Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2022 16:34 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46
Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10