Sjáðu sýningu Breiðabliks og sigurmark KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 09:31 Andri Rafn Yeoman er ekki þekktur fyrir sín þrumuskot, enda laumaði hann boltanum í nærhornið. Markið má sjá hér að neðan. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og KR unnu bæði sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Breiðablik lagði Santa Coloma frá Andorra 4-1 og flýgur áfram í næstu umferð á meðan KR er úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur á heimavelli gegn Pogón Szczecin. Mörkin úr báðum leikjum má sjá hér að neðan. Breiðablik átti vissulega aðeins erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Santa Coloma komst óvænt yfir með glæsilegu marki lengst utan af velli eftir um hálftíma leik. Ísak Snær Þorvaldsson jafnaði metin með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Blikar vítaspyrnu þar sem vinstri bakvörður Santa Coloma varði boltann með hendi á marklínu. Hann fékk rauða spjaldið að launum og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram en Breiðablik hafði unnið úti leikinn 1-0 og því 3-1 yfir á þessum tímapunkti. Andri Rafn Yeoman, sem lék í vinstri bakverði Breiðabliks í gær, skoraði þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Steindórsson gerði út um leikinn með fjórða marki heimamanna. Lokatölur 4-1 og Breiðablik vann einvígið því 5-1 samanlagt. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: Breiðablik 4-1 Santa Coloma Mikið var um dýrðir á Meistaravöllum en fjölmenn stuðningsmanna Pogón Szczecin setti lit sinn á leikinn. Segja má að um fýluferð hafi verið að ræða en KR-ingar spiluðu mikið mun betur en í fyrri leik liðanna. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir í fyrri hálfleik eftir að Aron Kristófer Lárusson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna. Aron Kristófer skoraði einnig í fyrri leiknum og má segja að vinstri bakverðinum líði vel í Evrópu. Sigurður Bjartur kláraði færið svo af mikilli yfirvegun. Heimamenn fengu nokkur hálffæri og hefðu með öðru marki geta strítt gestunum en það kom aldrei. Lokatölur í gær 1-0 KR í vil en Pogón vann einvígið sannfærandi 4-2. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: KR 1-0 Pogón Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Breiðablik átti vissulega aðeins erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Santa Coloma komst óvænt yfir með glæsilegu marki lengst utan af velli eftir um hálftíma leik. Ísak Snær Þorvaldsson jafnaði metin með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Blikar vítaspyrnu þar sem vinstri bakvörður Santa Coloma varði boltann með hendi á marklínu. Hann fékk rauða spjaldið að launum og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram en Breiðablik hafði unnið úti leikinn 1-0 og því 3-1 yfir á þessum tímapunkti. Andri Rafn Yeoman, sem lék í vinstri bakverði Breiðabliks í gær, skoraði þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Steindórsson gerði út um leikinn með fjórða marki heimamanna. Lokatölur 4-1 og Breiðablik vann einvígið því 5-1 samanlagt. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: Breiðablik 4-1 Santa Coloma Mikið var um dýrðir á Meistaravöllum en fjölmenn stuðningsmanna Pogón Szczecin setti lit sinn á leikinn. Segja má að um fýluferð hafi verið að ræða en KR-ingar spiluðu mikið mun betur en í fyrri leik liðanna. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir í fyrri hálfleik eftir að Aron Kristófer Lárusson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna. Aron Kristófer skoraði einnig í fyrri leiknum og má segja að vinstri bakverðinum líði vel í Evrópu. Sigurður Bjartur kláraði færið svo af mikilli yfirvegun. Heimamenn fengu nokkur hálffæri og hefðu með öðru marki geta strítt gestunum en það kom aldrei. Lokatölur í gær 1-0 KR í vil en Pogón vann einvígið sannfærandi 4-2. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: KR 1-0 Pogón
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00
Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40