„Að vera þjálfari eru bullandi áhyggjur út í eitt“ Einar Kárason skrifar 28. maí 2022 18:58 Snorri Steinn gat fagnað vel og innilega í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Mér líður þokkalega, ég skal viðurkenna það,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í viðtali við Stefán Árna Pálsson og félaga eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. „Þetta tekur gríðarlega á og við fórum ekki auðveldlega í gegnum þetta [úrslitakeppnina] þá hafa tölurnar verið okkur mikið í hag. Þetta hefur verið erfitt. Andlega erfitt. Það er líka erfitt að vinna alla titla og langa til að ná þeim öllum. Það er risa stórt. Ég er búinn að vera þungur.” „Ég skynja alltaf mikið hungur í mínu liði,” sagði Snorri þegar Róbert Gunnarsson spurði hann hvort erfiðara væri að gíra leikmenn upp eftir að hafa unnið eða eftir að hafa tapað. „Við fórum inn í tímabilið og ég tók strax sjéns þar. Ég hugsaði að við þyrftum að taka á móti hæðum og lægðum. Við náum að toppa á réttum tíma og ég er stoltur af því. Það gefur hinum titlunum mun meira vægi þegar þú vinnur þá alla í röð.” Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaspekingur og fyrrum samherji Snorra velti fyrir sér hvort fræjunum hefði verið sáð fyrir löngu en Valsmenn taka oftar en ekki hraðar miðjur og spila leikinn almennt hratt. „Þú ert að lesa salinn rétt,” svaraði Snorri. „Þetta er hárrétt. Mér finnst þetta skemmtilegur handbolti. Eins hef ég mætt liðum úti í Þýskalandi sem keyra yfir mann og maður veit ekki hvað gerðist. Þetta hefur blundað í mér í vetur og hefur stigmagnast. Ég held að öll þessi umræða um þennan hraða geri það að verkum að það virkar sem bensín á mína gaura. Þeir fóru að finna hversu illa liðin réðu við þetta.” „Þeir eru góðir í handbolta, ég skal gefa mínum gaurum það. Þetta er linnulaus vinna. Ég hleyp hraðaupphlaup á nánast hverri einunstu æfingu. Við æfum taktíska hluti meira að segja með ákveðnum hlaupum. Þetta er bara vinna. Ekki eitthvað sem er ákveðið fyrir leik. Þetta hefur verið gegnum gangandi síðan ég kom í Val.” „Það er merkilega lítið í gangi,” sagði Snorri aðspurður út í áhuga á sér erlendis frá. „Ég er alveg slakur yfir þessu. Ég var lengi úti og það er gott að koma heim. Hér líður mér vel. Ég er í forréttindastarfi. Ég mæti í Valsheimilið á morgnanna og skrepp í líkamsræktina ef ég vill. Ég er að vinna með Óskari og þarna eru Finnur [þjálfari körfuboltaliðs Vals] og Pawel [Ermolinski, leikmaður Vals í körfubolta] til að vinna með. Við spilum körfubolta í hádeginu, en ég er reyndar hættur. Þetta er of lélegt fyrir mig,” sagði Snorri og hló. ,,Ég var of góður svo ég var rekinn.” Klippa: Snorri Steinn eftir að titillinn fór á loft Stefán Árni kom inn á að Valur hagaði sér eins og atvinnumannalið. „Það eru ekki mörg félög á Íslandi sem geta þetta. Fasteignafélagið og allt það. Þetta kostar sitt en ég verð að tala fyrir mitt lið. Við erum með fullt af ungum og efnilegum gaurum. Vinnan sem hefur farið í að búa þá til. Það skiptir mig ótrúlega miklu máli fyrir mig að þeir spili svona stórt hlutverk. Fyrir mig sem Valsara er þetta geggjað.” Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir spiluðu stórt hlutverk í liði Vals í vetur þrátt fyrir ungan aldur. „Ég skal viðurkenna það að það var ekkert það fyrsta sem ég hugsaði í júlí í fyrra að þeir yrðu mennirnir sem myndi byrja inn á og leiða liðið. Þetta gerist bara hjá góðum liðum. Að einhverju leyti eru meiðsli og þú missir leikmenn sem gerir það að verkum að þú ert neyddur til að prófa hluti. Svo hafa þeir bara nelgt þetta. Ég tók þá inn þegar ég tók við liðinu. Þetta er þrotlaus vinna hjá þeim. Það hafa lið kroppað í þá og viljað fá á láni en þeim hefur ekki dottið í hug að fara og viljað taka slaginn.” „Að vera þjálfari eru bullandi áhyggjur út í eitt. Á morgun þarf ég að fara að finna leikmenn fyrir næsta tímabil og þannig þvæla. Stundum bera tilfinningar manni ofurliði. Stundum er ég ekkert eðlilega reiður þó við höfum unnið leikinn. Það er eitthvað sem ég vill ekki missa. Þetta er drifið í mér og mér finnst ég hafa stjórn á reiðinni,” sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
„Þetta tekur gríðarlega á og við fórum ekki auðveldlega í gegnum þetta [úrslitakeppnina] þá hafa tölurnar verið okkur mikið í hag. Þetta hefur verið erfitt. Andlega erfitt. Það er líka erfitt að vinna alla titla og langa til að ná þeim öllum. Það er risa stórt. Ég er búinn að vera þungur.” „Ég skynja alltaf mikið hungur í mínu liði,” sagði Snorri þegar Róbert Gunnarsson spurði hann hvort erfiðara væri að gíra leikmenn upp eftir að hafa unnið eða eftir að hafa tapað. „Við fórum inn í tímabilið og ég tók strax sjéns þar. Ég hugsaði að við þyrftum að taka á móti hæðum og lægðum. Við náum að toppa á réttum tíma og ég er stoltur af því. Það gefur hinum titlunum mun meira vægi þegar þú vinnur þá alla í röð.” Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaspekingur og fyrrum samherji Snorra velti fyrir sér hvort fræjunum hefði verið sáð fyrir löngu en Valsmenn taka oftar en ekki hraðar miðjur og spila leikinn almennt hratt. „Þú ert að lesa salinn rétt,” svaraði Snorri. „Þetta er hárrétt. Mér finnst þetta skemmtilegur handbolti. Eins hef ég mætt liðum úti í Þýskalandi sem keyra yfir mann og maður veit ekki hvað gerðist. Þetta hefur blundað í mér í vetur og hefur stigmagnast. Ég held að öll þessi umræða um þennan hraða geri það að verkum að það virkar sem bensín á mína gaura. Þeir fóru að finna hversu illa liðin réðu við þetta.” „Þeir eru góðir í handbolta, ég skal gefa mínum gaurum það. Þetta er linnulaus vinna. Ég hleyp hraðaupphlaup á nánast hverri einunstu æfingu. Við æfum taktíska hluti meira að segja með ákveðnum hlaupum. Þetta er bara vinna. Ekki eitthvað sem er ákveðið fyrir leik. Þetta hefur verið gegnum gangandi síðan ég kom í Val.” „Það er merkilega lítið í gangi,” sagði Snorri aðspurður út í áhuga á sér erlendis frá. „Ég er alveg slakur yfir þessu. Ég var lengi úti og það er gott að koma heim. Hér líður mér vel. Ég er í forréttindastarfi. Ég mæti í Valsheimilið á morgnanna og skrepp í líkamsræktina ef ég vill. Ég er að vinna með Óskari og þarna eru Finnur [þjálfari körfuboltaliðs Vals] og Pawel [Ermolinski, leikmaður Vals í körfubolta] til að vinna með. Við spilum körfubolta í hádeginu, en ég er reyndar hættur. Þetta er of lélegt fyrir mig,” sagði Snorri og hló. ,,Ég var of góður svo ég var rekinn.” Klippa: Snorri Steinn eftir að titillinn fór á loft Stefán Árni kom inn á að Valur hagaði sér eins og atvinnumannalið. „Það eru ekki mörg félög á Íslandi sem geta þetta. Fasteignafélagið og allt það. Þetta kostar sitt en ég verð að tala fyrir mitt lið. Við erum með fullt af ungum og efnilegum gaurum. Vinnan sem hefur farið í að búa þá til. Það skiptir mig ótrúlega miklu máli fyrir mig að þeir spili svona stórt hlutverk. Fyrir mig sem Valsara er þetta geggjað.” Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir spiluðu stórt hlutverk í liði Vals í vetur þrátt fyrir ungan aldur. „Ég skal viðurkenna það að það var ekkert það fyrsta sem ég hugsaði í júlí í fyrra að þeir yrðu mennirnir sem myndi byrja inn á og leiða liðið. Þetta gerist bara hjá góðum liðum. Að einhverju leyti eru meiðsli og þú missir leikmenn sem gerir það að verkum að þú ert neyddur til að prófa hluti. Svo hafa þeir bara nelgt þetta. Ég tók þá inn þegar ég tók við liðinu. Þetta er þrotlaus vinna hjá þeim. Það hafa lið kroppað í þá og viljað fá á láni en þeim hefur ekki dottið í hug að fara og viljað taka slaginn.” „Að vera þjálfari eru bullandi áhyggjur út í eitt. Á morgun þarf ég að fara að finna leikmenn fyrir næsta tímabil og þannig þvæla. Stundum bera tilfinningar manni ofurliði. Stundum er ég ekkert eðlilega reiður þó við höfum unnið leikinn. Það er eitthvað sem ég vill ekki missa. Þetta er drifið í mér og mér finnst ég hafa stjórn á reiðinni,” sagði Snorri að lokum.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 20:00