Líklegustu arftakar Johnson Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2022 15:27 Boris Johnson sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hann mun þó halda áfram að gegna embætti forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi verður kosinn. AP/Czarek Sokolowski Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. Ben Wallace Samkvæmt könnun sem YouGov framkvæmdi í gær og í dag er Ben Wallace líklegastur til að taka við af Johnson ef kosið yrði í dag. Wallace er varnarmálaráðherra Bretlands og hefur verið það síðan árið 2019 þegar Johnson skipaði hann í embættið stuttu eftir að hann tók við sem forsætisráðherra. Hann hefur verið þingmaður síðan árið 2005 í Wyre og Preston North-kjördæminu. Áður en hann tók sæti á breska þinginu sat hann á skoska þinginu. Wallace er fyrrum hermaður og gegndi herþjónustu í Þýskalandi, Kýpur, Belís og Norður-Írlandi. Hann var einn af þeim hermönnum sem sóttu lík Díönu prinsessu til Parísar eftir andlát hennar. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.Getty/David Cliff Penny Mordaunt Penny Mordaunt er viðskiptamálaráðherra Bretlands og var fyrst kvenna til að gegna embættinu varnarmálaráðherra. Hún tók viðskiptamálaráðuneytinu á sama tíma og Wallace tók við varnarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2010 í Norður Portsmouth-kjördæmi. Hún var hermálaráðherra, fyrst kvenna, í ríkisstjórn David Cameron árið 2015, ráðherra um málefni fatlaðra í ríkisstjórn Theresu May og jafnréttismálaráðherra á árunum 2018 til 2019. Mordaunt var formaður ungra íhaldsmanna í Bretlandi á sínum yngri árum. Penny Mordaunt.Vísir/Getty Rishi Sunak Rishi Sunak er fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands en hann hefur verið þingmaður í einungis sjö ár. Hann hefur lengi verið í umræðunni sem arftaki Johnson sem forsætisráðherra. Sunak var einn af þeim fyrstu til að segja af sér af þeim sem voru í ríkisstjórninni fyrir tveimur dögum. Sunak er 42 ára gamall og vakti það mikla athygli nýlega þegar upp komst að eiginkona hans borgar ekki skatta í Bretlandi af þeim tekjum sem hún fær erlendis frá. Hún á stóran hlut í indverska fyrirtækinu Infosys og greiðir engan skatt í Bretlandi af tekjum sínum í gegnum það. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands.AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss Liz Truss er utanríkisráðherra Bretlands en hún hefur verið þingmaður síðan árið 2010 fyrir suðvestur Norfolk-kjördæmi. Hún hefur gegnt fjölda staða innan ríkisstjórnar Bretlands og er afar vinsæl meðal flokksmanna Íhaldsflokksins. Hún lýsti yfir stuðningi sínum við Johnson eftir að fyrstu ráðherrarnir sögðu af sér fyrir tveimur dögum. Hún var stödd í Indónesíu í dag þegar fregnir bárust af mögulegri afsögn hans og flaug hún því beint til Bretlands. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands.AP/Alastair Grant Michael Gove Michael Gove er fyrrverandi skólamálaráðherra Bretlands en hann var rekinn í gær eftir að hafa hvatt Johnson til að segja af sér. Samkvæmt The Guardian ræddi Gove við Johnson í gærdag og sagði honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Hann var því rekinn. Gove hefur verið þingmaður síðan árið 2005 og gegnt stöðu ráðherra undir þremur forsætisráðherrum, David Cameron, Theresa May og Boris Johnson. Hann bauð sig fram til leiðtoga flokksins árið 2019 en tapaði fyrir Johnson. Michael Gove.Getty/Leon Neal Dominic Raab Dominic Raab er aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og myndi taka við sem forsætisráðherra skyldi Johnson segja því embætti af sér einnig. Hann hefur verið þingmaður síðan árið 2010 og var Brexit-málaráðherra árið 2018. Raab bauð sig einnig fram til leiðtogaembættisins árið 2019 en komst ekki áfram úr seinni umferð kosninganna. Hann vann sem lögfræðingur áður en hann skellti sér í pólitíkina. Dominic Raab.Vísir/EPA Tom Tugendhat Tom Tugendhat er ekki ráðherra og hefur aldrei verið ráðherra. Hann þykir þó afar vinsæll og hefur verið þingmaður síðan árið 2015. Tugendhat þykir afar raunsær og er ekki aðdáandi popúlisma, annað en Johnson. Hann var í breska hernum og barðist í Írak og Afganistan. Hann er með breskan og franskan ríkisborgararétt en eiginkona hans er frönsk. Tom Tugendhat.Getty/Niall Carson Jeremy Hunt Jeremy Hunt var menningarmálaráðherra árið 2010 og hefur einnig starfað sem heilbrigðis- og utanríkisráðherra. Hunt tapaði fyrir Johnson í síðustu umferð leiðtogakosninganna árið 2019. Hunt var einn af þeim sem sá um skipulagningu Ólympíuleikanna í London árið 2012 og hlaut mikið lof fyrir. Jeremy Hunt.Vísir/EPA Nadhim Zahawi Nadhim Zahawi er nýr fjármálaráðherra Bretlands en hann var skipaður eftir að Rishi Sunak sagði af sér í fyrradag. Hann fæddist í Írak en flúði til Bretlands eftir að Saddam Hussein komst til valda þar í landi. Zahawi hefur verið þingmaður síðan árið 2010 en hann er einn stofnenda könnunarfyrirtækisins YouGov. Hann var bóluefnaráðherra á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir og var skipaður sem menntamálaráðherra þegar starfi hans þar var lokið. Hann var síðan færður í stöðu fjármálaráðherra fyrir tveimur dögum. Nadhim Zahawi.AP/Kirsty Wigglesworth Sajid Javid Sajid Javid er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bretlands og var ansi áberandi í heimsfaraldrinum. Foreldrar hans eru frá Pakistan en Javid er fæddur og uppalinn í Bretlandi. Hann og Rishi Sunak eru góðir vinir og sögðu þeir upp um svipað leiti. Javid bauð sig fram til leiðtoga árið 2019 en hætti til að sýna stuðning við Johnson. Sajid Javid, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA-EFE/VICKIE FLORES Priti Patel Priti Patel er innanríkisráðherra Bretlands og hefur verið þingmaður síðan árið 2010. Hún var mikill talsmaður Brexit á sínum tíma og mikill stuðningsmaður Boris Johnson. Hún sagði ekki af sér en vildi samt sem áður að Johnson myndi segja af sér sem forsætisráðherra. Priti Patel.Vísir/AFP Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ben Wallace Samkvæmt könnun sem YouGov framkvæmdi í gær og í dag er Ben Wallace líklegastur til að taka við af Johnson ef kosið yrði í dag. Wallace er varnarmálaráðherra Bretlands og hefur verið það síðan árið 2019 þegar Johnson skipaði hann í embættið stuttu eftir að hann tók við sem forsætisráðherra. Hann hefur verið þingmaður síðan árið 2005 í Wyre og Preston North-kjördæminu. Áður en hann tók sæti á breska þinginu sat hann á skoska þinginu. Wallace er fyrrum hermaður og gegndi herþjónustu í Þýskalandi, Kýpur, Belís og Norður-Írlandi. Hann var einn af þeim hermönnum sem sóttu lík Díönu prinsessu til Parísar eftir andlát hennar. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.Getty/David Cliff Penny Mordaunt Penny Mordaunt er viðskiptamálaráðherra Bretlands og var fyrst kvenna til að gegna embættinu varnarmálaráðherra. Hún tók viðskiptamálaráðuneytinu á sama tíma og Wallace tók við varnarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2010 í Norður Portsmouth-kjördæmi. Hún var hermálaráðherra, fyrst kvenna, í ríkisstjórn David Cameron árið 2015, ráðherra um málefni fatlaðra í ríkisstjórn Theresu May og jafnréttismálaráðherra á árunum 2018 til 2019. Mordaunt var formaður ungra íhaldsmanna í Bretlandi á sínum yngri árum. Penny Mordaunt.Vísir/Getty Rishi Sunak Rishi Sunak er fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands en hann hefur verið þingmaður í einungis sjö ár. Hann hefur lengi verið í umræðunni sem arftaki Johnson sem forsætisráðherra. Sunak var einn af þeim fyrstu til að segja af sér af þeim sem voru í ríkisstjórninni fyrir tveimur dögum. Sunak er 42 ára gamall og vakti það mikla athygli nýlega þegar upp komst að eiginkona hans borgar ekki skatta í Bretlandi af þeim tekjum sem hún fær erlendis frá. Hún á stóran hlut í indverska fyrirtækinu Infosys og greiðir engan skatt í Bretlandi af tekjum sínum í gegnum það. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands.AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss Liz Truss er utanríkisráðherra Bretlands en hún hefur verið þingmaður síðan árið 2010 fyrir suðvestur Norfolk-kjördæmi. Hún hefur gegnt fjölda staða innan ríkisstjórnar Bretlands og er afar vinsæl meðal flokksmanna Íhaldsflokksins. Hún lýsti yfir stuðningi sínum við Johnson eftir að fyrstu ráðherrarnir sögðu af sér fyrir tveimur dögum. Hún var stödd í Indónesíu í dag þegar fregnir bárust af mögulegri afsögn hans og flaug hún því beint til Bretlands. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands.AP/Alastair Grant Michael Gove Michael Gove er fyrrverandi skólamálaráðherra Bretlands en hann var rekinn í gær eftir að hafa hvatt Johnson til að segja af sér. Samkvæmt The Guardian ræddi Gove við Johnson í gærdag og sagði honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Hann var því rekinn. Gove hefur verið þingmaður síðan árið 2005 og gegnt stöðu ráðherra undir þremur forsætisráðherrum, David Cameron, Theresa May og Boris Johnson. Hann bauð sig fram til leiðtoga flokksins árið 2019 en tapaði fyrir Johnson. Michael Gove.Getty/Leon Neal Dominic Raab Dominic Raab er aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og myndi taka við sem forsætisráðherra skyldi Johnson segja því embætti af sér einnig. Hann hefur verið þingmaður síðan árið 2010 og var Brexit-málaráðherra árið 2018. Raab bauð sig einnig fram til leiðtogaembættisins árið 2019 en komst ekki áfram úr seinni umferð kosninganna. Hann vann sem lögfræðingur áður en hann skellti sér í pólitíkina. Dominic Raab.Vísir/EPA Tom Tugendhat Tom Tugendhat er ekki ráðherra og hefur aldrei verið ráðherra. Hann þykir þó afar vinsæll og hefur verið þingmaður síðan árið 2015. Tugendhat þykir afar raunsær og er ekki aðdáandi popúlisma, annað en Johnson. Hann var í breska hernum og barðist í Írak og Afganistan. Hann er með breskan og franskan ríkisborgararétt en eiginkona hans er frönsk. Tom Tugendhat.Getty/Niall Carson Jeremy Hunt Jeremy Hunt var menningarmálaráðherra árið 2010 og hefur einnig starfað sem heilbrigðis- og utanríkisráðherra. Hunt tapaði fyrir Johnson í síðustu umferð leiðtogakosninganna árið 2019. Hunt var einn af þeim sem sá um skipulagningu Ólympíuleikanna í London árið 2012 og hlaut mikið lof fyrir. Jeremy Hunt.Vísir/EPA Nadhim Zahawi Nadhim Zahawi er nýr fjármálaráðherra Bretlands en hann var skipaður eftir að Rishi Sunak sagði af sér í fyrradag. Hann fæddist í Írak en flúði til Bretlands eftir að Saddam Hussein komst til valda þar í landi. Zahawi hefur verið þingmaður síðan árið 2010 en hann er einn stofnenda könnunarfyrirtækisins YouGov. Hann var bóluefnaráðherra á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir og var skipaður sem menntamálaráðherra þegar starfi hans þar var lokið. Hann var síðan færður í stöðu fjármálaráðherra fyrir tveimur dögum. Nadhim Zahawi.AP/Kirsty Wigglesworth Sajid Javid Sajid Javid er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bretlands og var ansi áberandi í heimsfaraldrinum. Foreldrar hans eru frá Pakistan en Javid er fæddur og uppalinn í Bretlandi. Hann og Rishi Sunak eru góðir vinir og sögðu þeir upp um svipað leiti. Javid bauð sig fram til leiðtoga árið 2019 en hætti til að sýna stuðning við Johnson. Sajid Javid, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA-EFE/VICKIE FLORES Priti Patel Priti Patel er innanríkisráðherra Bretlands og hefur verið þingmaður síðan árið 2010. Hún var mikill talsmaður Brexit á sínum tíma og mikill stuðningsmaður Boris Johnson. Hún sagði ekki af sér en vildi samt sem áður að Johnson myndi segja af sér sem forsætisráðherra. Priti Patel.Vísir/AFP
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira