„Kaupfélag Skagfirðinga virðist í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 18:08 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í dag þriðja áfanga rammaáætlunar með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði á móti en fimmtán sátu hjá. Bjarni Jónsson í Vinstri grænum greiddi atkvæði gegn áætluninni, einn stjórnarliða. Við atkvæðagreiðslu á þinginu í dag gáfu tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar í skyn að hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga hefðu ráðið för við gerð rammaáætlunar. Ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að færa Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalöldur í Þjórsá úr verndarflokki í biðflokk. Stjórnarandstaðan gerði lokatilraun til að halda þessum virkjanakostum í verndarflokki rammaáætlunar í gær en sú tillaga var felld. „Það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, sagði innviðaráðherra hafa komið í veg fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum „sem gerir einmitt Landsvirkjun kleift að keyra áróður fyrir Kjalölduveitu í gegnum þingið.“ Andrés gaf þá í skyn að Kaupfélag Skagfirðinga hafi haft áhrif á tilfærslu Héraðsvatna úr verndarflokki í biðflokk. „Og það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga af því að það vill fá sína virkjun.“ „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn áætluninni. KS og náttúruperlur í verndarflokk Jóhann Páll Jóhannsson tók í sama streng við atkvæðagreiðsluna og sagði engin sannfærandi rök hafa verið færð fram fyrir tilfærslunni. „Það má vera að Kaupfélag Skagfirðinga sé í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn [Hlátur í þingsal.] en mér finnst að þessar náttúruperlur megi bara vera það líka.“ Ræður Andrésar og Jóhanns má sjá í heild sinni á vef Alþingis. Alþingi Píratar Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Ásahreppur Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Við atkvæðagreiðslu á þinginu í dag gáfu tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar í skyn að hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga hefðu ráðið för við gerð rammaáætlunar. Ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að færa Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalöldur í Þjórsá úr verndarflokki í biðflokk. Stjórnarandstaðan gerði lokatilraun til að halda þessum virkjanakostum í verndarflokki rammaáætlunar í gær en sú tillaga var felld. „Það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, sagði innviðaráðherra hafa komið í veg fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum „sem gerir einmitt Landsvirkjun kleift að keyra áróður fyrir Kjalölduveitu í gegnum þingið.“ Andrés gaf þá í skyn að Kaupfélag Skagfirðinga hafi haft áhrif á tilfærslu Héraðsvatna úr verndarflokki í biðflokk. „Og það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga af því að það vill fá sína virkjun.“ „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn áætluninni. KS og náttúruperlur í verndarflokk Jóhann Páll Jóhannsson tók í sama streng við atkvæðagreiðsluna og sagði engin sannfærandi rök hafa verið færð fram fyrir tilfærslunni. „Það má vera að Kaupfélag Skagfirðinga sé í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn [Hlátur í þingsal.] en mér finnst að þessar náttúruperlur megi bara vera það líka.“ Ræður Andrésar og Jóhanns má sjá í heild sinni á vef Alþingis.
Alþingi Píratar Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Ásahreppur Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira