Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. júní 2022 20:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, þarf ekki að yfirgefa Downing-stræti 10 á næstunni. AP/Alberto Pezzali Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01