Vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, Gunnsteinn R. Ómarsson og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir skrifa 13. maí 2022 07:15 Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar