiginlega eins súrt og það er hægt að vera,“ byrjaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum búnar að berjast vel og koma okkur í góða stöðu en við auðvitað vorum að berjast svolítið við dómgæsluna líka. Við fáum endalaust af brottvísunum og þær fá enga. Íslandsmeisturunum var sýnd of mikil virðing en ég vil samt sem áður óska þeim til hamingju,“ hélt Gunnar áfram. Gunnar talaði einnig um það hversu stoltur hann væri af stelpunum. „Ég vil einnig koma inn á það hversu hrikalega stoltur ég er af stelpunum. Við auðvitað lendum undir þarna í lok fyrri hálfleiks en við komum síðan til baka og sýnum mikinn karakter. Það er auðvitað grátlegt að tapa með þessu skoti þarna undir lokin,“ endaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. Ég bjóst alls ekki við þessu Aldís Ásta skoraði sigurmarkið.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var svakalegt og ég í raun bjóst alls ekki við þessu,“ byrjaði Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þórs, að segja eftir dramatískan sigur á Haukum. Það var Aldís Ásta sem skoraði sigurmarkið í leiknum úr aukakasti sem tryggði KA/Þór sigurinn og farseðilinn í undanúrslitin. „Þetta var geggjað, ég ákvað einfaldlega að skjóta fast og alls ekki í hausinn á þeim í varnarveggnum og þess vegna vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að fara að þessu. En síðan skaut ég og allir byrjuðu að fagna og ég var virkilega hissa,“ hélt Aldís áfram að segja. Aldís segir að liðið hennar hafi lent í vandræðum í leiknum og þá aðallega með Söru Odden í liði Hauka. „Við vitum hvað þær eru góðar, þær eru með leikmann eins og Söru sem er stór og með þvílík skot og þess vegna var erfitt að eiga við hana og þess vegna gekk það ekki alveg nægilega vel.“ Aldís var síðan spurð hvort þær ætluðu ekki að fara alla leið eins og í fyrra. „Já auðvitað og þá sérstaklega eftir þetta, búnar að tryggja okkur áfram í úrslitakeppninni. Við erum mjög spenntar fyrir einvíginu gegn Val og okkur finnst mjög gaman að fara á Hlíðarenda. Þær eru auðvitað með frábært lið, með tvo leikmenn í hverri stöðu, þannig við verðum að eiga mjög góða leiki til þess að vinna þær,“ endaði Aldís að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti