Vonast til að auglýsa stöðu forstjóra Festar innan nokkurra vikna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2022 19:25 Sigurlína og Guðjón, nýr varaformaður og formaður stjórnar Festar. Vísir/Bjarni Nýkjörin stjórn Festar ráðgerir að auglýsa stöðu forstjóra félagsins á næstu vikum. Mikil ólga hefur verið innan félagsins eftir að eftir að Eggerti Þór Kristóferssyni forstjóra var sagt upp störfum í júní. Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“ Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“
Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32
Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46
Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39