Salah: Ég vil spila á móti Real Madrid Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2022 07:02 Mohamed Salah veit nákvæmlega hvaða liði hann vill mæta í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Silvestre Szpylma/Quality Sport Images/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, var eðlilega kátur eftir að liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í gærkvöldi. „Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
„Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53