Lína langsokkur eða Lóa langsokkur? Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 14:01 Lína Langsokkur og vinir hennar í myndinni um hetjuna knáu frá 1969. United Archives/Getty Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira