„Alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti“ Sinfri Már Fannarsson skrifar 19. maí 2022 21:52 Gunnar Magnús var ósáttur með að fá ekki víti gegn Selfyssingum í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna. „Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“ Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“
Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33