Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. maí 2022 13:01 Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segir að það sé enn leið til að koma í veg fyrir mestu afleiðingarnar. Vísir/Samsett Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta. Samkvæmt nýrri rannsókn sem breska veðurstofan framkvæmdi fyrir Alþjóðaveðurfræðistofnunina eru helmingslíkur á að hnattræn hlýnun nái einni og hálfri gráðu að minnsta kosti einu sinni á næstu fimm árum. Þá eru 93 prósent líkur á að eitt þessara ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Parísarsamkomulagið miðar að því að halda hlýnun jarðar innan einni og hálfri gráðu meira en meðalhiti var fyrir iðnbyltinguna. Þegar samkomulagið var undirritað árið 2015 voru nær engar líkur á því að hlýnunin færi yfir það í náinni framtíð en líkurnar hafa aukist á undanförnum árum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, bendir á að rannsóknin tali ekki um að hlýnunin muni vara yfir langt tímabil. „Þetta hoppar svolítið fram og til baka einstök ár. Það sem var verið að gera þarna er raunverulega að gera okkur grein fyrir því að við erum komin svo nálægt þessum mörkum sem við höfum sett okkur sem mannkyn að einstök ár fara yfir þessi mörk og það er mjög alvarlegt,“ segir Halldór. Ekki verið að gera nóg Verið er að gera ýmislegt til að bregðast við loftslagsbreytingum og tekur það tíma þar til það kemur fram í veðurkerfum jarðar. Halldór bendir á að markmið Parísarsamkomulagsins snúist um miklu lengri tíma heldur en einstök ár og því eigi langtímaafleiðingar eftir að koma í ljós. „En staðreyndin er sú að við erum bara svo langt frá því að vera að gera það sem við þurfum að vera að gera og afleiðingarnar af því eru bara að koma fram. Maður semur ekkert við náttúruna og segir; „Bíddu nú bara aðeins, ég er ekki alveg búinn að því sem ég ætla að gera.“ Hlutirnir koma bara fram,“ segir Halldór. Þó að fregnir vikunnar kunni að hljóma alvarlega eru það þó ekki endalokin. „Það er bara mjög mikilvægt að við hlustum á þessa viðvörun en gerum okkur líka grein fyrir því að það er enn þá leið til að koma í veg fyrir mestu afleiðingarnar en til þess að það sé raunhæft þá þurfum við að taka miklu stærri skref, miklu hraðar, og ná miklu meiri árangri heldur en við erum að gera í dag,“ segir hann. Erum að setja alla jarðarbúa í hættu Gagnvart heimsbyggðinni ættu aðgerðir fyrst og fremst að miða að því að binda enda á notkun kola auk þess sem heimurinn þarf að hætta að treysta á jarðefnaeldsneyti í þeim mæli sem við gerum í dag. Þá þurfi að treysta meira á jurtaríkið í fæðukerfinu og draga úr ofneyslu, þá einna helst hér í norðri. „Þetta er ekki fyrsta aðvörunin en það kannski styttist í að þetta verði síðasta aðvörunin og þess vegna þarf að taka þetta alvarlega. Við erum að taka allt of mikla áhættu fyrir hönd annarra, við erum að setja alla jarðarbúa í hættu,“ segir Halldór og bendir á að auðugustu ríki heims beri mesta ábyrgð. Þó að Ísland hafi kannski lítil áhrif í stóra samhenginu er þó ýmislegt sem hægt er að gera, til að mynda draga úr sóun og flýta orkuskiptum. „Við njótum svo mikilla forréttinda að hafa aðgang að þessari orku en við þurfum að ákveða sem þjóð hvers konar kolefnishlutlaust Ísland við viljum, og vinna að því að það verði raunveruleikinn,“ segir Halldór. „Við berum meiri ábyrgð, við sem höfum það svo gott eins og við höfum það hér á landi.“ Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56 Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána. 23. febrúar 2022 16:15 Sjötta hlýjasta ár frá upphafi mælinga Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga. 13. janúar 2022 19:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn sem breska veðurstofan framkvæmdi fyrir Alþjóðaveðurfræðistofnunina eru helmingslíkur á að hnattræn hlýnun nái einni og hálfri gráðu að minnsta kosti einu sinni á næstu fimm árum. Þá eru 93 prósent líkur á að eitt þessara ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Parísarsamkomulagið miðar að því að halda hlýnun jarðar innan einni og hálfri gráðu meira en meðalhiti var fyrir iðnbyltinguna. Þegar samkomulagið var undirritað árið 2015 voru nær engar líkur á því að hlýnunin færi yfir það í náinni framtíð en líkurnar hafa aukist á undanförnum árum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, bendir á að rannsóknin tali ekki um að hlýnunin muni vara yfir langt tímabil. „Þetta hoppar svolítið fram og til baka einstök ár. Það sem var verið að gera þarna er raunverulega að gera okkur grein fyrir því að við erum komin svo nálægt þessum mörkum sem við höfum sett okkur sem mannkyn að einstök ár fara yfir þessi mörk og það er mjög alvarlegt,“ segir Halldór. Ekki verið að gera nóg Verið er að gera ýmislegt til að bregðast við loftslagsbreytingum og tekur það tíma þar til það kemur fram í veðurkerfum jarðar. Halldór bendir á að markmið Parísarsamkomulagsins snúist um miklu lengri tíma heldur en einstök ár og því eigi langtímaafleiðingar eftir að koma í ljós. „En staðreyndin er sú að við erum bara svo langt frá því að vera að gera það sem við þurfum að vera að gera og afleiðingarnar af því eru bara að koma fram. Maður semur ekkert við náttúruna og segir; „Bíddu nú bara aðeins, ég er ekki alveg búinn að því sem ég ætla að gera.“ Hlutirnir koma bara fram,“ segir Halldór. Þó að fregnir vikunnar kunni að hljóma alvarlega eru það þó ekki endalokin. „Það er bara mjög mikilvægt að við hlustum á þessa viðvörun en gerum okkur líka grein fyrir því að það er enn þá leið til að koma í veg fyrir mestu afleiðingarnar en til þess að það sé raunhæft þá þurfum við að taka miklu stærri skref, miklu hraðar, og ná miklu meiri árangri heldur en við erum að gera í dag,“ segir hann. Erum að setja alla jarðarbúa í hættu Gagnvart heimsbyggðinni ættu aðgerðir fyrst og fremst að miða að því að binda enda á notkun kola auk þess sem heimurinn þarf að hætta að treysta á jarðefnaeldsneyti í þeim mæli sem við gerum í dag. Þá þurfi að treysta meira á jurtaríkið í fæðukerfinu og draga úr ofneyslu, þá einna helst hér í norðri. „Þetta er ekki fyrsta aðvörunin en það kannski styttist í að þetta verði síðasta aðvörunin og þess vegna þarf að taka þetta alvarlega. Við erum að taka allt of mikla áhættu fyrir hönd annarra, við erum að setja alla jarðarbúa í hættu,“ segir Halldór og bendir á að auðugustu ríki heims beri mesta ábyrgð. Þó að Ísland hafi kannski lítil áhrif í stóra samhenginu er þó ýmislegt sem hægt er að gera, til að mynda draga úr sóun og flýta orkuskiptum. „Við njótum svo mikilla forréttinda að hafa aðgang að þessari orku en við þurfum að ákveða sem þjóð hvers konar kolefnishlutlaust Ísland við viljum, og vinna að því að það verði raunveruleikinn,“ segir Halldór. „Við berum meiri ábyrgð, við sem höfum það svo gott eins og við höfum það hér á landi.“
Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56 Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána. 23. febrúar 2022 16:15 Sjötta hlýjasta ár frá upphafi mælinga Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga. 13. janúar 2022 19:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56
Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána. 23. febrúar 2022 16:15
Sjötta hlýjasta ár frá upphafi mælinga Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga. 13. janúar 2022 19:29