Danir losa sig við undanþáguna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 18:27 Danir héldu þjóðaratkvæðagreiðslu í dag sem virðist ætla að skila afgerandi niðurstöðu. AP/Emil Helms Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022 Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022
Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira