Mál Margeirs sé ekki einsdæmi og hjólreiðafólki ítrekað ógnað Eiður Þór Árnason skrifar 7. júní 2022 16:15 Glódís Guðgeirsdóttir vill sjá vitundarvakningu. Vísir/Vilhelm Varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl kallar eftir aðgerðum til að tryggja öryggi hjólandi og gangandi í umferðinni. Hún segir ógnandi hegðun ökumanna og skaðlega samgöngumenningu hafa leitt til þess að fólk veigri sér við að hjóla. Mál Margeirs Steinars Ingólfssonar hefur vakið mikla athygli en hann lýsti því í samtali við Vísi hvernig ökumaður ók aftan á hjólið hans á Laugavegi með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjólið kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjólið og flúði af vettvangi. „Þetta er bara viðbjóður og algjör skelfing og ég vona að Margeir jafni sig á þessu andlega. Þetta er náttúrulega ekkert annað en rosalegt ofbeldi,“ segir Glódís Guðgeirsdóttir, varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Það eru til fjöldamörg svipuð dæmi.“ Margeir Steinar Ingólfsson slasaðist ekki þegar keyrt var aftan á hann á laugardag.Vísir/Vilhelm Sjálf ferðast Glódís mikið um á reiðhjóli og segir atvikið veita vissa innsýn inn í þá andúð sem hjólreiðafólk mæti reglulega. Hún segir þörf á aðgerðum og vill til að mynda að lögreglan verði mun sýnilegri á göngugötum eða þar sem mikið er hjólað. Tryggja þurfi að fólki líði vel og sé öruggt í umferðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjallað er um atvik þar sem öryggi vegfarenda var stefnt í hættu á á Laugavegi. Glódís greindi sjálf frá því árið 2020 að hún hafi forðað sér og þá tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötuna. Telji hjólandi hafa engan rétt „Það er ákveðin menning við lýði þar sem bílarnir ráða og hjólandi hafa engan rétt, sem er náttúrlega kolrangt,“ segir Glódís. Margir upplifi óöryggi þegar hjólað er innan um bíla og það þurfi oft ekki nema eina slæma reynslu til þess að ýta undir vanlíðan. „Það er oft þessi ógnun. Að keyra of nálægt og taka fram úr þannig að bílinn nánast snerti hjólið, líka að þenja vélina, allt er þetta mjög ógnandi því þegar þú ert á hjóli þá ertu ekkert varinn, annað en að vera með stálgrind utan um sig,“ segir Glódís. Hún óttast að þessi skaðlega menning fæli fólk frá því að taka upp hjólreiðar á sama tíma og aukin áhersla er lögð á að draga úr notkun einkabílsins. Mögulega sé þetta spurning um skilningsleysi ökumanna sem átti sig ekki á þeirri hættu sem geti skapast fyrir fólk sem er ekki á bíl. „Ef fólk langar til að hjóla í vinnuna en þarf að fara yfir einhver hættuleg gatnamót eða hjóla einhvers staðar upp á götunni þá veigrar það sér við það út af öryggismálum,“ bætir Glódís. Hvetur ökumenn til þess að prófa að fara í hjólatúr Glódís segir að Ísland sé eftirbátur margra annarra Evrópuríkja þegar kemur að samgöngumenningu og það þurfi að setja enn meiri kraft í lagningu hjólreiðastíga. Aðspurð um hvað ökumenn sem vilji lifa í sátt og samlyndi með hjólreiðafólki eigi að hafa í huga segir Glódís mikilvægt að sýna skilning, líta vel í kringum sig og hægja á sér þegar við á. Þetta eigi ekki síst við í íbúðahverfum þar sem mörg börn séu að stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Jafnframt hvetur hún ökumenn til að sleppa því að aka á miklum hraða yfir gangbraut við biðskyldu til að draga úr hættunni á því að þeir keyri í veg fyrir hjólandi og gangandi. Glódís mælir jafnvel með því að ökumenn prófi að fara í einn hjólatúr til þess að átta sig á því hvað hjólreiðafólk er berskjaldað í umferðinni. Hún vonar að saga Margeirs verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. „Við þurfum öll að hjóla meira því hjól eru æðisleg. En gerum betur.“ Reykjavík Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Mál Margeirs Steinars Ingólfssonar hefur vakið mikla athygli en hann lýsti því í samtali við Vísi hvernig ökumaður ók aftan á hjólið hans á Laugavegi með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjólið kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjólið og flúði af vettvangi. „Þetta er bara viðbjóður og algjör skelfing og ég vona að Margeir jafni sig á þessu andlega. Þetta er náttúrulega ekkert annað en rosalegt ofbeldi,“ segir Glódís Guðgeirsdóttir, varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Það eru til fjöldamörg svipuð dæmi.“ Margeir Steinar Ingólfsson slasaðist ekki þegar keyrt var aftan á hann á laugardag.Vísir/Vilhelm Sjálf ferðast Glódís mikið um á reiðhjóli og segir atvikið veita vissa innsýn inn í þá andúð sem hjólreiðafólk mæti reglulega. Hún segir þörf á aðgerðum og vill til að mynda að lögreglan verði mun sýnilegri á göngugötum eða þar sem mikið er hjólað. Tryggja þurfi að fólki líði vel og sé öruggt í umferðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjallað er um atvik þar sem öryggi vegfarenda var stefnt í hættu á á Laugavegi. Glódís greindi sjálf frá því árið 2020 að hún hafi forðað sér og þá tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötuna. Telji hjólandi hafa engan rétt „Það er ákveðin menning við lýði þar sem bílarnir ráða og hjólandi hafa engan rétt, sem er náttúrlega kolrangt,“ segir Glódís. Margir upplifi óöryggi þegar hjólað er innan um bíla og það þurfi oft ekki nema eina slæma reynslu til þess að ýta undir vanlíðan. „Það er oft þessi ógnun. Að keyra of nálægt og taka fram úr þannig að bílinn nánast snerti hjólið, líka að þenja vélina, allt er þetta mjög ógnandi því þegar þú ert á hjóli þá ertu ekkert varinn, annað en að vera með stálgrind utan um sig,“ segir Glódís. Hún óttast að þessi skaðlega menning fæli fólk frá því að taka upp hjólreiðar á sama tíma og aukin áhersla er lögð á að draga úr notkun einkabílsins. Mögulega sé þetta spurning um skilningsleysi ökumanna sem átti sig ekki á þeirri hættu sem geti skapast fyrir fólk sem er ekki á bíl. „Ef fólk langar til að hjóla í vinnuna en þarf að fara yfir einhver hættuleg gatnamót eða hjóla einhvers staðar upp á götunni þá veigrar það sér við það út af öryggismálum,“ bætir Glódís. Hvetur ökumenn til þess að prófa að fara í hjólatúr Glódís segir að Ísland sé eftirbátur margra annarra Evrópuríkja þegar kemur að samgöngumenningu og það þurfi að setja enn meiri kraft í lagningu hjólreiðastíga. Aðspurð um hvað ökumenn sem vilji lifa í sátt og samlyndi með hjólreiðafólki eigi að hafa í huga segir Glódís mikilvægt að sýna skilning, líta vel í kringum sig og hægja á sér þegar við á. Þetta eigi ekki síst við í íbúðahverfum þar sem mörg börn séu að stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Jafnframt hvetur hún ökumenn til að sleppa því að aka á miklum hraða yfir gangbraut við biðskyldu til að draga úr hættunni á því að þeir keyri í veg fyrir hjólandi og gangandi. Glódís mælir jafnvel með því að ökumenn prófi að fara í einn hjólatúr til þess að átta sig á því hvað hjólreiðafólk er berskjaldað í umferðinni. Hún vonar að saga Margeirs verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. „Við þurfum öll að hjóla meira því hjól eru æðisleg. En gerum betur.“
Reykjavík Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01