Skoðun

Skotvopnalöggjöfin og endurskoðun

Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar

Katrín Jakobsdóttir talar um að endurskoðun skotvopnalaga sé nauðsynleg og leggur því til stuðnings skotvopnaárásirnar sem hafa verið síðastliðin ár á íslandi.

Endurskoðun skotvopnalaga ber að fagna svo lengi sem einstaklingar sem hafa vit á því sem lögin snerta hafa umsjón og aðkomu að endurskoðun og hugsanlegri breytingu lagana. Yfirskin breytinga á lögum eingöngu til breytinga þjónar engum tilgangi og hvað þá að breyta lögunum vegna atburða sem tengjast gjörðum mikið andlega veikra einstaklinga og vegna einhvers sem gerist á erlendri grundu, allt einstaklingar sem áttu við alvarleg geðræn vandamál að stríða.

Líkt og áður hefur verið sagt er endurskoðun á skotvopnalögum fagnaðarefni en að hafa sem ástæðu að skoðunin sé vegna gjörða tveggja (síðastliðið ár) geðveilla einstaklinga og skotárása í öðrum löndum er fásinna. Nær væri og mikilvægara væri að laga aðgang þessara einstaklinga að sálfræðingum og geðlæknum, setja meiri fjármuni í geðheilbrigði í landinu og endurskoða þá stefnu frekar en að stinga hausnum í sandinn gagnvart hinu sanna þjóðfélagslega vandamáli sem þjóðfélagið er að glíma við þessa dagana.

Grímur Atlason framkvæmdarstjóri Geðhjálpar skrifar mjög góða grein um þetta mál á Vísi/skoðun þann 06. júlí 2022 með yfirskriftinni „Orsakir í stað afleiðinga – hættum að vera hrædd“ Þar bendir Grímur á afleiðingar einangrunar, útskúfunar, eineltis og fleiri þátta sem leiða til geðræna vandamála síðar á ævinni en einnig bendir Grímur á hvað mætti gera til að gera sem mest til að koma í veg fyrir svona vandamál, mæli með að fólk lesi þessa grein.

Að þrengja skotvopnalögin vegna einangraðra atburða og þekkingarleysis sem hugsanlega mun leiða til þess að einstaklingar neyðast til að gefa frá sér t.d. erfða grip er ekki af hinu góða og í minnsta lagi sagt vanhugsað. Er í raun álíka gáfulegt og að banna rafbíla á íslandi út af því að það kveiknaði í nokkrum í Bandaríkjunum og Evrópu.

Höfundur er Skotvopnaeigandi og veiðimaður.


Tengdar fréttir

Kanna hvort á­stæða sé til að herða vopna­lög­gjöfina

„Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær.

„Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“

Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×