Þegar konur taka pláss á skjánum... Eva Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 13:00 Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum. Í þeirri merkilega litlu umfjöllun sem sería af þessari stærð hefur fengið hefur oftast verið talað um „kvenna verk” eða „kvenna teymi” – sem er svo sem alveg rétt, en óþarfi að taka það alltaf fram. Eða hvað? Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þessari umfjöllun og sjá hversu mikla áherslu kvennavinkillinn hefur fengið. Við erum mjög stoltar af því að hafa teflt fram þessari sögu um lækni sem flytur aftur í gamla þorpið sitt með unglingsdóttur sína og þarf að flytja inn í foreldrahús eftir framhjáhald eiginmanns síns. Hún tekur við stöðu heimilislæknis í þorpinu og á heilsugæslunni vinna tvær aðrar konur sem eru stór hlutverk í sögunni. Við kynnum til leiks fjöldan allan af karakterum úr þessu þorpi, en mæður og dætur eru aðal söguþráður seríunnar og því ætti ekki að koma á óvart að konur eru í flestum aðal hlutverkunum. En þetta virðist hafa slegið suma áhorfendur útaf laginu. Ég hef fengið ótal margar athugasemdir bæði á netinu og frá fólki í kringum mig um þetta. Konur eru flestar mjög ánægðar og vilja bara ræða söguþráðinn, en karlar hafa oft byrjað á því að undra sig á því hvað það virðast búa margar konur í þessu skáldaða þorpi sem við höfum nefnt Hólmafjörð. Faðir minn vildi jafnvel hvetja mig til þess að skrifa inn karlmann á heilsugæsluna því karlmenn geta víst líka unnið á heilsugæslum. Það er svo sem alveg rétt, en það er bara ekki það sem að sagan er um, og er það ekki réttur höfunda að skrifa inn þá karaktera og söguþræði sem þeim finnst mest áhugaverðir? Áhorfendur hafa í gegnum árin fengið að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsefni sem skartað hefur mikið af karl hetjum og körlum í aðal hlutverkum. Oftast eru konur bara í aukahlutverki og með þann eina tilgang að styðja við sögu karlanna. Þegar kona er í aðalhlutverki er oft karlmaður í jafn stóru hlutverki, en ég nefni hér Ófærð, Brot og Verbúðina. Gæti það mögulega verið útskýrt með því að konur hafa ekki fengið sömu tækifærin til að skrifa eða leikstýra svona stórum verkum? Auðvitað mega konur skrifa um karla og karlar skrifa um konur – en það ætti ekki að koma neinum á óvart að sjónvarpsería skrifuð af konum sé um konur. Það er bara ekkert að því og í raun þörf á því. Og það er svo efni í annan pistil, en það einnig meiri þörf á sýnileika og tækifærum fyrir POC (people of colour), hinsegin fólki og einstaklingum með fötlun. Við konurnar höfum þurft að læra að tengja við karlmenn á skjánum og finna leiðir til þess að endurspegla okkur í sögum þeirra. Þar hafa karlmenn ekki þurft að leggja mikið á sig þar sem að þeir sjá sjálfa sig í flestum seríum og kvikmyndum síðastliðnu ára. Eitt og eitt verk kemur út um konur, en það er undantekning frekar en reglan. Og það er því tilgáta mín að karlmenn eru hreinglega bara ekki í æfingu í því að leggja meira á sig og finna tengingu eða speglun í karakterum sem líta ekki út eins og þeir sjálfir. En margt sem að persónur Vitjana ganga í gegnum eru lífsreynslur sem að bæði kynin þekkja og ættu að tengja við. Ég bæti því svo við að það hefur verið áberandi lítil umfjöllun um þessa þætti sem sýndir voru á sama tíma á RÚV og hinar íslensku leiknu seríurnar sem við höfum horft á síðustu misseri. Mér hefur verið bent á þetta frá ótal mörgu fólki og jafnvel hefur þetta verið rætt af áhorfendum á Twitter og á Facebook. Fjölmiðlar hafa birt mjög fá viðtöl og leikkonurnar okkar flestar ekki farið í nein blaðaviðtöl. Má þar sérstaklega benda á að aðal leikkonan, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, hefur ekki fengið eitt viðtal í fréttablaði, fréttasíðum á netinu eða í tölublað. Þetta finnst mér mjög undarlegt, enda um þekkta og reynda leikkonu að ræða. Kannski er það bara af því að við konurnar látum verkin tala og erum aðeins hógvægari með þetta allt saman – en fjölmiðlar mættu nú líka vinna vinnu sína af meiri áhuga og ekki bara bíða eftir tilbúnum fréttatilkynningum og pistlum eins og oft er gert. Það eru einnig margar þemur í þáttunum sem fólk hefur vilja ræða á netinu eins og heimilisofbeldi og geðheilsa, en þetta hefur ekki krossað yfir í viðurkennda fjölmiðla. Ég dett oft í grifjuna að fara að þakka fyrir það að hafa fengið að leikstýra þessum þáttum og að fá að sýna þá á RÚV, eins og að ég sé ekki lærð og reynd kvikmyndagerðakona sem á þetta pláss skilið eins og við allar sem komu að gerð Vitjana. Við höfum lagt mikla vinnu í verkið og það sem við þökkum fyrir er samstarfið og áhorfið sem við höfum hlotið. Það ætti ekki að koma fólki svona á óvart að þetta „kvenna verk” sé faglega unnið. Það er áberandi hvað áhorfendur sem horft hafa á þáttinn eru ánægðir og ég hvet alla sem eftir eiga að horfa að taka hámhorf á Sarpinum hjá RÚV. Munið bara að endurstilla gleraugun og hugann þannig að þið náið að tengja bæði við sögur karlanna og kvennanna – það er ekkert mál þegar þið komist í æfingu við það! Höfundur er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Jafnréttismál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum. Í þeirri merkilega litlu umfjöllun sem sería af þessari stærð hefur fengið hefur oftast verið talað um „kvenna verk” eða „kvenna teymi” – sem er svo sem alveg rétt, en óþarfi að taka það alltaf fram. Eða hvað? Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þessari umfjöllun og sjá hversu mikla áherslu kvennavinkillinn hefur fengið. Við erum mjög stoltar af því að hafa teflt fram þessari sögu um lækni sem flytur aftur í gamla þorpið sitt með unglingsdóttur sína og þarf að flytja inn í foreldrahús eftir framhjáhald eiginmanns síns. Hún tekur við stöðu heimilislæknis í þorpinu og á heilsugæslunni vinna tvær aðrar konur sem eru stór hlutverk í sögunni. Við kynnum til leiks fjöldan allan af karakterum úr þessu þorpi, en mæður og dætur eru aðal söguþráður seríunnar og því ætti ekki að koma á óvart að konur eru í flestum aðal hlutverkunum. En þetta virðist hafa slegið suma áhorfendur útaf laginu. Ég hef fengið ótal margar athugasemdir bæði á netinu og frá fólki í kringum mig um þetta. Konur eru flestar mjög ánægðar og vilja bara ræða söguþráðinn, en karlar hafa oft byrjað á því að undra sig á því hvað það virðast búa margar konur í þessu skáldaða þorpi sem við höfum nefnt Hólmafjörð. Faðir minn vildi jafnvel hvetja mig til þess að skrifa inn karlmann á heilsugæsluna því karlmenn geta víst líka unnið á heilsugæslum. Það er svo sem alveg rétt, en það er bara ekki það sem að sagan er um, og er það ekki réttur höfunda að skrifa inn þá karaktera og söguþræði sem þeim finnst mest áhugaverðir? Áhorfendur hafa í gegnum árin fengið