Um 150 til 200 nú að greinast með Covid-19 daglega Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 11:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur alla áttatíu ára og eldri, íbúa hjúkrunarheimila og alla sem hafa undirliggjandi áhættuþætti að þiggja fjórðu sprautu. Vísir/Vilhelm Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu á heimasíðu embættis landlæknis. Hann segir að tilfellum og dauðsföllum Covid-19 í heiminum hafi fækkað en hins vegar hafi sýnatökum einnig fækkað mikið. Enn sé yfirlýstur heimsfaraldur. „Hérlendis hefur um helmingur íbúa greinst opinberlega með COVID-19 þó að líklegt sé að mun fleiri hafi smitast. Ekki hefur sést aukning á endursmitum. Undanfarna daga hefur tilfellum verið að fjölga og greinast nú á milli 150–200 einstaklingar daglega. Þó hefur hlutfall jákvæðra sýna haldist stöðugt síðustu vikur um 7–10% en það segir til hve margir sem fara í próf greinast með sjúkdóminn. Þannig gæti aukning tilfella að hluta skýrst af aukningu tekinna sýna. Flest tilfelli sem greinast eru ómíkron afbrigðið BA.2 en einnig greinist afbrigðið BA.5. Vart hefur verið við aukningu á komum sjúklinga í áhættuhópum með COVID-19 á göngudeild Landspítala til vökva- og lyfjagjafar og nú eru átta manns inniliggjandi með COVID-19, þar af einn á gjörgæslu,“ segir Þórólfur. Fjórða sprautan Sóttvarnalæknir hvetur sömuleiðis alla til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19, en allir sextán ára og eldri ættu að vera búnir að fá þrjár sprautur. „Allir 80 ára og eldri, allir íbúar hjúkrunarheimila og allir sem hafa undirliggjandi áhættuþætti ættu að þiggja fjórðu sprautu. Einnig geta aðrir sem vilja beðið um fjórðu sprautuna. Fjórðu sprautu má gefa fjórum mánuðum eftir þriðju sprautu en mælt er með að bíða í a.m.k. þrjá mánuði eftir COVID-19 sýkingu með að fara í bólusetningu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt ávinning af bólusetningu hvað varðar vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða. Þá eru aukaverkanir bólusetningar mun minni en aukaverkanir og afleiðingar COVID-19 sjúkdómsins,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu á heimasíðu embættis landlæknis. Hann segir að tilfellum og dauðsföllum Covid-19 í heiminum hafi fækkað en hins vegar hafi sýnatökum einnig fækkað mikið. Enn sé yfirlýstur heimsfaraldur. „Hérlendis hefur um helmingur íbúa greinst opinberlega með COVID-19 þó að líklegt sé að mun fleiri hafi smitast. Ekki hefur sést aukning á endursmitum. Undanfarna daga hefur tilfellum verið að fjölga og greinast nú á milli 150–200 einstaklingar daglega. Þó hefur hlutfall jákvæðra sýna haldist stöðugt síðustu vikur um 7–10% en það segir til hve margir sem fara í próf greinast með sjúkdóminn. Þannig gæti aukning tilfella að hluta skýrst af aukningu tekinna sýna. Flest tilfelli sem greinast eru ómíkron afbrigðið BA.2 en einnig greinist afbrigðið BA.5. Vart hefur verið við aukningu á komum sjúklinga í áhættuhópum með COVID-19 á göngudeild Landspítala til vökva- og lyfjagjafar og nú eru átta manns inniliggjandi með COVID-19, þar af einn á gjörgæslu,“ segir Þórólfur. Fjórða sprautan Sóttvarnalæknir hvetur sömuleiðis alla til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19, en allir sextán ára og eldri ættu að vera búnir að fá þrjár sprautur. „Allir 80 ára og eldri, allir íbúar hjúkrunarheimila og allir sem hafa undirliggjandi áhættuþætti ættu að þiggja fjórðu sprautu. Einnig geta aðrir sem vilja beðið um fjórðu sprautuna. Fjórðu sprautu má gefa fjórum mánuðum eftir þriðju sprautu en mælt er með að bíða í a.m.k. þrjá mánuði eftir COVID-19 sýkingu með að fara í bólusetningu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt ávinning af bólusetningu hvað varðar vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða. Þá eru aukaverkanir bólusetningar mun minni en aukaverkanir og afleiðingar COVID-19 sjúkdómsins,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira