„Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og það má vera skemmtilegt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. maí 2022 12:00 Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýningu í Núllinu í dag. Aðsend Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýninguna Guð minn góður! í Núllinu, Bankastræti 0, klukkan 18:00 í dag. Blaðamaður tók púlsinn á henni rétt fyrir opnun og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags. Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags.
Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira