„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 07:01 Gabríel er kominn á bak við lás og slá og afplánar tveggja ára dóm. Enn eru nokkur mál Gabríels útistandandi fyrir dómstólum. Samsett/Vilhelm Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja. „Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi þannig að ég tók bara sénsinn og ég vissi að ég myndi ná að flýja. Þetta var bara „win win“ því ég vissi að ég myndi ekki fá dóm fyrir þetta,“ segir Gabríel í viðtali við Gústa B í Veislunni á FM957. Hann segist hafa vitað að hann gæti ekki verið lengi á flótta. „Ég vissi að ég myndi bara vera í nokkra daga. Ég ætlaði bara að hitta strákana og svo fara aftur inn,“ segir Gabríel. Gabríel slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur síðdegis 19. apríl síðastliðinn. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Gabríel og hans meðal annars leitað víða í heimahúsum í Vesturbæ en Gabríel hafði birt af sér mynd í hringrás sinni á Instagram þar sem hann merkti á myndina að hann væri staddur í Vesturbæ. „Það var bara „moving smart“, ég var aftur í skottinu á bílnum og fór svo upp í bústaðinn og var þar,“ segir Gabríel. Gabríel var handtekinn á aðfaranótt 22. apríl auk fimm félaga hans sem voru með honum í sumarbústað rétt fyrir utan borgina. Hann segir flóttann ekki hafa haft áhrif á dómana sem hann hlaut, utan þess að honum var dæmt tveggja vikna heimsóknarbann fyrir flóttann. Vonar að eftirstandandi mál endi ekki í þungum dómum Á meðan Gabríel var á flóttanum var honum lýst af lögreglu sem mögulega hættulegum. Hann segir ekki svo vera. „Nei, alls ekki. Ég er bara slakur gæi. Ég er almennilegur við alla sem eru almennilegir við mig.“ Gabríel var fyrr á þessu ári dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir endurteknar líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni, þjófnaðar og fíkniefnalagabrots. Þá hefur Gabríel nú verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi við Kjarvalsstaði á síðasta ári. Hann afplánar dóminn í fangelsinu á Hólmsheiði. „Ég er með tveggja ára dóm núna en það eru nokkur mál eftir, þannig að ég þarf bara að sjá hvernig þetta fer. Ég vona að ég fái ekki mikið fyrir málin sem eru eftir,“ segir Gabríel. Stundar körfuboltann innan fangelsisveggjanna Hann segir lífið innan fangelsisveggjanna ágætt. „Það er fínt núna. Ég er með þremur vinum mínum á gangi þannig að það er bara „chill,“ segir Gabríel. Hann segist aðallega verja tímanum í að borða, stunda líkamsrækt, í tölvunni og að horfa á sjónvarpið. Gabríel var fyrir aðeins nokkrum misserum sagður einn efnilegasti körfuknattleiksleikmaður landsins og segist enn stunda körfuknattleikinn af krafti, þrátt fyrir að sitja á bak við lás og slá. „Ég er ekkert hættur í körfu, ég er enn í körfu í dag. Ég er úti að æfa mig að skjóta,“ segir Gabríel og bætir við að hann spili stundum körfubolta með hinum föngunum: „Við erum bara eitthvað „low key“ í asna eða 21.“ „Þetta er bara rasismi“ Á meðan Gabríels var leitað hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tvisvar sinnum afskipti af sextán ára gömlum dreng sem henni höfðu borist ábendingar um að gætu verið Gabríel. Í fyrra skiptið var drengurinn staddur í Strætó þegar sérsveit lögreglu ruddist þangað inn , og í það síðara í bakaríi. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmaður og landsfrægur tónlistarmaður, veltu því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Gabríel tekur undir það sjónarmið. „Já, ég frétti af þessu. Það leit bara illa út fyrir lögguna að vera að stoppa einhvern gæja sem er bara með litaða dredda. Þetta er bara rasismi,“ segir Gabríel. Hann segist ekki velta sér mikið upp úr því hvað öðru fólki finnist um hann. „Fólk mun bara hugsa það sem það hugsar, það hefur engin áhrif á mig.“ Uppfært klukkan 11:18. Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að lögreglan hefði verið sofandi á verðinum. Mynd sem fréttastofu hefur borist benda til þess að lögreglumennirnir tveir hafi bókstaflega verið með lokuð augun í dómssal. Lögreglumál Dómsmál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi FM957 Tengdar fréttir Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18 Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. 24. apríl 2022 19:22 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi þannig að ég tók bara sénsinn og ég vissi að ég myndi ná að flýja. Þetta var bara „win win“ því ég vissi að ég myndi ekki fá dóm fyrir þetta,“ segir Gabríel í viðtali við Gústa B í Veislunni á FM957. Hann segist hafa vitað að hann gæti ekki verið lengi á flótta. „Ég vissi að ég myndi bara vera í nokkra daga. Ég ætlaði bara að hitta strákana og svo fara aftur inn,“ segir Gabríel. Gabríel slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur síðdegis 19. apríl síðastliðinn. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Gabríel og hans meðal annars leitað víða í heimahúsum í Vesturbæ en Gabríel hafði birt af sér mynd í hringrás sinni á Instagram þar sem hann merkti á myndina að hann væri staddur í Vesturbæ. „Það var bara „moving smart“, ég var aftur í skottinu á bílnum og fór svo upp í bústaðinn og var þar,“ segir Gabríel. Gabríel var handtekinn á aðfaranótt 22. apríl auk fimm félaga hans sem voru með honum í sumarbústað rétt fyrir utan borgina. Hann segir flóttann ekki hafa haft áhrif á dómana sem hann hlaut, utan þess að honum var dæmt tveggja vikna heimsóknarbann fyrir flóttann. Vonar að eftirstandandi mál endi ekki í þungum dómum Á meðan Gabríel var á flóttanum var honum lýst af lögreglu sem mögulega hættulegum. Hann segir ekki svo vera. „Nei, alls ekki. Ég er bara slakur gæi. Ég er almennilegur við alla sem eru almennilegir við mig.“ Gabríel var fyrr á þessu ári dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir endurteknar líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni, þjófnaðar og fíkniefnalagabrots. Þá hefur Gabríel nú verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi við Kjarvalsstaði á síðasta ári. Hann afplánar dóminn í fangelsinu á Hólmsheiði. „Ég er með tveggja ára dóm núna en það eru nokkur mál eftir, þannig að ég þarf bara að sjá hvernig þetta fer. Ég vona að ég fái ekki mikið fyrir málin sem eru eftir,“ segir Gabríel. Stundar körfuboltann innan fangelsisveggjanna Hann segir lífið innan fangelsisveggjanna ágætt. „Það er fínt núna. Ég er með þremur vinum mínum á gangi þannig að það er bara „chill,“ segir Gabríel. Hann segist aðallega verja tímanum í að borða, stunda líkamsrækt, í tölvunni og að horfa á sjónvarpið. Gabríel var fyrir aðeins nokkrum misserum sagður einn efnilegasti körfuknattleiksleikmaður landsins og segist enn stunda körfuknattleikinn af krafti, þrátt fyrir að sitja á bak við lás og slá. „Ég er ekkert hættur í körfu, ég er enn í körfu í dag. Ég er úti að æfa mig að skjóta,“ segir Gabríel og bætir við að hann spili stundum körfubolta með hinum föngunum: „Við erum bara eitthvað „low key“ í asna eða 21.“ „Þetta er bara rasismi“ Á meðan Gabríels var leitað hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tvisvar sinnum afskipti af sextán ára gömlum dreng sem henni höfðu borist ábendingar um að gætu verið Gabríel. Í fyrra skiptið var drengurinn staddur í Strætó þegar sérsveit lögreglu ruddist þangað inn , og í það síðara í bakaríi. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmaður og landsfrægur tónlistarmaður, veltu því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Gabríel tekur undir það sjónarmið. „Já, ég frétti af þessu. Það leit bara illa út fyrir lögguna að vera að stoppa einhvern gæja sem er bara með litaða dredda. Þetta er bara rasismi,“ segir Gabríel. Hann segist ekki velta sér mikið upp úr því hvað öðru fólki finnist um hann. „Fólk mun bara hugsa það sem það hugsar, það hefur engin áhrif á mig.“ Uppfært klukkan 11:18. Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að lögreglan hefði verið sofandi á verðinum. Mynd sem fréttastofu hefur borist benda til þess að lögreglumennirnir tveir hafi bókstaflega verið með lokuð augun í dómssal.
Lögreglumál Dómsmál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi FM957 Tengdar fréttir Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18 Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. 24. apríl 2022 19:22 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18
Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. 24. apríl 2022 19:22
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13