Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 14:08 Eva Hauksdóttir er verjandi Arnars Sverrissonar. Vísir Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir. Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir.
Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira