Blómleg atvinnustarfsemi í Hveragerði – allra gróði Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 12:15 Rétt fyrir kosningar heyrum við stjórnmálamenn oft nota frasa eins og „Við viljum styðja við atvinnulifið í bænum“, enda er það eitt af meginhlutverkum stjórnvalda í smærra og stærra samhengi að styðja við grunnstarfsemi á hverjum stað. Fullyrðing sem þessi þýðir í huga okkar flestra að það sé auðvelt, aðgengilegt og aðlaðandi, fyrir þá sem vilja standa á eigin fótum að stofna fyrirtæki eða hefja nýja starfsemi á viðkomandi stað. Þeir sem reynt hafa á eigin skinni vita hversu mikilvægt það er að umhverfi og stjórnsýsla styðji við nýja atvinnustarfsemi, því hún felur alltaf í sér áhættu, það liggur mikið undir og mikilvægt að hugsa hvert skref til enda. Í vel reknum bæjarfélögum er þessi grunnskilningur til staðar, stjórnsýslan er gagnsæ, leiðir skýrar og engar óvæntar hindranir í vegi þess sem vill taka það stóra stökk að hefja atvinnustarfsemi af eigin frumkvæði. Gagnsæ stjórnsýsla skiptir máli Hlutverk þeirra sem halda um stjórnvald á hverjum tíma er að fylgja þeim reglum sem upp eru gefnar, það að allir sitji við sama borð þegar kemur að stofnun fyrirtækja – þ.m.t. þeirra þar sem rekstur leiðir til eðlilegrar samkeppni innan samfélagsins, því það er jú eitt grunnstef í okkar hagkerfi að í fjölbreytileika og samkeppni felist lykill að gæðum þjónustu og hagkvæmni. Fyrirsjáanleiki, hraði á afgreiðslu erinda og gagnsæi í stjórnsýslunni gerir bæjarfélag eins og okkar Hveragerði aðlaðandi fyrir þau sem leggja í atvinnurekstur, nokkuð sem ætti að leggja áherslu á. Það má ekki gerast að bæjaryfirvöld hlutist á nokkurn hátt til um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig, að það sé t.d. samræmi í gjaldtöku á við önnur sveitafélög, að öll upplýsingagjöf sé bæði hröð og rétt og að hér sé á allan mögulegan hátt stuðlað að blómlegu atvinnulífi, að hingað langi fólk að koma með sín fyrirtæki. Það er ekki hlutverk stjórnvalds að hlutast til á einhvern hátt til um það hvernig eða hvort atvinnustarfsemi eða fyrirtæki sem fylgir í einu og öllu þeim kröfum sem til þess eru gerðar geti hafið sína starfsemi í bænum. Slík stefna og framkvæmd brýtur ekki bara í bága við grunnreglur heldur skapar hér óöryggi og dregur upp mynd sem fælir drífandi og kjarkmikið fólk frá því að hefja rekstur. Og á því tapa allir. Ný fyrirtæki og ný starfsemi er súrefni inn í bæinn okkar Það er ekki langt síðan undirrituð talaði við unga konu sem stofnaði Kaffirútuna í Vík í Mýrdal en hún sagði að stuðningur frá bæjarfélaginu hefði skipt sköpum fyrir hana. Sá stuðningur fólst ekki í fyrirgreiðslu á neinn hátt heldur góðu viðbragði á afgreiðslu, lausnarmiðum leiðbeiningum og hvatningu. Þetta er nokkuð sem ætti að vera okkur fyrirmynd, það á ekki að þurfa að beygja sig undir aðrar reglur en þær sem standa skrifaðar á blaði og það á að ríkja hér andi hvatningar og stuðnings til allra þeirra sem vilja leyfa okkar góða bæjarfélagi að njóta góðs af sinni starfsemi og atorku. Gróði samfélagsins felst ekki bara í auknu framboði starfa og útsvarstekna, því að afleidd starfsemi felst í aðkomu þess fjölbreytta hóps fagfólks og verkafólks sem þarf til að setja fyrirtæki á laggirnar og halda því gangandi. Því það er eitt mikilvægasta hlutverk bæjaryfirvalda að standa við bakið á þeim sem eiga frumkvæði að slíkum rekstri og taka því hlutverki alvarlega og gera bókstaflega allt það sem þeirra valdi stendur til að tryggja snuðrulaust ferli þar sem allir sitja við sama borð. Samstarf og samvinna í sinni bestu mynd – gerum betur Bæjarfélag ætti að vera leiðandi afl í samstarfi ólíkra fyrirtækja innan bæjarfélags með það að markmiði að hámarka hagnað, bæta þjónustu, auka lærdóm og samvinnu. Það er ávinningur fyrir alla. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiddi vöru, hratið af þeirri vöru fór á sveitabæ, sem fóðraði nautin sín, seldi nautakjöt sem síðan bæjarbúar nutu góðs af og hratið þar fór í hænurnar. Hversu frábært er það? Við getum með samstillingu og yfirsýn séð leiðir fyrir fyrirtæki innan okkar marka að stilla saman strengi og styðja við atvinnustarfsemi hvers annars, það er verkefni framtíðarinnar og ætti að teljast til þeirra sem mest um vert er að sinna, enda viljum við öll búa í bæ sem er lifandi og gefandi á búa í. Styðjum við atvinnulífið með því að fagna fjölbreytileikanum, hvetja íbúa til að framkvæma drauma sína, leggjum okkur fram um að einfalda verkferla svo hægt sé að afgreiða málin hratt og vel þar sem jafnræðis er gætt ásamt því að stuðla að samvinnu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Höfundur situr í 12. sæti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Rétt fyrir kosningar heyrum við stjórnmálamenn oft nota frasa eins og „Við viljum styðja við atvinnulifið í bænum“, enda er það eitt af meginhlutverkum stjórnvalda í smærra og stærra samhengi að styðja við grunnstarfsemi á hverjum stað. Fullyrðing sem þessi þýðir í huga okkar flestra að það sé auðvelt, aðgengilegt og aðlaðandi, fyrir þá sem vilja standa á eigin fótum að stofna fyrirtæki eða hefja nýja starfsemi á viðkomandi stað. Þeir sem reynt hafa á eigin skinni vita hversu mikilvægt það er að umhverfi og stjórnsýsla styðji við nýja atvinnustarfsemi, því hún felur alltaf í sér áhættu, það liggur mikið undir og mikilvægt að hugsa hvert skref til enda. Í vel reknum bæjarfélögum er þessi grunnskilningur til staðar, stjórnsýslan er gagnsæ, leiðir skýrar og engar óvæntar hindranir í vegi þess sem vill taka það stóra stökk að hefja atvinnustarfsemi af eigin frumkvæði. Gagnsæ stjórnsýsla skiptir máli Hlutverk þeirra sem halda um stjórnvald á hverjum tíma er að fylgja þeim reglum sem upp eru gefnar, það að allir sitji við sama borð þegar kemur að stofnun fyrirtækja – þ.m.t. þeirra þar sem rekstur leiðir til eðlilegrar samkeppni innan samfélagsins, því það er jú eitt grunnstef í okkar hagkerfi að í fjölbreytileika og samkeppni felist lykill að gæðum þjónustu og hagkvæmni. Fyrirsjáanleiki, hraði á afgreiðslu erinda og gagnsæi í stjórnsýslunni gerir bæjarfélag eins og okkar Hveragerði aðlaðandi fyrir þau sem leggja í atvinnurekstur, nokkuð sem ætti að leggja áherslu á. Það má ekki gerast að bæjaryfirvöld hlutist á nokkurn hátt til um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig, að það sé t.d. samræmi í gjaldtöku á við önnur sveitafélög, að öll upplýsingagjöf sé bæði hröð og rétt og að hér sé á allan mögulegan hátt stuðlað að blómlegu atvinnulífi, að hingað langi fólk að koma með sín fyrirtæki. Það er ekki hlutverk stjórnvalds að hlutast til á einhvern hátt til um það hvernig eða hvort atvinnustarfsemi eða fyrirtæki sem fylgir í einu og öllu þeim kröfum sem til þess eru gerðar geti hafið sína starfsemi í bænum. Slík stefna og framkvæmd brýtur ekki bara í bága við grunnreglur heldur skapar hér óöryggi og dregur upp mynd sem fælir drífandi og kjarkmikið fólk frá því að hefja rekstur. Og á því tapa allir. Ný fyrirtæki og ný starfsemi er súrefni inn í bæinn okkar Það er ekki langt síðan undirrituð talaði við unga konu sem stofnaði Kaffirútuna í Vík í Mýrdal en hún sagði að stuðningur frá bæjarfélaginu hefði skipt sköpum fyrir hana. Sá stuðningur fólst ekki í fyrirgreiðslu á neinn hátt heldur góðu viðbragði á afgreiðslu, lausnarmiðum leiðbeiningum og hvatningu. Þetta er nokkuð sem ætti að vera okkur fyrirmynd, það á ekki að þurfa að beygja sig undir aðrar reglur en þær sem standa skrifaðar á blaði og það á að ríkja hér andi hvatningar og stuðnings til allra þeirra sem vilja leyfa okkar góða bæjarfélagi að njóta góðs af sinni starfsemi og atorku. Gróði samfélagsins felst ekki bara í auknu framboði starfa og útsvarstekna, því að afleidd starfsemi felst í aðkomu þess fjölbreytta hóps fagfólks og verkafólks sem þarf til að setja fyrirtæki á laggirnar og halda því gangandi. Því það er eitt mikilvægasta hlutverk bæjaryfirvalda að standa við bakið á þeim sem eiga frumkvæði að slíkum rekstri og taka því hlutverki alvarlega og gera bókstaflega allt það sem þeirra valdi stendur til að tryggja snuðrulaust ferli þar sem allir sitja við sama borð. Samstarf og samvinna í sinni bestu mynd – gerum betur Bæjarfélag ætti að vera leiðandi afl í samstarfi ólíkra fyrirtækja innan bæjarfélags með það að markmiði að hámarka hagnað, bæta þjónustu, auka lærdóm og samvinnu. Það er ávinningur fyrir alla. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiddi vöru, hratið af þeirri vöru fór á sveitabæ, sem fóðraði nautin sín, seldi nautakjöt sem síðan bæjarbúar nutu góðs af og hratið þar fór í hænurnar. Hversu frábært er það? Við getum með samstillingu og yfirsýn séð leiðir fyrir fyrirtæki innan okkar marka að stilla saman strengi og styðja við atvinnustarfsemi hvers annars, það er verkefni framtíðarinnar og ætti að teljast til þeirra sem mest um vert er að sinna, enda viljum við öll búa í bæ sem er lifandi og gefandi á búa í. Styðjum við atvinnulífið með því að fagna fjölbreytileikanum, hvetja íbúa til að framkvæma drauma sína, leggjum okkur fram um að einfalda verkferla svo hægt sé að afgreiða málin hratt og vel þar sem jafnræðis er gætt ásamt því að stuðla að samvinnu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Höfundur situr í 12. sæti Okkar Hveragerðis.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun