Geir Sveinsson nýr bæjarstjóri í Hveragerði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júlí 2022 20:57 Geir Sveinsson mun taka við sem bæjarstjóri í Hveragerði á næstunni. Aðsend Meirihlutinn í Hveragerðisbæ mun leggja fram tillögu um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri á næsta bæjarstjórnarfundi. Geir mun hefja störf í upphafi ágústmánaðar. Alls sóttu 23 um stöðu bæjarstjóra en fjórir drógu umsókn sína til baka. Geir var meðal umsækjenda. Geir er fæddur 1964 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu tvö ár. Hann er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Geir þjálfaði íslenska karlalandsliðið í handbolta um tíma og hefur einnig þjálfað félagslið í Þýskalandi. Þá var hann einn af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í handbolta á sínum tíma. „Auk menntunar og reynslu Geirs er hann öflugur leiðtogi og hefur farsæla reynslu af því að vinna með fólki. Það er ekki síst sá hæfileiki sem við leituðumst eftir í fari bæjarstjóra. Við erum full tilhlökkunar vegna komandi verkefna og samstarfs og bjóðum Geir og fjölskyldu velkomin í Hveragerði,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Geir þakkar nýjum meirihluta Hveragerðisbæjar fyrir traust sitt á sér sem og tækifærið sem hann fær nú. „Ég mun í góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa og starfsfólk Hveragerðisbæjar leggja mig allan fram við að gera góðan bæ enn betri. Tækifærin eru fjölmörg og spennandi tímar framundan í ört vaxandi og kraftmiklu sveitarfélagi sem Hveragerðisbær er,“ segir Geir. Ráðningarsamningur við Geir tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af næsta bæjarráðsfundi og birtur opinberlega í kjölfarið. Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01 Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Alls sóttu 23 um stöðu bæjarstjóra en fjórir drógu umsókn sína til baka. Geir var meðal umsækjenda. Geir er fæddur 1964 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu tvö ár. Hann er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Geir þjálfaði íslenska karlalandsliðið í handbolta um tíma og hefur einnig þjálfað félagslið í Þýskalandi. Þá var hann einn af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í handbolta á sínum tíma. „Auk menntunar og reynslu Geirs er hann öflugur leiðtogi og hefur farsæla reynslu af því að vinna með fólki. Það er ekki síst sá hæfileiki sem við leituðumst eftir í fari bæjarstjóra. Við erum full tilhlökkunar vegna komandi verkefna og samstarfs og bjóðum Geir og fjölskyldu velkomin í Hveragerði,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Geir þakkar nýjum meirihluta Hveragerðisbæjar fyrir traust sitt á sér sem og tækifærið sem hann fær nú. „Ég mun í góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa og starfsfólk Hveragerðisbæjar leggja mig allan fram við að gera góðan bæ enn betri. Tækifærin eru fjölmörg og spennandi tímar framundan í ört vaxandi og kraftmiklu sveitarfélagi sem Hveragerðisbær er,“ segir Geir. Ráðningarsamningur við Geir tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af næsta bæjarráðsfundi og birtur opinberlega í kjölfarið.
Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01 Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01
Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40
Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28