að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsefni sem skartað hefur mikið af karl hetjum og körlum í aðal hlutverkum. Oftast eru konur bara í aukahlutverki og með þann eina tilgang að styðja við sögu karlanna. Þegar kona er í aðalhlutverki er oft karlmaður í jafn stóru hlutverki, en ég nefni hér Ófærð, Brot og Verbúðina. Gæti það mögulega verið útskýrt með því að konur hafa ekki fengið sömu tækifærin til að skrifa eða leikstýra svona stórum verkum? Auðvitað mega konur skrifa um karla og karlar skrifa um konur – en það ætti ekki að koma neinum á óvart að sjónvarpsería skrifuð af konum sé um konur. Það er bara ekkert að því og í raun þörf á því. Og það er svo efni í annan pistil, en það einnig meiri þörf á sýnileika og tækifærum fyrir POC (people of colour), hinsegin fólki og einstaklingum með fötlun. Við konurnar höfum þurft að læra að tengja við karlmenn á skjánum og finna leiðir til þess að endurspegla okkur í sögum þeirra. Þar hafa karlmenn ekki þurft að leggja mikið á sig þar sem að þeir sjá sjálfa sig í flestum seríum og kvikmyndum síðastliðnu ára. Eitt og eitt verk kemur út um konur, en það er undantekning frekar en reglan. Og það er því tilgáta mín að karlmenn eru hreinglega bara ekki í æfingu í því að leggja meira á sig og finna tengingu eða speglun í karakterum sem líta ekki út eins og þeir sjálfir. En margt sem að persónur Vitjana ganga í gegnum eru lífsreynslur sem að bæði kynin þekkja og ættu að tengja við. Ég bæti því svo við að það hefur verið áberandi lítil umfjöllun um þessa þætti sem sýndir voru á sama tíma á RÚV og hinar íslensku leiknu seríurnar sem við höfum horft á síðustu misseri. Mér hefur verið bent á þetta frá ótal mörgu fólki og jafnvel hefur þetta verið rætt af áhorfendum á Twitter og á Facebook. Fjölmiðlar hafa birt mjög fá viðtöl og leikkonurnar okkar flestar ekki farið í nein blaðaviðtöl. Má þar sérstaklega benda á að aðal leikkonan, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, hefur ekki fengið eitt viðtal í fréttablaði, fréttasíðum á netinu eða í tölublað. Þetta finnst mér mjög undarlegt, enda um þekkta og reynda leikkonu að ræða. Kannski er það bara af því að við konurnar látum verkin tala og erum aðeins hógvægari með þetta allt saman – en fjölmiðlar mættu nú líka vinna vinnu sína af meiri áhuga og ekki bara bíða eftir tilbúnum fréttatilkynningum og pistlum eins og oft er gert. Það eru einnig margar þemur í þáttunum sem fólk hefur vilja ræða á netinu eins og heimilisofbeldi og geðheilsa, en þetta hefur ekki krossað yfir í viðurkennda fjölmiðla. Ég dett oft í grifjuna að fara að þakka fyrir það að hafa fengið að leikstýra þessum þáttum og að fá að sýna þá á RÚV, eins og að ég sé ekki lærð og reynd kvikmyndagerðakona sem á þetta pláss skilið eins og við allar sem komu að gerð Vitjana. Við höfum lagt mikla vinnu í verkið og það sem við þökkum fyrir er samstarfið og áhorfið sem við höfum hlotið. Það ætti ekki að koma fólki svona á óvart að þetta „kvenna verk” sé faglega unnið. Það er áberandi hvað áhorfendur sem horft hafa á þáttinn eru ánægðir og ég hvet alla sem eftir eiga að horfa að taka hámhorf á Sarpinum hjá RÚV. Munið bara að endurstilla gleraugun og hugann þannig að þið náið að tengja bæði við sögur karlanna og kvennanna – það er ekkert mál þegar þið komist í æfingu við það! Höfundur er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun