Skoðun

Ó­manneskju­leg bið fatlaðs fólks í boði meiri­hlutans

Natalie G. Gunnarsdóttir skrifar

Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax!

Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi.

Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt!

Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×