Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð Eyjólfur Ármannsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar