Oddvitaáskorunin: Steig óvart ofan í klósettskál Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Berglind Harpa Svavarsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind Harpa Svavarsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður byggðarráðs í Múlaþingi. Auk þess er hún formaður heimastjórnar á Seyðisfirði og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Berglind er fædd í Reykjavík, ólst upp í Hveragerði, stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og útskrifaðist með BS gráðu í Hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2003. Berglind fluttist austur á land til Egilsstaða árið 2003 með eiginmanni sínum, Berg Valdimar Sigurjónssyni tannlækni og syni þeirra. Þar eignuðust þau tvo drengi og Berglind vann sem hjúkrunarfræðingur innan HSA með hléum þar til haustið 2018. 2017 lauk Berglind meistaragráðu í Heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Árið 2018 fékk Berglind stöðu sem forstöðumaður í dagþjónustu aldraðra á Egilsstöðum ásamt því að hún steig sín fyrstu skref í pólitík. Þar gegndi hún formennsku í fræðslunefnd á Fljótsdalshéraði ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. Áherslumál Berglindar er að koma heilbrigðisþjónustu í gott lag á landsbyggðinni með aukinni fjarheilbrigðisþjónustu, fá fleiri sérfræðinga út á land og tryggja fjármagn í tækjakost til bráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum og lagði Berglind fram þingsályktunartillögu um það málefni á Alþingi í lok febrúar 2022. Tæknivæðingin opnar gríðarleg tækifæri fyrir landsbyggðina og mikilvægt er að ljúka ljósleiðaravæðingu í dreifbýli sem og í þéttbýli, tryggja aðgang að raforku og þrífösun rafmagns. Í tölvunni eigum við að hafa aðgang að störfum, öflugri menntun og þjónustu og hefur fólk því tækifæri til að flytjast út á land og upplifa náttúruna í bakgarðinum hjá sér. Til þess að nýta þessi tækifæri verðum við að efla enn frekar grunninnviði okkar, samgöngur, öfluga og skilvirka alhliða þjónustu, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar m.t.t. varaflugvallargildis, millilandaflugs og útflutnings ásamt áframhaldandi þróun Loftbrúar. Til að grípa þau tækifæri sem bjóðast verðum við að tryggja fjölbreytt framboð á húsnæði um allt Múlaþing. Nýlega kynntum við nýtt miðbæjarskipulag, straumur.mulathing.is með um 160 íbúðum til byggingar. Öflugt atvinnulíf, ábyrg fjármál og tryggja nærsamfélaginu sanngjarna hlutdeild í auðlindagjaldi hvort sem það er starfsemi í fjörðum okkar eða orkuframleiðsla er áherslumál. Þær tekjur eru nauðsynlegar til að styrkja tekjugrunn sveitarfélaga og hjálpa til við að stíga nauðsynleg skref í orkuskiptum og huga þannig vel að loftslagsmálum. Klippa: Oddvitaáskorun - Berglind Harpa Svavarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Án efa Stuðlagil, enda er það orðið einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil að við gerum átak í að byggja upp göngu- og hjólreiðastíga í mun meira magni innan alls Múlaþings. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Dans og söngur þó beri lítið á því :) Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég var stoppuð af lögreglunni á 17 ára afmælinu mínu vegna ábendingar um bilað afturljós. Síðan þá er ég alltaf stressuð þegar ég mæti lögreglubíl þó ég sé mjög löghlýðin. Hvað færðu þér á pizzu? Parmaskinku, klettasallat og tómata. Ef það er ekki til þá fæ ég mér, rauðlauk, papriku og sveppi. Hvaða lag peppar þig mest? Dancing in the moonlight (feat. NEIMY). Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Rétt svo 5 armbeygjur, þetta er greinilega eitthvað sem ég þarf að vinna betur í. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Ég gef mér ansi lítinn tíma í að hreyfa mig hraðar en göngutúr, en ég er alltaf á leiðinni í markvissari hreyfingu. Annríki hefur verið mín helsta afsökun hingað til. Uppáhalds brandari? Ég man fáa brandara, en því lélegri því fyndnari eru þeir oftast. Hvað er þitt draumafríi? Afslöppun í sólinni með fjölskyldunni og góðu vinafólki. Gott vinafólk er svo mikilvægt í daglegu lífi sem og í fríum og vel heppnað draumafrí er því að fá vinafjölskyldur með í fjölskyldufríin. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var erfiðara, það voru mikil viðbrigði að breyta öllu líferni okkar vegna samkomutakmarkana og skriðuföllin urðu einnig það ár á Seyðisfirði. Þetta var gríðarlega átakanlegur tími en árið 2021 þá unnum við að markvissri uppbyggingu á Seyðisfirði sem tókst afskaplega vel með samhentu átaki starfsfólks og bæjarbúa. Vegna covid takmarkana 2021 þá fann maður leiðir til að lifa og njóta og var kominn með fínustu aðferðafræði í að komast sæmilega af þrátt fyrir takmarkanir. Uppáhalds tónlistarmaður? Enginn sérstakur tónlistarmaður, ég er alæta á tónlist og ætli ég teljist ekki með svolítið væminn smekk. En mér finnst notalegur Jazz skapa góða stemningu. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég steig ofan í klósettskál heima þegar ég ætlaði í snatri að stíga upp á klósett og loka glugga fyrir ofan það. Ég skil ekki enn hvernig þetta gat gerst en þessi saga hefur farið víða, enda er okkur öllum hollt að hlæja svolítið :) Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Mila Kunis. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég er nú mest fyrir breska og skandinavíska glæpaþætti en Titanic er klassísk. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, alls ekki. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í Neskaupsstað, í Fjarðabyggð. Þaðan er maðurinn minn og stór hluti af okkar fólki býr þar. Við eyddum öllum okkar sumrum þar í vinnu með náminu, hann ólst þar upp og höfum mjög sterkar taugar þangað. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Wham! - Last Christmas. Það sló í gegn á sínum tíma og upp kemur minning um notalega góða tíma við að hlusta á það. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Sjá meira
Berglind Harpa Svavarsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind Harpa Svavarsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður byggðarráðs í Múlaþingi. Auk þess er hún formaður heimastjórnar á Seyðisfirði og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Berglind er fædd í Reykjavík, ólst upp í Hveragerði, stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og útskrifaðist með BS gráðu í Hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2003. Berglind fluttist austur á land til Egilsstaða árið 2003 með eiginmanni sínum, Berg Valdimar Sigurjónssyni tannlækni og syni þeirra. Þar eignuðust þau tvo drengi og Berglind vann sem hjúkrunarfræðingur innan HSA með hléum þar til haustið 2018. 2017 lauk Berglind meistaragráðu í Heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Árið 2018 fékk Berglind stöðu sem forstöðumaður í dagþjónustu aldraðra á Egilsstöðum ásamt því að hún steig sín fyrstu skref í pólitík. Þar gegndi hún formennsku í fræðslunefnd á Fljótsdalshéraði ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. Áherslumál Berglindar er að koma heilbrigðisþjónustu í gott lag á landsbyggðinni með aukinni fjarheilbrigðisþjónustu, fá fleiri sérfræðinga út á land og tryggja fjármagn í tækjakost til bráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum og lagði Berglind fram þingsályktunartillögu um það málefni á Alþingi í lok febrúar 2022. Tæknivæðingin opnar gríðarleg tækifæri fyrir landsbyggðina og mikilvægt er að ljúka ljósleiðaravæðingu í dreifbýli sem og í þéttbýli, tryggja aðgang að raforku og þrífösun rafmagns. Í tölvunni eigum við að hafa aðgang að störfum, öflugri menntun og þjónustu og hefur fólk því tækifæri til að flytjast út á land og upplifa náttúruna í bakgarðinum hjá sér. Til þess að nýta þessi tækifæri verðum við að efla enn frekar grunninnviði okkar, samgöngur, öfluga og skilvirka alhliða þjónustu, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar m.t.t. varaflugvallargildis, millilandaflugs og útflutnings ásamt áframhaldandi þróun Loftbrúar. Til að grípa þau tækifæri sem bjóðast verðum við að tryggja fjölbreytt framboð á húsnæði um allt Múlaþing. Nýlega kynntum við nýtt miðbæjarskipulag, straumur.mulathing.is með um 160 íbúðum til byggingar. Öflugt atvinnulíf, ábyrg fjármál og tryggja nærsamfélaginu sanngjarna hlutdeild í auðlindagjaldi hvort sem það er starfsemi í fjörðum okkar eða orkuframleiðsla er áherslumál. Þær tekjur eru nauðsynlegar til að styrkja tekjugrunn sveitarfélaga og hjálpa til við að stíga nauðsynleg skref í orkuskiptum og huga þannig vel að loftslagsmálum. Klippa: Oddvitaáskorun - Berglind Harpa Svavarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Án efa Stuðlagil, enda er það orðið einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil að við gerum átak í að byggja upp göngu- og hjólreiðastíga í mun meira magni innan alls Múlaþings. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Dans og söngur þó beri lítið á því :) Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég var stoppuð af lögreglunni á 17 ára afmælinu mínu vegna ábendingar um bilað afturljós. Síðan þá er ég alltaf stressuð þegar ég mæti lögreglubíl þó ég sé mjög löghlýðin. Hvað færðu þér á pizzu? Parmaskinku, klettasallat og tómata. Ef það er ekki til þá fæ ég mér, rauðlauk, papriku og sveppi. Hvaða lag peppar þig mest? Dancing in the moonlight (feat. NEIMY). Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Rétt svo 5 armbeygjur, þetta er greinilega eitthvað sem ég þarf að vinna betur í. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Ég gef mér ansi lítinn tíma í að hreyfa mig hraðar en göngutúr, en ég er alltaf á leiðinni í markvissari hreyfingu. Annríki hefur verið mín helsta afsökun hingað til. Uppáhalds brandari? Ég man fáa brandara, en því lélegri því fyndnari eru þeir oftast. Hvað er þitt draumafríi? Afslöppun í sólinni með fjölskyldunni og góðu vinafólki. Gott vinafólk er svo mikilvægt í daglegu lífi sem og í fríum og vel heppnað draumafrí er því að fá vinafjölskyldur með í fjölskyldufríin. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var erfiðara, það voru mikil viðbrigði að breyta öllu líferni okkar vegna samkomutakmarkana og skriðuföllin urðu einnig það ár á Seyðisfirði. Þetta var gríðarlega átakanlegur tími en árið 2021 þá unnum við að markvissri uppbyggingu á Seyðisfirði sem tókst afskaplega vel með samhentu átaki starfsfólks og bæjarbúa. Vegna covid takmarkana 2021 þá fann maður leiðir til að lifa og njóta og var kominn með fínustu aðferðafræði í að komast sæmilega af þrátt fyrir takmarkanir. Uppáhalds tónlistarmaður? Enginn sérstakur tónlistarmaður, ég er alæta á tónlist og ætli ég teljist ekki með svolítið væminn smekk. En mér finnst notalegur Jazz skapa góða stemningu. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég steig ofan í klósettskál heima þegar ég ætlaði í snatri að stíga upp á klósett og loka glugga fyrir ofan það. Ég skil ekki enn hvernig þetta gat gerst en þessi saga hefur farið víða, enda er okkur öllum hollt að hlæja svolítið :) Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Mila Kunis. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég er nú mest fyrir breska og skandinavíska glæpaþætti en Titanic er klassísk. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, alls ekki. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í Neskaupsstað, í Fjarðabyggð. Þaðan er maðurinn minn og stór hluti af okkar fólki býr þar. Við eyddum öllum okkar sumrum þar í vinnu með náminu, hann ólst þar upp og höfum mjög sterkar taugar þangað. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Wham! - Last Christmas. Það sló í gegn á sínum tíma og upp kemur minning um notalega góða tíma við að hlusta á það.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Sjá meira