„Við verðum að gera betur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júlí 2022 20:01 Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira