Djokovic ætlar ekki að láta bólusetja sig og mun ekki keppa á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 08:31 Novak Djokovic verður ekki með Opna bandaríska (US Open). EPA-EFE/NEIL HALL Aðeins örfáum klukkustundum eftir að tryggja sér sinn fjórða Wimbledon-titil í röð tilkynnti Novak Djokovic að hann muni ekki keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis þar sem hann ætlar ekki að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
„Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira