Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 11:51 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi Mynd/AEX Gold. Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum. Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum.
Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08