Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 11:28 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm/Aðsend Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira