Króatía tekur upp evruna á næsta ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 17:47 Króatía stefnir að því að taka upp evruna í byrjun næsta árs. GETTY/ Philipp von Ditfurth Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að Króatía uppfylli öll skilyrði til þess að taka upp evruna, strax á næsta ári. Minna en áratugur er liðinn síðan Króatía gekk í Evrópusambandið. Króatía mun taka upp evruna strax í byrjun næsta árs. Þetta tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Með gjaldmiðilsbreytingunni verður Króatía tuttugasta landið til þess að nota evruna. „Í dag tók Króatía stórt skref í átt þess að taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil okkar,“ skrifar Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB á twitter. Hún sagði þá í yfirlýsingu að með því að taka upp gjaldmiðilinn muni efnahagur Króatíu styrkjast. Með breytingunni mun Króatía leggja gjaldmiðil sinn, kúnuna, á hilluna tæpum áratug eftir að ganga til liðs við ESB. Congratulations, Croatia! 🇭🇷Today, Croatia has made a significant step towards joining the euro, our common currency.The @EU_Commission agrees that Croatia is ready to adopt the euro on 1 January 2023.We will continue our close cooperation, dear @AndrejPlenkovic.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) June 1, 2022 Þó svo að aðildarríki ESB séu hvött til þess að taka upp evruna er það ekki sjálfgefið og þau fá ekki rétt til þess að taka hana upp einungis með því að ganga í sambandið. Fyrst þurfa þau að uppfylla bæði lagaleg- og efnahagsleg skilyrði. Þar á meðal er lítill halli í ríkissjóði og lítil verðbólga. Evrópuþingið og öll 27 aðildarríki ESB þurfa að samþykkja tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að leyfa Króatíu að taka upp evruna. Endanleg niðurstaða í málinu gæti legið fyrir strax í júlí. Króatía stefnir að því að skipta kúnunni út fyrir evruna 1. janúar næstkomandi. Búlgaría stefnir sömuleiðis að því að taka upp evruna og er markmiðið sett á að taka hana upp í janúar 2024. Aðildarríki ESB hafa hins vegar lýst áhyggjum af langtímastöðugleika efnahagsins í Búlgaríu. Evrópusambandið Króatía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Króatía mun taka upp evruna strax í byrjun næsta árs. Þetta tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Með gjaldmiðilsbreytingunni verður Króatía tuttugasta landið til þess að nota evruna. „Í dag tók Króatía stórt skref í átt þess að taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil okkar,“ skrifar Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB á twitter. Hún sagði þá í yfirlýsingu að með því að taka upp gjaldmiðilinn muni efnahagur Króatíu styrkjast. Með breytingunni mun Króatía leggja gjaldmiðil sinn, kúnuna, á hilluna tæpum áratug eftir að ganga til liðs við ESB. Congratulations, Croatia! 🇭🇷Today, Croatia has made a significant step towards joining the euro, our common currency.The @EU_Commission agrees that Croatia is ready to adopt the euro on 1 January 2023.We will continue our close cooperation, dear @AndrejPlenkovic.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) June 1, 2022 Þó svo að aðildarríki ESB séu hvött til þess að taka upp evruna er það ekki sjálfgefið og þau fá ekki rétt til þess að taka hana upp einungis með því að ganga í sambandið. Fyrst þurfa þau að uppfylla bæði lagaleg- og efnahagsleg skilyrði. Þar á meðal er lítill halli í ríkissjóði og lítil verðbólga. Evrópuþingið og öll 27 aðildarríki ESB þurfa að samþykkja tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að leyfa Króatíu að taka upp evruna. Endanleg niðurstaða í málinu gæti legið fyrir strax í júlí. Króatía stefnir að því að skipta kúnunni út fyrir evruna 1. janúar næstkomandi. Búlgaría stefnir sömuleiðis að því að taka upp evruna og er markmiðið sett á að taka hana upp í janúar 2024. Aðildarríki ESB hafa hins vegar lýst áhyggjum af langtímastöðugleika efnahagsins í Búlgaríu.
Evrópusambandið Króatía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira