Að gangast við hinu ósanna - leiðin til ábyrgðar? Tomasz Þór Veruson skrifar 17. júlí 2022 14:02 „Af hverju að skrifa núna?“ „Til hvers að segja frá og leiðrétta?“ „Nú þegar rykið er sest og umræðan fallin í gleymsku.“ Þetta sagði ég þegar ég var hvattur til að stíga fram og nota röddina sem við öll höfum. Svarið er þó ekki flókið. Á meðan árasir, ofbeldi, sögusagnir og lygar grassera í minn garð fæ ég ekki rými til að halda áfram með líf mitt. Og hingað erum við komin. Hvers konar hegðun? Fyrir rúmum fimm mánuðum síðan stígu tvær konur fram og lýstu ofbeldi sem þær sögðust hafa orðið fyrir í nánu sambandi við mig. Önnur þeirra, Eyrún, setti fram ítarlegar lýsingar á okkar stutta sambandi og hvernig það hafi þróast, í langri og átakanlegri Facebook færslu. Ýmsar tegundir ofbeldis komu þar fram andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Hin konan, Vilborg Arna, kom svo í kjölfarið og notaði orðið “heimilisofbeldi” í stuttum og óljósum pistli þar sem hún lýsti okkar þriggja ára sambandi. Þessari færslu var svo fylgt eftir nokkrum dögum síðar með sjónvarpsviðtali þar sem orðið “heimilisofbeldi” kom aftur fyrir ásamt þökkum til mín fyrir stuðning sem ég hafði sýnt í gegnum krefjandi tíma í fjallamennsku. Til að taka það strax fram hef ég nú þegar gengist við því að hafa beitt andlegu ofbeldi í báðum þessum samböndum. Á þessum tíma glímdi ég við andleg vandamál tengd áföllum í æsku. Það skýrir að verulegu leyti viðbrögð mín við erfiðum aðstæðum en það afsakar þó á engan hátt framkomu mína. Ég bað þessar fyrrverandi kærustur mínar afsökunar bæði áður og eftir að samböndum og öllum samskiptum okkar lauk fyrir þremur árum síðan og hóf þá sjálfur að vinna í mínum málum með aðstoð fagaðila. Án þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég hafi gert rangt í samskiptum mínum við þær gæti vinnan ekki hafist. En hverju var ég að biðjast afsökunar á? Ég skilgreindi framhjáhald og óheiðarlega framkomu mína í garð ástvina sem andlegt ofbeldi og gerðist sekur um það í báðum samböndum. Ég baðst afsökunar á því. Ég baðst ekki afsökunar á líkamlegu ofbeldi, kynferðisofbeldi eða kúgunartilburðum enda er ég ekki sekur um neitt slíkt. Þar sem almenningur og blaðamenn hafa greinilega skilið játningu mína á þann veg að ég væri að játa allt sem á mig hefur verið borið, tel ég nauðsynlegt að útskýra málið betur. Samband mitt við Vilborgu Samband mitt við Vilborgu stóð yfir í um þrjú ár. Það var hefðbundið ástarsamband eins og flest okkar þekkja. Góðu stundirnar voru góðar, hlýjar og kærleiksríkar. Vondu stundirnar voru slæmar og einkenndust af rifrildum og togstreitu. Þegar leið á sambandið varð ég ótrúr og braut traustið á milli okkar. Við leituðum okkur aðstoðar hjá presti og sálfræðingi. Á þeim tíma bjuggum við saman og óskaði ég eftir því að sambúðin yrði sett á ís í einhvern tíma á meðan við leituðum okkur aðstoðar hjá fagfólki. Ávöxturinn af þeirri vinnu var áframhaldandi samband og endurupptekin sambúð. Aldrei var minnst á ofbeldi af neinu tagi í allri þessari vinnu. Tel ég að það hefði verið eðlilegt að ráðgjafinn okkar sem er sálfræðingur að mennt hefði þá gripið það á lofti og unnið frekar með. Í það minnsta upplýst alla aðila ef grunur væri um slíkt í sambandi sem markvisst var verið að vinna í. Eins og gefur að skilja var vantraust gagnvart mér til staðar lengi á eftir og þurfti ég markvisst að vinna mér inn traust á ný. Þótt framhjáhald sé óafsakanlegt leggur það þolandanum líka ákveðið vopn í hendur. Það er hægt að ná heilmiklum völdum yfir maka sínum með því að spila stöðugt á samviskubit. Undir lokin urðu rifrildi um fjármál tíðari og togstreitan tengt þeim jókst sem varð til þess að við slitum sambúð okkar endanlega sumarið 2017. Ákvörðunin var ekki auðveld en gerð í góðu andrúmslofti og af virðingu. Þetta var það besta fyrir alla aðila og héldum við áfram samstarfi okkar á vettvangi fjallamennsku. Í lok sumars 2018 var ég á milli starfa og óskaði Vilborg eftir því að ég kæmi í fullt starf í fyrirtæki hennar sem við vorum að byggja upp í sameiningu. Ég var áður leiðsögumaður þar og fórum við saman og í sitthvoru lagi fyrir þó nokkrum verkefnum. Þetta var góð hugmynd og ég stökk á vagninn enda var gott á milli okkar og gangandi grínið að við eyddum meiri tíma saman eftir að ástarsambandi okkar lauk en á meðan á því stóð. Sameiginlegar hádegispásur, fundir, skutl og reddingar sem ég var alltaf til í. Samstarfið gekk vel og á einum tímapunkti fékk ég að kynnast nýja manninum hennar sem mér þótti vænt um að fá að gera. Á þessum tíma lagði ég mikinn metnað í að byggja fyrirtækið upp og var meðal annars í sjálfskuldarábyrgð fyrir því og veðsetti mínar eignir til að það stæði fjárhagslega sterkt. Ferðamennskan var skemmtileg og við gerðum þetta vel saman. Núna, eftir öll þessi ár, spyr ég sjálfan mig að því af hverju var þessi mikli vilji fyrir því að starfa með meintum ofbeldismanni sínum? Eyrún kemur til sögunnar Haustið 2017 kynnist ég Eyrúnu og við tökum upp ástarsamband. Það hófst eins og ævintýri en fljótlega fór að síga á dekkri hlið og varð það afar óheilbrigt samband. Eftir á að hyggja þá áttum við bara ekki saman. Þar sem ég og Vilborg störfuðum áfram saman komu fram stöðugar ásakanir, af hálfu Eyrúnar, um að við ættum í leyndu ástarsambandi. Talaði Eyrún á niðrandi hátt um Vilborgu og í hvert sinn sem ég varði hana varð ástandið verra. Smæstu atriði urðu að stærstu rifrildum. Við vorum ótrú hvort öðru og leiddi það til vantrausts á báða bóga og lauk sambandi okkar árið 2019. Frá þeim tíma og allt til dagsins í dag hef ég aldrei hitt hana og aðeins einu sinni talað við hana í síma, þegar hún hringdi í mig um miðja nótt um haustið sama ár. Ég hóf vinnu í sjálfum mér með hjálp fagaðila og sinnti störfum við útivist á meðan. Sögurnar um þetta fyrra samband mitt dreifðust hratt og voru í umferð allt til janúar á þessu ári. Eyrún sá um að segja frá og ég sá um að staðfesta. Hef ég ávallt gengist við þeim. Á þeim tíma hefur þó aldrei verið minnst á það ofbeldi sem ég á að hafa beitt og er lýst með jafn ítarlegum hætti og raun ber vitni í umræddri Facebook færslu hennar í janúar á þessu ári. Við Vilborg störfuðum áfram saman allt til lok ársins 2020. Á þeim tíma voru samskipti okkar orðin stirð, rifrildi um fjármál urðu tíðari og valdaójafnvægi í samskiptum okkar jókst til muna. Umsamin laun til mín voru aðeins greidd að litlum hluta og ítrekað horft fram hjá þeirri vinnu sem ég lagði fram. Ég var „bara“ leiðsögumaður en ekki sá sem var með „platformið“ út á við, né sá sem stýrði fyrirtækinu og því þótti í lagi að draga greiðslur til mín svo mánuðum skipti. Í ljósi þessa var það andlega niðurlægjandi þegar hún fól mér það verkefni í hendur að segja upp starfsmanni á skrifstofunni okkar. Aðila sem hún var meðvituð um að væri orðinn mjög góður vinur minn. Ég mun seint gleyma þögninni sem ríkti á milli okkar, þar sem við sátum tveir inni í fundarherbergi og vissum varla hvað við áttum að segja við hvorn annan. Samstarf við Ferðafélag Íslands Í lok ársins 2020 áttum við Vilborg fund með Ferðafélagi Íslands þar sem félaginu var boðið að taka tvö verkefni okkar yfir. Sá fundur gekk mjög vel og var mikil ánægja með samstarfið af hálfu beggja aðila. Var það ósk Vilborgar að ég fylgdi með verkefnunum sem umsjónarmaður þeirra vegna áhuga míns og fagmennsku minnar gagnvart verkefnunum og viðskiptavinum okkar. Mikil gleði ríkti á þeim fundi og forsvarsmanni Ferðafélags Íslands leist vel á þessa viðbót. Verkefnin seldust bæði upp og annað þeirra á aðeins örfáum dögum þar sem mikill fjöldi viðskiptavina fylgdi mér yfir til Ferðafélagsins. Nú þegar ég var kominn til Ferðafélagsins og fyrirtæki Vilborgar var ekki lengur með reglulega starfsemi hér á landi óskaði ég eftir því að fá greiddar þær launakröfur sem ég átti útistandandi og að sama skapi losna undan þeim sjálfskuldaábyrgðum sem ég var í persónulegri ábyrgð fyrir. Sjálfsagt, enda var sambandi okkar lokið fyrir mörgum árum og samstarfi okkar líka. Þetta var þó ekki sjálfsagt, að mati Vilborgar, og þurfti ég að lokum að setja kröfur mínar í innheimtu hjá Motus. Í framhaldi af því hafði lögfræðingur samband við mig fyrir hönd Vilborgar sem taldi kröfur mínar óréttmætar. Eftir að hafa falið honum öll gögn í hendur breyttist staðan og náðist samkomulag gegn því að ég félli frá hluta af kröfum mínum. Á sama tíma var mér tjáð að ég væri laus undan öllum sjálfskuldarábyrgðum. Þetta voru mikil gleðitíðindi fyrir mig þar sem þessar ábyrgðir höfðu staðið í vegi fyrir ýmsu hjá mér persónulega og ollið mér töluverðu fjárhagslegu tjóni. Um svipað leyti og þessi mál leysast á milli mín og Vilborgar hóf Eyrún störf hjá Ferðafélagi Íslands. Ég kippti mér ekki mikið upp við það enda var sambandi okkar löngu lokið og ekkert eftir ósagt. Að ég hélt. Eftir á að hyggja hef ég ítrekað spurt mig að því, hvers vegna einhver myndi kjósa að sækja um starf og vinna á sama vinnustað og meintur ofbeldismaður sinn. Smám saman breyttist starfsandinn gagnvart mér innan Ferðafélags Íslands. Vinasambönd fjöruðu út, hóparnir mínir fengu engar umfjallanir á samfélagsmiðlum Ferðafélagsins og hætt var að hafa samband við leiðsögumenn sem störfuðu með mér í þeim verkefnum sem ég var umsjónarmaður fyrir. Sögur um einkalíf mitt fóru eins og eldur um sinu og nýjar og ósannar sögur voru búnar til. Leiddi þetta til þess að í tvígang tilkynnti ég einelti til stjórnenda félagsins. Í október á síðasta ári varð mér ljóst að ég gæti ekki starfað við þær aðstæður sem uppi voru og lauk því minni síðustu göngu í nóvember sama ár eftir að hafa áður upplýst stjórnendur um líðan mína. Sóttist ég því ekki eftir endurnýjun á samstarfinu þrátt fyrir að það væri ekki minn eiginlegi vilji að slíta því. Ennþá ábyrgðarmaður Um haustið 2021 kemst ég að því að ég sé ennþá ábyrgðarmaður fyrir skuldum fyrirtækis Vilborgar þar sem ég starfaði áður. Kom það mér í opna skjöldu enda búið að ganga frá formlegu samkomulagi og lofa mér því að ég væri laus undan ábyrgðum þess nokkrum mánuðum áður. Í allan þennan tíma var búið að segja mér ósatt. Ég krafðist þess við bankann að fallið yrði frá þessari ábyrgð þar sem ég ætti ekki lengur samleið með fyrirtækinu né eiganda þess. Í ljós kom að bankinn var ekki upplýstur um það að ég væri hvorki starfsmaður fyrirtækisins lengur né sæti í stjórn þess, þrátt fyrir að meira en ár væri liðið frá því að ég lauk störfum fyrir fyrirtækið. Í margar vikur var reynt að finna lausn á þessu máli og samkvæmt Vilborgu var málið alltaf „alveg að klárast“. Það var ekki fyrr en ég steig fast til jarðar í lok desember á síðasta ári og krafðist þess að ábyrgðin yrði tekin af mínu nafni og ekki endurnýjuð aftur. Tveimur vikum síðar birtist frásögn um mig þar sem ég er sakaður um ofbeldi af öllu tagi. Þar er meðal annars vegið að persónu minni og heilsufari, fagmennsku sem leiðsögumanni og ýmsar fullyrðingar lagðar fram. Í lok þeirrar frásagnar er gerð krafa um að sniðganga bæði mig og fyrirtækið mitt í einu og öllu. Frásögn Eyrúnar Frásögn Eyrúnar af sambandi okkar var birt á Facebook, í hópi með rúmlega 11.000 meðlimum. Sagan er að nokkru leyti afbökun á sannleikanum og að sumu leyti hrein og klár lygi. Lögmaður minn hefur gefið höfundi frásagnarinnar, Eyrúnu, tækifæri til þess að leiðrétta hana en hún hefur ekki brugðist við. Ég hef íhugað að fara í meiðyrðamál en þar sem dómsmál eru tímafrek hef ég ákveðið að byrja á því að koma sjálfur á framfæri leiðréttingu. Í frásögn Eyrúnar er því haldið fram að ég hafi hrökklast úr starfi sem leiðsögumaður frá tveimur fyrirtækjum. Ég geri ráð fyrir að verið sé að vísa til starfa minna hjá Ferðafélaginu annars vegar og fyrirtæki fyrrverandi kærustu minnar hins vegar. Eins og lesa má úr textanum hér að ofan er þetta rangt. Ég starfaði út tímann minn hjá Ferðafélaginu og lét af störfum eftir að verkefni mínu lauk. Einnig hefur framkvæmdastjóri félagsins staðfest það, að mér hafi ekki verið sagt upp störfum né að kvartanir hafi nokkurn tímann borist honum eða félaginu í minn garð. Varðandi störf mín hjá seinna fyrirtækinu þá starfaði ég þar til síðasta dags, til síðustu fjallgöngu, og fluttist svo yfir til Ferðafélagsins með verkefnin eftir meðmæli frá fyrrverandi kærustu minni. Eyrún heldur því einnig fram að fjöldi kvenna hafi þurft að horfa upp á meintan ofbeldismann sinn ítrekað taka fyrir ný og ný fórnarlömb. Þessi fullyrðing er með öllu innistæðulaus og hefur ekkert sannleiksgildi. Ég hef átt í heilbrigðum og dýrmætum samböndum við fólk, sem hafa vaxið og dafnað undanfarin ár, þar á meðal konur. Sögusögnum og lygum hefur þó víða verið dreift í þeim tilgangi að skaða sambönd mín með góðum árangri. Á ótal stöðum í frásögninni er mér lýst sem hættulegum síbrotamanni og góðvini lögreglunnar sem búi yfir ótal gögnum um mig og hafi endurtekið þurft að hafa afskipti af mér. Er því einnig haldið fram að ég hafi setið um heimili viðkomandi o.fl. Þessar fullyrðingar eru svívirðilegar og get ég ekki skilið það öðruvísi en að þær séu settar fram til að draga upp sem dekkstu mynd. Staðreyndin er sú að lögreglan hefur aldrei þurft að hafa afskipti af mér vegna refsiverðs brots og er sakaskráin mín hrein. Á málaskrá minni sem sýnir öll mál sem hafa komið upp tengt mér frá því ég varð lögráða eru smávægileg umferðarlagabrot og ein tilkynning frá Eyrúnu þegar ég var í sjálfsvígshættu og hún hrædd um mig. Að halda því fram að ég sé þekktur síbrotamaður með hala af gögnum hjá lögreglunni er auðvelt að afsanna sem ég hef nú gert með gögnum og staðfestingum frá yfirvöldum. Í frásögninni er stöðugt vegið að andlegri heilsu minni á þessum tíma og dregin upp dökk mynd í þeim tilgangi að meiða. Er ég meðal annars sagður siðblindur samkvæmt þeim sérfræðingum sem Eyrún hefur rætt við og greint mig. Nú veit ég ekki hvernig þessir sérfræðingar hafa greint mig án minnar vitundar og án þess að hafa nokkurn tímann hitt mig eða lagt faglegt mat á heilsufar mitt. Í mínum huga er heilsa hvers og eins einkamál. Eins og lokuð bók sem fæstir vilja skilja eftir á glámbekk þar sem aðrir geta gluggað í og jafnvel afritað fyrir aðra. Í mörg ár hafði ég verið að vinna úr stóru áfalli sem ég varð fyrir eftir alvarlegt slys sem ég lenti í sem barn árið 1995. Mér varð ekki ljóst fyrr en á fullorðinsárum hversu mikið þetta slys hafði mótað mig sem einstakling og reynst mér þungur baggi að bera. Með góðu fagfólki tókst mér að vinna úr áfallinu og í staðinn fyrir að horfa á lífið sem tilgangslaust fór hugur minn að snúast og ég leit á lífið sem annað tækifæri, minn seinni hálfleik. Þetta var erfið vinna sem ég hef lítið talað um enda um mjög persónulega hluti í mínu lífi að ræða, bókin sem ég vildi ekki skilja eftir opna á glámbekk. Ég hef aðeins treyst mínu nánasta fólki fyrir þessum hlutum. Fólki sem hefur oftar en ekki hjálpað mér að standa í lappirnar. Átti það við í þessum tveimur samböndum. Ég treysti mínum fyrrverandi kærustum fyrir hlutum sem í dag hefur verið snúið út úr og þeir afbakaðir. Að ég hafi notað slysið til að draga að mér athygli og hlotið í því heilaskaða sem hafi mótað mig í ofbeldismann. Það er nógu erfitt að skrifa um þetta núna, hvað þá að heyra þessar sögur. Í frásögn Eyrúnar er fullyrt að ég hafi lagt fólk í lífshættu vegna heilsu minnar í leiðsagðri ferð á Snæfellsjökul árið 2019. Í þeirri ferð lentum við í slysi þegar ég og annar leiðsögumaður féllum fram af snjóhengju við erfiðar aðstæður á toppi jökulsins. Eyrún sem sjálf var ekki í ferðinni dregur upp þá dökku mynd að ég hafi sýnt af mér stórkostlegt gáleysi og lagt viðskiptavini mína í hættu með glæfraskap mínum. Raunin er sú að um slys var að ræða sem var rannsakað og úrskurðað um á tveimur stjórnsýslustigum. Í öllum tilfellum var komist að þeirri niðurstöðu að leiðsögumenn ferðarinnar hafi ekki sýnt af sér gáleysi. Þess ber að geta að í þeirri ferð var þáverandi samstarfskona mín Vilborg með í för og skrifaði hún meðal annars atvikaskýrslu um málið sem síðar var skilað inn til úrskurðarnefndar. Þar, eins og áður sagði var skýrt tekið fram að um slys hafi verið að ræða en ekki gáleysi eða annað brot. Það hefur því reynst mér erfitt að skilja afhverju þeirri sögu hefur skyndilega verið breytt núna. Raunin er sú að ég hef mjög góðan feril sem leiðsögumaður og er fyrstur manna til að hætta við ferð eða snúa við ef aðstæður breytast. Þetta geta ótal viðskiptavinir og samstarfsfélagar mínir staðfest. Að lokum, ofbeldið. Ég er sakaður um að hafa beitt andlegu-, líkamlegu-, og kynferðislegu ofbeldi. Eins og áður sagði þá hef ég skilgreint framhjáhald mitt og óheiðarlega og meiðandi framkomu mína í tengslum við það sem andlegt ofbeldi. Ég hef og mun ávallt gangast við því. Ég hef hins vegar aldrei beitt líkamlegu ofbeldi eins og haldið er fram og þá hef ég heldur ekki beitt kynferðislegu ofbeldi eða neytt viðkomandi til að gera kynferðislega hluti með mér eins og haldið er fram. Þessar ásakanir höfðu aldrei komið fram fyrr en í umræddri Facebook færslu. Hvatt til sniðgöngu Frásögnin sem birt var í fjölmennum hópi kvenna á Facebook tileinkuðum útivist endaði á ósk um að sniðganga mig sem og fyrirtækið mitt fyrir fullt og allt. Hjá fyrirtækinu störfuðu fimm leiðsögumenn, þrjár konur og tveir karlmenn sem átti nú að sniðganga líka fyrir störf þeirra fyrir fyrirtækið og tengsl þeirra við mig. Fagfólk sem hefur starfað af krafti og mikilli hugsjón við að byggja upp áhuga á útivisti og fjallamennsku meðal íslendinga. Þau höfðu þróað og byggt upp sín eigin verkefni og ferðir innan fyrirtækisins sem ég sjálfur hafði jafnvel enga aðkomu að og kennt fólki að ferðast af öryggi á marga af fallegustu stöðum landsins undir formerkjum fyrirtækisins. Þeim, ásamt viðskiptavinum fyrirtækisins voru gefnir afarkostir. Á fyrstu 48 klst eftir að frásögnin var birt óskuðu 95% allra þátttakenda sem skráðir voru í komandi verkefni á árinu 2022 eftir endurgreiðslu. Fyrirtækið mitt hafði stækkað hratt síðastliðin misseri og skapað sér góða stöðu og jákvætt orðspor á þessum markaði og því var tjónið gífurlega stórt og hljóp á mörgum milljónum króna. Öllum stórum verkefnum var aflýst og flestum smærri. Öll þessi verkefni voru uppseld áður. Fyrirtækið var með einkahópa á fyrirtækjamarkaði og var flestu starfi þar einnig hætt. Tvær ferðir erlendis voru afbókaðar, önnur þeirra hafði þá verið uppseld í margar vikur áður. Í heildina voru tæplega 350 þátttakendur sem urðu fyrir áhrifum á einn eða annan hátt. Á þessum tíma var ég í skrifstofustarfi ótengdu ferðamennsku en eftir að haft var samband við fyrirtækið og bent á færsluna var mér sagt upp störfum. Ég þurfti að leita aðstoðar fagaðila við að vinna úr fyrstu dögunum eftir að færslan birtist þar sem ég vissi að ég gæti ekki gert það af sjálfsdáðum. Gott fólk í heilbrigðiskerfinu hjálpaði mér gífurlega mikið og er ég því mjög þakklátur. Sálfræðingurinn minn sem stökk strax til og beindi huganum á rétta braut, heimilislæknirinn sem veitti ráð og presturinn sem hlustaði og benti á stóru myndina. Mitt nánasta fólk vafði bómull um mig og fer ekki hjá því að þetta hefur reynt mikið á þau sem mér þykir mjög sárt að sjá. Þau hafa barist við að leiðrétta rangfærslurnar á málefnalegum nótum og mun ég aldrei geta þakkað þeim nógu mikið fyrir. Að lokum Þar sem árásirnar á mig og á fólk sem stendur mér næst halda áfram sé ég mig knúinn til að stíga fram. Nýjar og nýjar sögur spretta upp og óska ég eftir að þeim sögum linni. Að heyra að ég hafi verið í málaferlum við fyrrum samstarfskonu mína og sett fyrirtækið hennar úr skorðum eða að ég hafi hlotið heilaskaða í slysi sem ég lenti í sem barn er í einu orði sárt. Ég hef sannarlega misstigið mig í nánum samböndum og mun ég aldrei gera lítið úr því. Ég hef gengist við hegðun minni og trúnaðarbresti í garð ástvina minna á þessum tíma og endurtekið beðist afsökunar og leitað mér aðstoðar fagfólks. Ég get hins vegar ekki gengist við þeim ásökunum eða sögusögnum sem nú ganga í skjóli #MeToo byltingarinnar og ekki eru sannar. Ég óska eftir því að þessum árásum linni og ég fái rými til að halda áfram með líf mitt. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju að skrifa núna?“ „Til hvers að segja frá og leiðrétta?“ „Nú þegar rykið er sest og umræðan fallin í gleymsku.“ Þetta sagði ég þegar ég var hvattur til að stíga fram og nota röddina sem við öll höfum. Svarið er þó ekki flókið. Á meðan árasir, ofbeldi, sögusagnir og lygar grassera í minn garð fæ ég ekki rými til að halda áfram með líf mitt. Og hingað erum við komin. Hvers konar hegðun? Fyrir rúmum fimm mánuðum síðan stígu tvær konur fram og lýstu ofbeldi sem þær sögðust hafa orðið fyrir í nánu sambandi við mig. Önnur þeirra, Eyrún, setti fram ítarlegar lýsingar á okkar stutta sambandi og hvernig það hafi þróast, í langri og átakanlegri Facebook færslu. Ýmsar tegundir ofbeldis komu þar fram andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Hin konan, Vilborg Arna, kom svo í kjölfarið og notaði orðið “heimilisofbeldi” í stuttum og óljósum pistli þar sem hún lýsti okkar þriggja ára sambandi. Þessari færslu var svo fylgt eftir nokkrum dögum síðar með sjónvarpsviðtali þar sem orðið “heimilisofbeldi” kom aftur fyrir ásamt þökkum til mín fyrir stuðning sem ég hafði sýnt í gegnum krefjandi tíma í fjallamennsku. Til að taka það strax fram hef ég nú þegar gengist við því að hafa beitt andlegu ofbeldi í báðum þessum samböndum. Á þessum tíma glímdi ég við andleg vandamál tengd áföllum í æsku. Það skýrir að verulegu leyti viðbrögð mín við erfiðum aðstæðum en það afsakar þó á engan hátt framkomu mína. Ég bað þessar fyrrverandi kærustur mínar afsökunar bæði áður og eftir að samböndum og öllum samskiptum okkar lauk fyrir þremur árum síðan og hóf þá sjálfur að vinna í mínum málum með aðstoð fagaðila. Án þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég hafi gert rangt í samskiptum mínum við þær gæti vinnan ekki hafist. En hverju var ég að biðjast afsökunar á? Ég skilgreindi framhjáhald og óheiðarlega framkomu mína í garð ástvina sem andlegt ofbeldi og gerðist sekur um það í báðum samböndum. Ég baðst afsökunar á því. Ég baðst ekki afsökunar á líkamlegu ofbeldi, kynferðisofbeldi eða kúgunartilburðum enda er ég ekki sekur um neitt slíkt. Þar sem almenningur og blaðamenn hafa greinilega skilið játningu mína á þann veg að ég væri að játa allt sem á mig hefur verið borið, tel ég nauðsynlegt að útskýra málið betur. Samband mitt við Vilborgu Samband mitt við Vilborgu stóð yfir í um þrjú ár. Það var hefðbundið ástarsamband eins og flest okkar þekkja. Góðu stundirnar voru góðar, hlýjar og kærleiksríkar. Vondu stundirnar voru slæmar og einkenndust af rifrildum og togstreitu. Þegar leið á sambandið varð ég ótrúr og braut traustið á milli okkar. Við leituðum okkur aðstoðar hjá presti og sálfræðingi. Á þeim tíma bjuggum við saman og óskaði ég eftir því að sambúðin yrði sett á ís í einhvern tíma á meðan við leituðum okkur aðstoðar hjá fagfólki. Ávöxturinn af þeirri vinnu var áframhaldandi samband og endurupptekin sambúð. Aldrei var minnst á ofbeldi af neinu tagi í allri þessari vinnu. Tel ég að það hefði verið eðlilegt að ráðgjafinn okkar sem er sálfræðingur að mennt hefði þá gripið það á lofti og unnið frekar með. Í það minnsta upplýst alla aðila ef grunur væri um slíkt í sambandi sem markvisst var verið að vinna í. Eins og gefur að skilja var vantraust gagnvart mér til staðar lengi á eftir og þurfti ég markvisst að vinna mér inn traust á ný. Þótt framhjáhald sé óafsakanlegt leggur það þolandanum líka ákveðið vopn í hendur. Það er hægt að ná heilmiklum völdum yfir maka sínum með því að spila stöðugt á samviskubit. Undir lokin urðu rifrildi um fjármál tíðari og togstreitan tengt þeim jókst sem varð til þess að við slitum sambúð okkar endanlega sumarið 2017. Ákvörðunin var ekki auðveld en gerð í góðu andrúmslofti og af virðingu. Þetta var það besta fyrir alla aðila og héldum við áfram samstarfi okkar á vettvangi fjallamennsku. Í lok sumars 2018 var ég á milli starfa og óskaði Vilborg eftir því að ég kæmi í fullt starf í fyrirtæki hennar sem við vorum að byggja upp í sameiningu. Ég var áður leiðsögumaður þar og fórum við saman og í sitthvoru lagi fyrir þó nokkrum verkefnum. Þetta var góð hugmynd og ég stökk á vagninn enda var gott á milli okkar og gangandi grínið að við eyddum meiri tíma saman eftir að ástarsambandi okkar lauk en á meðan á því stóð. Sameiginlegar hádegispásur, fundir, skutl og reddingar sem ég var alltaf til í. Samstarfið gekk vel og á einum tímapunkti fékk ég að kynnast nýja manninum hennar sem mér þótti vænt um að fá að gera. Á þessum tíma lagði ég mikinn metnað í að byggja fyrirtækið upp og var meðal annars í sjálfskuldarábyrgð fyrir því og veðsetti mínar eignir til að það stæði fjárhagslega sterkt. Ferðamennskan var skemmtileg og við gerðum þetta vel saman. Núna, eftir öll þessi ár, spyr ég sjálfan mig að því af hverju var þessi mikli vilji fyrir því að starfa með meintum ofbeldismanni sínum? Eyrún kemur til sögunnar Haustið 2017 kynnist ég Eyrúnu og við tökum upp ástarsamband. Það hófst eins og ævintýri en fljótlega fór að síga á dekkri hlið og varð það afar óheilbrigt samband. Eftir á að hyggja þá áttum við bara ekki saman. Þar sem ég og Vilborg störfuðum áfram saman komu fram stöðugar ásakanir, af hálfu Eyrúnar, um að við ættum í leyndu ástarsambandi. Talaði Eyrún á niðrandi hátt um Vilborgu og í hvert sinn sem ég varði hana varð ástandið verra. Smæstu atriði urðu að stærstu rifrildum. Við vorum ótrú hvort öðru og leiddi það til vantrausts á báða bóga og lauk sambandi okkar árið 2019. Frá þeim tíma og allt til dagsins í dag hef ég aldrei hitt hana og aðeins einu sinni talað við hana í síma, þegar hún hringdi í mig um miðja nótt um haustið sama ár. Ég hóf vinnu í sjálfum mér með hjálp fagaðila og sinnti störfum við útivist á meðan. Sögurnar um þetta fyrra samband mitt dreifðust hratt og voru í umferð allt til janúar á þessu ári. Eyrún sá um að segja frá og ég sá um að staðfesta. Hef ég ávallt gengist við þeim. Á þeim tíma hefur þó aldrei verið minnst á það ofbeldi sem ég á að hafa beitt og er lýst með jafn ítarlegum hætti og raun ber vitni í umræddri Facebook færslu hennar í janúar á þessu ári. Við Vilborg störfuðum áfram saman allt til lok ársins 2020. Á þeim tíma voru samskipti okkar orðin stirð, rifrildi um fjármál urðu tíðari og valdaójafnvægi í samskiptum okkar jókst til muna. Umsamin laun til mín voru aðeins greidd að litlum hluta og ítrekað horft fram hjá þeirri vinnu sem ég lagði fram. Ég var „bara“ leiðsögumaður en ekki sá sem var með „platformið“ út á við, né sá sem stýrði fyrirtækinu og því þótti í lagi að draga greiðslur til mín svo mánuðum skipti. Í ljósi þessa var það andlega niðurlægjandi þegar hún fól mér það verkefni í hendur að segja upp starfsmanni á skrifstofunni okkar. Aðila sem hún var meðvituð um að væri orðinn mjög góður vinur minn. Ég mun seint gleyma þögninni sem ríkti á milli okkar, þar sem við sátum tveir inni í fundarherbergi og vissum varla hvað við áttum að segja við hvorn annan. Samstarf við Ferðafélag Íslands Í lok ársins 2020 áttum við Vilborg fund með Ferðafélagi Íslands þar sem félaginu var boðið að taka tvö verkefni okkar yfir. Sá fundur gekk mjög vel og var mikil ánægja með samstarfið af hálfu beggja aðila. Var það ósk Vilborgar að ég fylgdi með verkefnunum sem umsjónarmaður þeirra vegna áhuga míns og fagmennsku minnar gagnvart verkefnunum og viðskiptavinum okkar. Mikil gleði ríkti á þeim fundi og forsvarsmanni Ferðafélags Íslands leist vel á þessa viðbót. Verkefnin seldust bæði upp og annað þeirra á aðeins örfáum dögum þar sem mikill fjöldi viðskiptavina fylgdi mér yfir til Ferðafélagsins. Nú þegar ég var kominn til Ferðafélagsins og fyrirtæki Vilborgar var ekki lengur með reglulega starfsemi hér á landi óskaði ég eftir því að fá greiddar þær launakröfur sem ég átti útistandandi og að sama skapi losna undan þeim sjálfskuldaábyrgðum sem ég var í persónulegri ábyrgð fyrir. Sjálfsagt, enda var sambandi okkar lokið fyrir mörgum árum og samstarfi okkar líka. Þetta var þó ekki sjálfsagt, að mati Vilborgar, og þurfti ég að lokum að setja kröfur mínar í innheimtu hjá Motus. Í framhaldi af því hafði lögfræðingur samband við mig fyrir hönd Vilborgar sem taldi kröfur mínar óréttmætar. Eftir að hafa falið honum öll gögn í hendur breyttist staðan og náðist samkomulag gegn því að ég félli frá hluta af kröfum mínum. Á sama tíma var mér tjáð að ég væri laus undan öllum sjálfskuldarábyrgðum. Þetta voru mikil gleðitíðindi fyrir mig þar sem þessar ábyrgðir höfðu staðið í vegi fyrir ýmsu hjá mér persónulega og ollið mér töluverðu fjárhagslegu tjóni. Um svipað leyti og þessi mál leysast á milli mín og Vilborgar hóf Eyrún störf hjá Ferðafélagi Íslands. Ég kippti mér ekki mikið upp við það enda var sambandi okkar löngu lokið og ekkert eftir ósagt. Að ég hélt. Eftir á að hyggja hef ég ítrekað spurt mig að því, hvers vegna einhver myndi kjósa að sækja um starf og vinna á sama vinnustað og meintur ofbeldismaður sinn. Smám saman breyttist starfsandinn gagnvart mér innan Ferðafélags Íslands. Vinasambönd fjöruðu út, hóparnir mínir fengu engar umfjallanir á samfélagsmiðlum Ferðafélagsins og hætt var að hafa samband við leiðsögumenn sem störfuðu með mér í þeim verkefnum sem ég var umsjónarmaður fyrir. Sögur um einkalíf mitt fóru eins og eldur um sinu og nýjar og ósannar sögur voru búnar til. Leiddi þetta til þess að í tvígang tilkynnti ég einelti til stjórnenda félagsins. Í október á síðasta ári varð mér ljóst að ég gæti ekki starfað við þær aðstæður sem uppi voru og lauk því minni síðustu göngu í nóvember sama ár eftir að hafa áður upplýst stjórnendur um líðan mína. Sóttist ég því ekki eftir endurnýjun á samstarfinu þrátt fyrir að það væri ekki minn eiginlegi vilji að slíta því. Ennþá ábyrgðarmaður Um haustið 2021 kemst ég að því að ég sé ennþá ábyrgðarmaður fyrir skuldum fyrirtækis Vilborgar þar sem ég starfaði áður. Kom það mér í opna skjöldu enda búið að ganga frá formlegu samkomulagi og lofa mér því að ég væri laus undan ábyrgðum þess nokkrum mánuðum áður. Í allan þennan tíma var búið að segja mér ósatt. Ég krafðist þess við bankann að fallið yrði frá þessari ábyrgð þar sem ég ætti ekki lengur samleið með fyrirtækinu né eiganda þess. Í ljós kom að bankinn var ekki upplýstur um það að ég væri hvorki starfsmaður fyrirtækisins lengur né sæti í stjórn þess, þrátt fyrir að meira en ár væri liðið frá því að ég lauk störfum fyrir fyrirtækið. Í margar vikur var reynt að finna lausn á þessu máli og samkvæmt Vilborgu var málið alltaf „alveg að klárast“. Það var ekki fyrr en ég steig fast til jarðar í lok desember á síðasta ári og krafðist þess að ábyrgðin yrði tekin af mínu nafni og ekki endurnýjuð aftur. Tveimur vikum síðar birtist frásögn um mig þar sem ég er sakaður um ofbeldi af öllu tagi. Þar er meðal annars vegið að persónu minni og heilsufari, fagmennsku sem leiðsögumanni og ýmsar fullyrðingar lagðar fram. Í lok þeirrar frásagnar er gerð krafa um að sniðganga bæði mig og fyrirtækið mitt í einu og öllu. Frásögn Eyrúnar Frásögn Eyrúnar af sambandi okkar var birt á Facebook, í hópi með rúmlega 11.000 meðlimum. Sagan er að nokkru leyti afbökun á sannleikanum og að sumu leyti hrein og klár lygi. Lögmaður minn hefur gefið höfundi frásagnarinnar, Eyrúnu, tækifæri til þess að leiðrétta hana en hún hefur ekki brugðist við. Ég hef íhugað að fara í meiðyrðamál en þar sem dómsmál eru tímafrek hef ég ákveðið að byrja á því að koma sjálfur á framfæri leiðréttingu. Í frásögn Eyrúnar er því haldið fram að ég hafi hrökklast úr starfi sem leiðsögumaður frá tveimur fyrirtækjum. Ég geri ráð fyrir að verið sé að vísa til starfa minna hjá Ferðafélaginu annars vegar og fyrirtæki fyrrverandi kærustu minnar hins vegar. Eins og lesa má úr textanum hér að ofan er þetta rangt. Ég starfaði út tímann minn hjá Ferðafélaginu og lét af störfum eftir að verkefni mínu lauk. Einnig hefur framkvæmdastjóri félagsins staðfest það, að mér hafi ekki verið sagt upp störfum né að kvartanir hafi nokkurn tímann borist honum eða félaginu í minn garð. Varðandi störf mín hjá seinna fyrirtækinu þá starfaði ég þar til síðasta dags, til síðustu fjallgöngu, og fluttist svo yfir til Ferðafélagsins með verkefnin eftir meðmæli frá fyrrverandi kærustu minni. Eyrún heldur því einnig fram að fjöldi kvenna hafi þurft að horfa upp á meintan ofbeldismann sinn ítrekað taka fyrir ný og ný fórnarlömb. Þessi fullyrðing er með öllu innistæðulaus og hefur ekkert sannleiksgildi. Ég hef átt í heilbrigðum og dýrmætum samböndum við fólk, sem hafa vaxið og dafnað undanfarin ár, þar á meðal konur. Sögusögnum og lygum hefur þó víða verið dreift í þeim tilgangi að skaða sambönd mín með góðum árangri. Á ótal stöðum í frásögninni er mér lýst sem hættulegum síbrotamanni og góðvini lögreglunnar sem búi yfir ótal gögnum um mig og hafi endurtekið þurft að hafa afskipti af mér. Er því einnig haldið fram að ég hafi setið um heimili viðkomandi o.fl. Þessar fullyrðingar eru svívirðilegar og get ég ekki skilið það öðruvísi en að þær séu settar fram til að draga upp sem dekkstu mynd. Staðreyndin er sú að lögreglan hefur aldrei þurft að hafa afskipti af mér vegna refsiverðs brots og er sakaskráin mín hrein. Á málaskrá minni sem sýnir öll mál sem hafa komið upp tengt mér frá því ég varð lögráða eru smávægileg umferðarlagabrot og ein tilkynning frá Eyrúnu þegar ég var í sjálfsvígshættu og hún hrædd um mig. Að halda því fram að ég sé þekktur síbrotamaður með hala af gögnum hjá lögreglunni er auðvelt að afsanna sem ég hef nú gert með gögnum og staðfestingum frá yfirvöldum. Í frásögninni er stöðugt vegið að andlegri heilsu minni á þessum tíma og dregin upp dökk mynd í þeim tilgangi að meiða. Er ég meðal annars sagður siðblindur samkvæmt þeim sérfræðingum sem Eyrún hefur rætt við og greint mig. Nú veit ég ekki hvernig þessir sérfræðingar hafa greint mig án minnar vitundar og án þess að hafa nokkurn tímann hitt mig eða lagt faglegt mat á heilsufar mitt. Í mínum huga er heilsa hvers og eins einkamál. Eins og lokuð bók sem fæstir vilja skilja eftir á glámbekk þar sem aðrir geta gluggað í og jafnvel afritað fyrir aðra. Í mörg ár hafði ég verið að vinna úr stóru áfalli sem ég varð fyrir eftir alvarlegt slys sem ég lenti í sem barn árið 1995. Mér varð ekki ljóst fyrr en á fullorðinsárum hversu mikið þetta slys hafði mótað mig sem einstakling og reynst mér þungur baggi að bera. Með góðu fagfólki tókst mér að vinna úr áfallinu og í staðinn fyrir að horfa á lífið sem tilgangslaust fór hugur minn að snúast og ég leit á lífið sem annað tækifæri, minn seinni hálfleik. Þetta var erfið vinna sem ég hef lítið talað um enda um mjög persónulega hluti í mínu lífi að ræða, bókin sem ég vildi ekki skilja eftir opna á glámbekk. Ég hef aðeins treyst mínu nánasta fólki fyrir þessum hlutum. Fólki sem hefur oftar en ekki hjálpað mér að standa í lappirnar. Átti það við í þessum tveimur samböndum. Ég treysti mínum fyrrverandi kærustum fyrir hlutum sem í dag hefur verið snúið út úr og þeir afbakaðir. Að ég hafi notað slysið til að draga að mér athygli og hlotið í því heilaskaða sem hafi mótað mig í ofbeldismann. Það er nógu erfitt að skrifa um þetta núna, hvað þá að heyra þessar sögur. Í frásögn Eyrúnar er fullyrt að ég hafi lagt fólk í lífshættu vegna heilsu minnar í leiðsagðri ferð á Snæfellsjökul árið 2019. Í þeirri ferð lentum við í slysi þegar ég og annar leiðsögumaður féllum fram af snjóhengju við erfiðar aðstæður á toppi jökulsins. Eyrún sem sjálf var ekki í ferðinni dregur upp þá dökku mynd að ég hafi sýnt af mér stórkostlegt gáleysi og lagt viðskiptavini mína í hættu með glæfraskap mínum. Raunin er sú að um slys var að ræða sem var rannsakað og úrskurðað um á tveimur stjórnsýslustigum. Í öllum tilfellum var komist að þeirri niðurstöðu að leiðsögumenn ferðarinnar hafi ekki sýnt af sér gáleysi. Þess ber að geta að í þeirri ferð var þáverandi samstarfskona mín Vilborg með í för og skrifaði hún meðal annars atvikaskýrslu um málið sem síðar var skilað inn til úrskurðarnefndar. Þar, eins og áður sagði var skýrt tekið fram að um slys hafi verið að ræða en ekki gáleysi eða annað brot. Það hefur því reynst mér erfitt að skilja afhverju þeirri sögu hefur skyndilega verið breytt núna. Raunin er sú að ég hef mjög góðan feril sem leiðsögumaður og er fyrstur manna til að hætta við ferð eða snúa við ef aðstæður breytast. Þetta geta ótal viðskiptavinir og samstarfsfélagar mínir staðfest. Að lokum, ofbeldið. Ég er sakaður um að hafa beitt andlegu-, líkamlegu-, og kynferðislegu ofbeldi. Eins og áður sagði þá hef ég skilgreint framhjáhald mitt og óheiðarlega og meiðandi framkomu mína í tengslum við það sem andlegt ofbeldi. Ég hef og mun ávallt gangast við því. Ég hef hins vegar aldrei beitt líkamlegu ofbeldi eins og haldið er fram og þá hef ég heldur ekki beitt kynferðislegu ofbeldi eða neytt viðkomandi til að gera kynferðislega hluti með mér eins og haldið er fram. Þessar ásakanir höfðu aldrei komið fram fyrr en í umræddri Facebook færslu. Hvatt til sniðgöngu Frásögnin sem birt var í fjölmennum hópi kvenna á Facebook tileinkuðum útivist endaði á ósk um að sniðganga mig sem og fyrirtækið mitt fyrir fullt og allt. Hjá fyrirtækinu störfuðu fimm leiðsögumenn, þrjár konur og tveir karlmenn sem átti nú að sniðganga líka fyrir störf þeirra fyrir fyrirtækið og tengsl þeirra við mig. Fagfólk sem hefur starfað af krafti og mikilli hugsjón við að byggja upp áhuga á útivisti og fjallamennsku meðal íslendinga. Þau höfðu þróað og byggt upp sín eigin verkefni og ferðir innan fyrirtækisins sem ég sjálfur hafði jafnvel enga aðkomu að og kennt fólki að ferðast af öryggi á marga af fallegustu stöðum landsins undir formerkjum fyrirtækisins. Þeim, ásamt viðskiptavinum fyrirtækisins voru gefnir afarkostir. Á fyrstu 48 klst eftir að frásögnin var birt óskuðu 95% allra þátttakenda sem skráðir voru í komandi verkefni á árinu 2022 eftir endurgreiðslu. Fyrirtækið mitt hafði stækkað hratt síðastliðin misseri og skapað sér góða stöðu og jákvætt orðspor á þessum markaði og því var tjónið gífurlega stórt og hljóp á mörgum milljónum króna. Öllum stórum verkefnum var aflýst og flestum smærri. Öll þessi verkefni voru uppseld áður. Fyrirtækið var með einkahópa á fyrirtækjamarkaði og var flestu starfi þar einnig hætt. Tvær ferðir erlendis voru afbókaðar, önnur þeirra hafði þá verið uppseld í margar vikur áður. Í heildina voru tæplega 350 þátttakendur sem urðu fyrir áhrifum á einn eða annan hátt. Á þessum tíma var ég í skrifstofustarfi ótengdu ferðamennsku en eftir að haft var samband við fyrirtækið og bent á færsluna var mér sagt upp störfum. Ég þurfti að leita aðstoðar fagaðila við að vinna úr fyrstu dögunum eftir að færslan birtist þar sem ég vissi að ég gæti ekki gert það af sjálfsdáðum. Gott fólk í heilbrigðiskerfinu hjálpaði mér gífurlega mikið og er ég því mjög þakklátur. Sálfræðingurinn minn sem stökk strax til og beindi huganum á rétta braut, heimilislæknirinn sem veitti ráð og presturinn sem hlustaði og benti á stóru myndina. Mitt nánasta fólk vafði bómull um mig og fer ekki hjá því að þetta hefur reynt mikið á þau sem mér þykir mjög sárt að sjá. Þau hafa barist við að leiðrétta rangfærslurnar á málefnalegum nótum og mun ég aldrei geta þakkað þeim nógu mikið fyrir. Að lokum Þar sem árásirnar á mig og á fólk sem stendur mér næst halda áfram sé ég mig knúinn til að stíga fram. Nýjar og nýjar sögur spretta upp og óska ég eftir að þeim sögum linni. Að heyra að ég hafi verið í málaferlum við fyrrum samstarfskonu mína og sett fyrirtækið hennar úr skorðum eða að ég hafi hlotið heilaskaða í slysi sem ég lenti í sem barn er í einu orði sárt. Ég hef sannarlega misstigið mig í nánum samböndum og mun ég aldrei gera lítið úr því. Ég hef gengist við hegðun minni og trúnaðarbresti í garð ástvina minna á þessum tíma og endurtekið beðist afsökunar og leitað mér aðstoðar fagfólks. Ég get hins vegar ekki gengist við þeim ásökunum eða sögusögnum sem nú ganga í skjóli #MeToo byltingarinnar og ekki eru sannar. Ég óska eftir því að þessum árásum linni og ég fái rými til að halda áfram með líf mitt. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar