Hlutabréfaverð lækkaði eftir að Nova var hringt inn í Kauphöllina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. júní 2022 12:31 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar bjöllunni var hringt í morgun. Nova var hringt inn í Kauphöllina í morgun klukkan hálf tíu en gengi hlutabréfa lækkaði fljótlega um tíu prósent frá fyrstu viðskiptum. Greinandi hjá Jakobsson Capital segir það afskaplega slæmt fyrir Nova og Arion, sem hélt úboðið, og telur þetta dæmi um að menn þurfi að vanda betur til verka. Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova. Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova.
Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05