Draga úr notkun Bandaríkjahers á jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 15:12 Alþjóðlegt viðvörunarskilti við jarðsprengjusvæði í Bagram, fyrrverandi herflugvöll Bandaríkjahers í Afganistan. AP/Mikhail Metzel Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag að Bandaríkjaher hætti notkun á jarðsprengjum utan Kóreuskaga. Jarðsprengjur verða þúsundum manna að bana á hverju ári, aðallega börnum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson. Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson.
Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira