Heimskra manna ráð Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 7. júní 2022 09:01 Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Kjaramál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar