Ríkisstjórnin hræðist að skoða stöðu okkar í breyttum heimi Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 20:33 Hanna Kat´rin Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvernig einkunnaspjald ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur lítur út að fyrsta ári eftir endurnýjað samstarf hennar loknu. „Eru allir ráðherrar stoltir á bekkjarmyndinni?“ spyr hann. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lauk rétt í þessu ræðu sinni á eldhúsdag Alþingis. Hún taldi upp nokkur mál sem hún telur að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefði mátt halda betur utan um á fyrsta ári kjörtímabilsins. Alþjóðamálin, bankasalan og heilbrigðiskerfið Hanna Katrín segir áskoranir vetrarins hafa verið af ýmsu tagi, sumar gamlar og sumar nýjar. Sú fyrsta sem hún nefndi var innrás Rússa í Úkraínu. Hún segir Íslendinga vera mikla eftirbáta nágrannaþjóða okkar þegar kemur að því að endurskoða stöðu okkar í breyttum heimi í kjölfar innrásarinnar. Næst sagði hún að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi unnið gegn markmiðum Seðlabankans með þensluhvetjandi fjármálastefnu sinni. „Hún neyðir Seðlabankann til að hækka stýrivexti meira en ella til að ná tökum á verðbólgunni. Þannig hækkar vaxtakostnaður heimilanna vegna þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna gegn markmiðum Seðlabankans,“ sagði Hanna Katrín. Þá velti hún því fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætli sér að bregðast við því að fyrirætlanir hennar um frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka séu fyrir bí. Hanna Katrín sagði að heimsfaraldur Covid-19 hafi sýnt fram á ýmsa veikleika í heilbrigðiskerfinu. „Hann leiddi til þess að gamlir draugar sem hafa herjað á heilbrigðiskerfið allt of lengi voru látnir óáreittir í myrkrinu. Draugar eins og örmögnun starfsfólks, þrautaganga sjúklinga og biðlistar sem lengjast með hverjum deginum. Það er orðið löngu tímabært að baða draugana ljósi til að hrekja þá á brott einn af öðrum. Ríkisstjórnin verður hins vegar því miður seint kölluð draugabani, slíkt er úrræðaleysið hennar frammi fyrir þessu mikilvæga verkefni,“ sagði hún. Hér að neðan má lesa ræðu Hönnu Katrínar Friðriksson í eldhúsdagsumræðum Alþingis árið 2022: Herra forseti, kæru landsmenn. Orðið eldhúsdagsumræður vísar samkvæmt hefð til þess að ríkisstjórnin lagar til í eldhúsinu eftir uppskeru þingvetrar. Mér varð hugsað til þess í morgun þegar samfélagsmiðlarnir mínir fylltust af brosandi grunnskólabörnum sem stóðu stolt með útskriftarskírteinið sitt vitandi að næstu ævintýri eru handan við hornið. En hvernig lítur einkunnaspjald ríkisstjórnarinnar út eftir fyrsta ár endurnýjaðs samstarfs ? Myndi hún stilla sér stolt upp með einkunnaspjaldið sitt fyrir myndatöku? Áskoranir þessa vetrar hafa verið margskonar. Sumar hafa fylgt okkur lengi, aðrar komu nýjar inn og svo kvöddum við einhverjar. Þetta er veturinn sem Pútín réðst inn í Úkraínu með skelfilegum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. Nágranna- og frændþjóðir okkar, Svíþjóð, Finnland og Danmörk hafa í kjölfarið áttað sig á mikilvægi þess að endurskoða utanríkisstefnu sína og efla samstarf við önnur lönd. Svo virðist hins vegar sem ríkisstjórn Íslands hræðist að skoða stöðu okkar í breyttum heimi og ætli því ekki að endurmeta öryggis- og varnarhagsmuni okkar þrátt fyrir nýjan veruleika. Það er mjög miður. Ein stærsta áskorun þessarar ríkisstjórnar, mikilvægasta prófið, er að snúa við hallarekstri ríkissjóðs. Þar er þörf á aðhaldi sem engin merki sjást um. Þvert á móti er gert ráð fyrir að nafnvirði heildarútgjalda ríkissjóðs hækki um 200 milljarða á næstu 5 árum. Og þensluhvetjandi fjármálastefna vinnur gegn peningastefnunni. Hún neyðir Seðlabankann til að hækka stýrivexti meira en ella til að ná tökum á verðbólgunni. Þannig hækkar vaxtakostnaður heimilanna vegna þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna gegn markmiðum Seðlabankans. Hver króna sem ríkisstjórnin ver í vaxtakostnað, vegna viðvarandi skuldasöfnunar, hefði annars farið í fjárfestingar og uppbyggingu sem myndi auka framleiðni og skapa hagvöxt. Þessi staða er tilkomin vegna þess að rekstur ríkissjóðs var þegar í járnum, fyrir heimsfaraldurinn. Það er vont að sjá ríkisstjórnina ekki boða neinar lausnir. Forseti, Enn eitt próf ríkisstjórnarinnar í vetur var salan á hlut í Íslandsbanka. Ef það er eitthvað sem situr óuppgert í íslenskri þjóðarsál þá er það sala bankanna á árunum fyrir hrun. Það var því öllum ljóst að aðferðafræðin við bankasöluna núna yrði að vera hafin yfir allan vafa ef sátt ætti að nást um málið. Í ljósi þess hvernig til tókst er eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórninni hafi einfaldlega verið slétt sama um þá sátt. Hvort heldur er, varð söluferlið að enn einu deilumálinu í meðförum ríkisstjórnarinnar. Ekki vegna markmiða sölunnar heldur útkomunnar. Í kjölfar þessa er sala á þeim hluta bankans sem eftir stendur í eigu ríkisins fyrir bí að sögn ráðherra ríkisstjórnarinnar og þar með sú 100 milljarða fjárfesting í innviðum og niðurgreiðslu skulda sem fyrirhuguð var til viðbótar. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að mæta þessari breyttu stöðu? Með því að draga úr nauðsynlegri innviðauppbyggingu? Með frekari skuldasöfnun? Með skattahækkunum? Við komumst ekki að því fyrr en uppfærð fjármálaáætlun liggur fyrir. Við vitum öll að Covid setti gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið en faraldurinn afhjúpaði líka ýmsa veikleika í kerfinu okkar. Hann leiddi til þess að gamlir draugar sem hafa herjað á heilbrigðiskerfið allt of lengi voru látnir óáreittir í myrkrinu. Draugar eins og örmögnun starfsfólks, þrautaganga sjúklinga og biðlistar sem lengjast með hverjum deginum. Það er orðið löngu tímabært að baða draugana ljósi til að hrekja þá á brott einn af öðrum. Ríkisstjórnin verður hins vegar því miður seint kölluð draugabani, slíkt er úrræðaleysið hennar frammi fyrir þessu mikilvæga verkefni. Þetta var líka veturinn sem almenningur fékk áhuga á fiskveiðistjórnunarkerfinu og afleiðingum þess, jákvæðum jafnt sem neikvæðum. Þökk sé Verbúðinni. Ég óttast þó að það sé fullreynt að raunverulegar breytingar í réttlætisátt varðandi hlutdeild þjóðarinnar í sjávarauðlindinni verði í valdatíð þessara þriggja ríkisstjórnarflokka. Fullreynt að mikilvægt auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá sem staðfestir eignarhald þjóðarinnar með tímabindingu veiðiheimilda. Fullreynt að þjóðinni séu greiddar sanngjarnar og eðlilegar fjárhæðir fyrir afnot af auðlindinni. En það er komin ný nefnd. Enn ein. Ég talaði áðan um áhugaleysi ríkisstjórnarinnar í alþjóðamálum. Það er ósanngjarnt. Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn áhuga á því að herða útlendingagjöf okkar gagnvart fólki á flótta - svo mikinn að helsti þungi ríkisstjórnarinnar hefur síðustu daga farið í að koma þessu máli í gegn. Herra forseti Sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um frelsi einstaklingsins. Meðal ríkisstjórnarmeirihlutans er hins vegar töluverð andstaða gegn því að stíga skref í átt að auknu frelsi. Þess vegna ná málin ekki fram að ganga í þingsal, bara á samfélagsmiðlum þessara sömu ráðherra. Pínulitla frelsismálið um sölu áfengis á framleiðslustað var til dæmis of stórt fyrir ríkisstjórnarflokkana. Og hvar er boðað frumvarp hæstvirts heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta? Hvernig mun hæstvirtum innviðaráðherra ganga að koma leigubílafrumvarpi í gegn í sinni fjórðu tilraun? Hér á við hið fornkveðna; betra er minna tal, minna Instagram, meiri aðgerðir. Ég hef stiklað hér á stóru um nokkrar helstu áskoranir sem ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir á þessum þingvetri og hvernig henni hefur tekist til við að mæta þeim. Hvaða einkunn ætli ríkisstjórnin gæfi sjálfri sér? Er hún ánægð með veturinn og verk sín? Eru allir ráðherrar stoltir á bekkjarmyndinni? Herra forseti, góðir áhorfendur, Nú eru árlegar útskriftir brátt að baki. Fram undan er íslenskt sumar í allri sinni dýrð. Ég óska okkur öllum gleðilegs sumars. Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lauk rétt í þessu ræðu sinni á eldhúsdag Alþingis. Hún taldi upp nokkur mál sem hún telur að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefði mátt halda betur utan um á fyrsta ári kjörtímabilsins. Alþjóðamálin, bankasalan og heilbrigðiskerfið Hanna Katrín segir áskoranir vetrarins hafa verið af ýmsu tagi, sumar gamlar og sumar nýjar. Sú fyrsta sem hún nefndi var innrás Rússa í Úkraínu. Hún segir Íslendinga vera mikla eftirbáta nágrannaþjóða okkar þegar kemur að því að endurskoða stöðu okkar í breyttum heimi í kjölfar innrásarinnar. Næst sagði hún að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi unnið gegn markmiðum Seðlabankans með þensluhvetjandi fjármálastefnu sinni. „Hún neyðir Seðlabankann til að hækka stýrivexti meira en ella til að ná tökum á verðbólgunni. Þannig hækkar vaxtakostnaður heimilanna vegna þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna gegn markmiðum Seðlabankans,“ sagði Hanna Katrín. Þá velti hún því fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætli sér að bregðast við því að fyrirætlanir hennar um frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka séu fyrir bí. Hanna Katrín sagði að heimsfaraldur Covid-19 hafi sýnt fram á ýmsa veikleika í heilbrigðiskerfinu. „Hann leiddi til þess að gamlir draugar sem hafa herjað á heilbrigðiskerfið allt of lengi voru látnir óáreittir í myrkrinu. Draugar eins og örmögnun starfsfólks, þrautaganga sjúklinga og biðlistar sem lengjast með hverjum deginum. Það er orðið löngu tímabært að baða draugana ljósi til að hrekja þá á brott einn af öðrum. Ríkisstjórnin verður hins vegar því miður seint kölluð draugabani, slíkt er úrræðaleysið hennar frammi fyrir þessu mikilvæga verkefni,“ sagði hún. Hér að neðan má lesa ræðu Hönnu Katrínar Friðriksson í eldhúsdagsumræðum Alþingis árið 2022: Herra forseti, kæru landsmenn. Orðið eldhúsdagsumræður vísar samkvæmt hefð til þess að ríkisstjórnin lagar til í eldhúsinu eftir uppskeru þingvetrar. Mér varð hugsað til þess í morgun þegar samfélagsmiðlarnir mínir fylltust af brosandi grunnskólabörnum sem stóðu stolt með útskriftarskírteinið sitt vitandi að næstu ævintýri eru handan við hornið. En hvernig lítur einkunnaspjald ríkisstjórnarinnar út eftir fyrsta ár endurnýjaðs samstarfs ? Myndi hún stilla sér stolt upp með einkunnaspjaldið sitt fyrir myndatöku? Áskoranir þessa vetrar hafa verið margskonar. Sumar hafa fylgt okkur lengi, aðrar komu nýjar inn og svo kvöddum við einhverjar. Þetta er veturinn sem Pútín réðst inn í Úkraínu með skelfilegum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. Nágranna- og frændþjóðir okkar, Svíþjóð, Finnland og Danmörk hafa í kjölfarið áttað sig á mikilvægi þess að endurskoða utanríkisstefnu sína og efla samstarf við önnur lönd. Svo virðist hins vegar sem ríkisstjórn Íslands hræðist að skoða stöðu okkar í breyttum heimi og ætli því ekki að endurmeta öryggis- og varnarhagsmuni okkar þrátt fyrir nýjan veruleika. Það er mjög miður. Ein stærsta áskorun þessarar ríkisstjórnar, mikilvægasta prófið, er að snúa við hallarekstri ríkissjóðs. Þar er þörf á aðhaldi sem engin merki sjást um. Þvert á móti er gert ráð fyrir að nafnvirði heildarútgjalda ríkissjóðs hækki um 200 milljarða á næstu 5 árum. Og þensluhvetjandi fjármálastefna vinnur gegn peningastefnunni. Hún neyðir Seðlabankann til að hækka stýrivexti meira en ella til að ná tökum á verðbólgunni. Þannig hækkar vaxtakostnaður heimilanna vegna þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna gegn markmiðum Seðlabankans. Hver króna sem ríkisstjórnin ver í vaxtakostnað, vegna viðvarandi skuldasöfnunar, hefði annars farið í fjárfestingar og uppbyggingu sem myndi auka framleiðni og skapa hagvöxt. Þessi staða er tilkomin vegna þess að rekstur ríkissjóðs var þegar í járnum, fyrir heimsfaraldurinn. Það er vont að sjá ríkisstjórnina ekki boða neinar lausnir. Forseti, Enn eitt próf ríkisstjórnarinnar í vetur var salan á hlut í Íslandsbanka. Ef það er eitthvað sem situr óuppgert í íslenskri þjóðarsál þá er það sala bankanna á árunum fyrir hrun. Það var því öllum ljóst að aðferðafræðin við bankasöluna núna yrði að vera hafin yfir allan vafa ef sátt ætti að nást um málið. Í ljósi þess hvernig til tókst er eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórninni hafi einfaldlega verið slétt sama um þá sátt. Hvort heldur er, varð söluferlið að enn einu deilumálinu í meðförum ríkisstjórnarinnar. Ekki vegna markmiða sölunnar heldur útkomunnar. Í kjölfar þessa er sala á þeim hluta bankans sem eftir stendur í eigu ríkisins fyrir bí að sögn ráðherra ríkisstjórnarinnar og þar með sú 100 milljarða fjárfesting í innviðum og niðurgreiðslu skulda sem fyrirhuguð var til viðbótar. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að mæta þessari breyttu stöðu? Með því að draga úr nauðsynlegri innviðauppbyggingu? Með frekari skuldasöfnun? Með skattahækkunum? Við komumst ekki að því fyrr en uppfærð fjármálaáætlun liggur fyrir. Við vitum öll að Covid setti gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið en faraldurinn afhjúpaði líka ýmsa veikleika í kerfinu okkar. Hann leiddi til þess að gamlir draugar sem hafa herjað á heilbrigðiskerfið allt of lengi voru látnir óáreittir í myrkrinu. Draugar eins og örmögnun starfsfólks, þrautaganga sjúklinga og biðlistar sem lengjast með hverjum deginum. Það er orðið löngu tímabært að baða draugana ljósi til að hrekja þá á brott einn af öðrum. Ríkisstjórnin verður hins vegar því miður seint kölluð draugabani, slíkt er úrræðaleysið hennar frammi fyrir þessu mikilvæga verkefni. Þetta var líka veturinn sem almenningur fékk áhuga á fiskveiðistjórnunarkerfinu og afleiðingum þess, jákvæðum jafnt sem neikvæðum. Þökk sé Verbúðinni. Ég óttast þó að það sé fullreynt að raunverulegar breytingar í réttlætisátt varðandi hlutdeild þjóðarinnar í sjávarauðlindinni verði í valdatíð þessara þriggja ríkisstjórnarflokka. Fullreynt að mikilvægt auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá sem staðfestir eignarhald þjóðarinnar með tímabindingu veiðiheimilda. Fullreynt að þjóðinni séu greiddar sanngjarnar og eðlilegar fjárhæðir fyrir afnot af auðlindinni. En það er komin ný nefnd. Enn ein. Ég talaði áðan um áhugaleysi ríkisstjórnarinnar í alþjóðamálum. Það er ósanngjarnt. Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn áhuga á því að herða útlendingagjöf okkar gagnvart fólki á flótta - svo mikinn að helsti þungi ríkisstjórnarinnar hefur síðustu daga farið í að koma þessu máli í gegn. Herra forseti Sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um frelsi einstaklingsins. Meðal ríkisstjórnarmeirihlutans er hins vegar töluverð andstaða gegn því að stíga skref í átt að auknu frelsi. Þess vegna ná málin ekki fram að ganga í þingsal, bara á samfélagsmiðlum þessara sömu ráðherra. Pínulitla frelsismálið um sölu áfengis á framleiðslustað var til dæmis of stórt fyrir ríkisstjórnarflokkana. Og hvar er boðað frumvarp hæstvirts heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta? Hvernig mun hæstvirtum innviðaráðherra ganga að koma leigubílafrumvarpi í gegn í sinni fjórðu tilraun? Hér á við hið fornkveðna; betra er minna tal, minna Instagram, meiri aðgerðir. Ég hef stiklað hér á stóru um nokkrar helstu áskoranir sem ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir á þessum þingvetri og hvernig henni hefur tekist til við að mæta þeim. Hvaða einkunn ætli ríkisstjórnin gæfi sjálfri sér? Er hún ánægð með veturinn og verk sín? Eru allir ráðherrar stoltir á bekkjarmyndinni? Herra forseti, góðir áhorfendur, Nú eru árlegar útskriftir brátt að baki. Fram undan er íslenskt sumar í allri sinni dýrð. Ég óska okkur öllum gleðilegs sumars.
Herra forseti, kæru landsmenn. Orðið eldhúsdagsumræður vísar samkvæmt hefð til þess að ríkisstjórnin lagar til í eldhúsinu eftir uppskeru þingvetrar. Mér varð hugsað til þess í morgun þegar samfélagsmiðlarnir mínir fylltust af brosandi grunnskólabörnum sem stóðu stolt með útskriftarskírteinið sitt vitandi að næstu ævintýri eru handan við hornið. En hvernig lítur einkunnaspjald ríkisstjórnarinnar út eftir fyrsta ár endurnýjaðs samstarfs ? Myndi hún stilla sér stolt upp með einkunnaspjaldið sitt fyrir myndatöku? Áskoranir þessa vetrar hafa verið margskonar. Sumar hafa fylgt okkur lengi, aðrar komu nýjar inn og svo kvöddum við einhverjar. Þetta er veturinn sem Pútín réðst inn í Úkraínu með skelfilegum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. Nágranna- og frændþjóðir okkar, Svíþjóð, Finnland og Danmörk hafa í kjölfarið áttað sig á mikilvægi þess að endurskoða utanríkisstefnu sína og efla samstarf við önnur lönd. Svo virðist hins vegar sem ríkisstjórn Íslands hræðist að skoða stöðu okkar í breyttum heimi og ætli því ekki að endurmeta öryggis- og varnarhagsmuni okkar þrátt fyrir nýjan veruleika. Það er mjög miður. Ein stærsta áskorun þessarar ríkisstjórnar, mikilvægasta prófið, er að snúa við hallarekstri ríkissjóðs. Þar er þörf á aðhaldi sem engin merki sjást um. Þvert á móti er gert ráð fyrir að nafnvirði heildarútgjalda ríkissjóðs hækki um 200 milljarða á næstu 5 árum. Og þensluhvetjandi fjármálastefna vinnur gegn peningastefnunni. Hún neyðir Seðlabankann til að hækka stýrivexti meira en ella til að ná tökum á verðbólgunni. Þannig hækkar vaxtakostnaður heimilanna vegna þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna gegn markmiðum Seðlabankans. Hver króna sem ríkisstjórnin ver í vaxtakostnað, vegna viðvarandi skuldasöfnunar, hefði annars farið í fjárfestingar og uppbyggingu sem myndi auka framleiðni og skapa hagvöxt. Þessi staða er tilkomin vegna þess að rekstur ríkissjóðs var þegar í járnum, fyrir heimsfaraldurinn. Það er vont að sjá ríkisstjórnina ekki boða neinar lausnir. Forseti, Enn eitt próf ríkisstjórnarinnar í vetur var salan á hlut í Íslandsbanka. Ef það er eitthvað sem situr óuppgert í íslenskri þjóðarsál þá er það sala bankanna á árunum fyrir hrun. Það var því öllum ljóst að aðferðafræðin við bankasöluna núna yrði að vera hafin yfir allan vafa ef sátt ætti að nást um málið. Í ljósi þess hvernig til tókst er eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórninni hafi einfaldlega verið slétt sama um þá sátt. Hvort heldur er, varð söluferlið að enn einu deilumálinu í meðförum ríkisstjórnarinnar. Ekki vegna markmiða sölunnar heldur útkomunnar. Í kjölfar þessa er sala á þeim hluta bankans sem eftir stendur í eigu ríkisins fyrir bí að sögn ráðherra ríkisstjórnarinnar og þar með sú 100 milljarða fjárfesting í innviðum og niðurgreiðslu skulda sem fyrirhuguð var til viðbótar. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að mæta þessari breyttu stöðu? Með því að draga úr nauðsynlegri innviðauppbyggingu? Með frekari skuldasöfnun? Með skattahækkunum? Við komumst ekki að því fyrr en uppfærð fjármálaáætlun liggur fyrir. Við vitum öll að Covid setti gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið en faraldurinn afhjúpaði líka ýmsa veikleika í kerfinu okkar. Hann leiddi til þess að gamlir draugar sem hafa herjað á heilbrigðiskerfið allt of lengi voru látnir óáreittir í myrkrinu. Draugar eins og örmögnun starfsfólks, þrautaganga sjúklinga og biðlistar sem lengjast með hverjum deginum. Það er orðið löngu tímabært að baða draugana ljósi til að hrekja þá á brott einn af öðrum. Ríkisstjórnin verður hins vegar því miður seint kölluð draugabani, slíkt er úrræðaleysið hennar frammi fyrir þessu mikilvæga verkefni. Þetta var líka veturinn sem almenningur fékk áhuga á fiskveiðistjórnunarkerfinu og afleiðingum þess, jákvæðum jafnt sem neikvæðum. Þökk sé Verbúðinni. Ég óttast þó að það sé fullreynt að raunverulegar breytingar í réttlætisátt varðandi hlutdeild þjóðarinnar í sjávarauðlindinni verði í valdatíð þessara þriggja ríkisstjórnarflokka. Fullreynt að mikilvægt auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá sem staðfestir eignarhald þjóðarinnar með tímabindingu veiðiheimilda. Fullreynt að þjóðinni séu greiddar sanngjarnar og eðlilegar fjárhæðir fyrir afnot af auðlindinni. En það er komin ný nefnd. Enn ein. Ég talaði áðan um áhugaleysi ríkisstjórnarinnar í alþjóðamálum. Það er ósanngjarnt. Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn áhuga á því að herða útlendingagjöf okkar gagnvart fólki á flótta - svo mikinn að helsti þungi ríkisstjórnarinnar hefur síðustu daga farið í að koma þessu máli í gegn. Herra forseti Sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um frelsi einstaklingsins. Meðal ríkisstjórnarmeirihlutans er hins vegar töluverð andstaða gegn því að stíga skref í átt að auknu frelsi. Þess vegna ná málin ekki fram að ganga í þingsal, bara á samfélagsmiðlum þessara sömu ráðherra. Pínulitla frelsismálið um sölu áfengis á framleiðslustað var til dæmis of stórt fyrir ríkisstjórnarflokkana. Og hvar er boðað frumvarp hæstvirts heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta? Hvernig mun hæstvirtum innviðaráðherra ganga að koma leigubílafrumvarpi í gegn í sinni fjórðu tilraun? Hér á við hið fornkveðna; betra er minna tal, minna Instagram, meiri aðgerðir. Ég hef stiklað hér á stóru um nokkrar helstu áskoranir sem ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir á þessum þingvetri og hvernig henni hefur tekist til við að mæta þeim. Hvaða einkunn ætli ríkisstjórnin gæfi sjálfri sér? Er hún ánægð með veturinn og verk sín? Eru allir ráðherrar stoltir á bekkjarmyndinni? Herra forseti, góðir áhorfendur, Nú eru árlegar útskriftir brátt að baki. Fram undan er íslenskt sumar í allri sinni dýrð. Ég óska okkur öllum gleðilegs sumars.
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira