„Ég vil keppnislag sem sigrar Eurovision“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. júlí 2022 14:16 Páll Óskar sagðist tilbúinn til þess að taka aftur þátt í Eurovision ef rétta lagið kæmi á borð til hans en Palli var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. Bakaríið Bylgjan „Ég veit ekki hvort að ég gefi út plötu bara aftur, í lífinu,“ segir Páll Óskar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðustu helgi. Skynsamlegra að gefa út lög en plötu Eftir smá spjall um sumarið og tónleikahöld svaraði Palli tíu spurningum í nýjum viðtalslið sem kallast Tekinn í bakaríið en þar komu svör Palla skemmtilega á óvart. Þegar spurt var út í mögulega plötuútgáfu segir Palli það skynsamlegra að gefa út eitt lag í einu frekar en heila plötu í fullri lengd því að nú á tímum sé líf sjálfrar plötunnar eiginlega búið. Langt sé liðið síðan hún hafi verið seld í föstu formi og tónlistarheimurinn hafi breyst. „Þú gætir alveg eins kveikt i peningunum þínum!“ segir hann og bætir því við að von sé á næsta lagi í lok ágúst. „Eina sem ég get sagt um það er að þetta er mjög gott popp!“ View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Lykilatriði að geta liðið vel einn með sjálfum sér Spurður út í textabrot úr laginu Þú komst við hjartað í mér: Það er munur á að vera einn og vera einmana, segir Páll óskar: Getur þú lifað sáttur í eigin skinni með sjálfum þér einn heima hjá þér? Ef þú getur það þá ertu í fínum málum . Þú getur ekki ætlast til þess að önnur manneskja komi inn í líf þitt og reddi þessu. Ekki leggja þær byrðar á aðra manneskju. Segir Birni vera ljóðskáld Uppáhalds tónlistarfólk Palla segir hann vera Björk og Gus Gus. „Þetta eru búnar að vera mínar bensínsprengjur í gegnum lífið.“ Af yngri kynslóðinni nefnir hann Bríeti, Emmsjé Gauta og Birni. Ég elska Birni! Mér finnst hann vera ljóðskáld. Það er svo mikið af flottu fólki þarna úti maður, sem er með gott energy og kann að klófesta það. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Hatar tvöföld skilaboð Aðspurður hvort að hann hafi einhverja fóbíu eða skrítinn vana segist hann svo sem ekki hafa neina fóbíu sem slíka. En… Ég hef andlegt og líkamlegt ofnæmi fyrir tvöföldum skilaboðum. Ég hata tvöföld skilaboð! Þegar einhver segir eitthvað og svo gerir hann allt annað. Eða þegar einhver lofar einhverju og svo kemur eitthvað allt annað í ljós. Sjálfur segist hann þurfa einföld og skýr skilaboð og að það sé ekki talað undir rós. Slúður um hann og Bergþór Pálsson það skrítnasta Það stendur ekki á svari Palla þegar hann er spurður að því hvað sé það skrítnasta sem hann hafi heyrt um sig. „Að ég hafi verið með Bergþóri Pálssyni árið 1991!“ segir hann og skelli hlær. Aftur á móti stóð aðeins á svörum þegar hann var spurður um það hver væri íslenska „celibrity crushið“ hans. „…Hmmmm!! Hmmmm! Bíddu nú við! Það er fullt af sjóðheitum karlmönnum á Íslandi.“ Eftir nokkur humm í viðbót þá stóð hann á gati og farið var í næstu spurningu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Dr. Love dáinn Palli sló í gegn á sínum tíma með þáttinn sinn Dr. Love á útvarpsstöðinni Mono þar sem hann var ástarguðinn Dr. Love sem gaf hlustendum ráðleggingar um kynlíf, ást og sambönd. Aðspurður hvort að Dr. Love muni snúa aftur segir hann: Nei! Dr Love er dauður og grafinn. Jarðaförin fór fram 2002! Palli útskýrir svo óvænt og skyndileg endalok Dr. Love þegar hann mætti að taka upp þátt í stúdíóið á Mono en þá hafi enginn haft fyrir því að segja honum að búið væri að selja útvarpsstöðina. „Þegar ég stóð þarna inni í tómu stúdíói og það var ekkert að frétta, þá var ég bara svolítið feginn. “ Lagahöfundar Íslands takið eftir Árið 1997 tók Páll Óskar eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision með lag sitt, Minn hinsti dans en þetta er eina skiptið sem hann hefur tekið þátt í keppninni. Lokaspurning viðtalsliðsins var stóra spurningin og vakti svarið mikla gleði og spennu í stúdíóinu. Ætlar þú einhvern tíma í Eurovison aftur? Ef ég fæ lag, já! Ef það það kemur lag sem er winner! Ég vil engar B-hliðar, engan filler. Ég vil keppnislag sem sigrar Eurovision. Viðtalið við Pál Óskar í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. (Viðtalsliðurinn Tekinn í bakaríið byrjar á mínútu 13.18.) Bakaríið Ástin og lífið Tónlist Eurovision Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Skynsamlegra að gefa út lög en plötu Eftir smá spjall um sumarið og tónleikahöld svaraði Palli tíu spurningum í nýjum viðtalslið sem kallast Tekinn í bakaríið en þar komu svör Palla skemmtilega á óvart. Þegar spurt var út í mögulega plötuútgáfu segir Palli það skynsamlegra að gefa út eitt lag í einu frekar en heila plötu í fullri lengd því að nú á tímum sé líf sjálfrar plötunnar eiginlega búið. Langt sé liðið síðan hún hafi verið seld í föstu formi og tónlistarheimurinn hafi breyst. „Þú gætir alveg eins kveikt i peningunum þínum!“ segir hann og bætir því við að von sé á næsta lagi í lok ágúst. „Eina sem ég get sagt um það er að þetta er mjög gott popp!“ View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Lykilatriði að geta liðið vel einn með sjálfum sér Spurður út í textabrot úr laginu Þú komst við hjartað í mér: Það er munur á að vera einn og vera einmana, segir Páll óskar: Getur þú lifað sáttur í eigin skinni með sjálfum þér einn heima hjá þér? Ef þú getur það þá ertu í fínum málum . Þú getur ekki ætlast til þess að önnur manneskja komi inn í líf þitt og reddi þessu. Ekki leggja þær byrðar á aðra manneskju. Segir Birni vera ljóðskáld Uppáhalds tónlistarfólk Palla segir hann vera Björk og Gus Gus. „Þetta eru búnar að vera mínar bensínsprengjur í gegnum lífið.“ Af yngri kynslóðinni nefnir hann Bríeti, Emmsjé Gauta og Birni. Ég elska Birni! Mér finnst hann vera ljóðskáld. Það er svo mikið af flottu fólki þarna úti maður, sem er með gott energy og kann að klófesta það. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Hatar tvöföld skilaboð Aðspurður hvort að hann hafi einhverja fóbíu eða skrítinn vana segist hann svo sem ekki hafa neina fóbíu sem slíka. En… Ég hef andlegt og líkamlegt ofnæmi fyrir tvöföldum skilaboðum. Ég hata tvöföld skilaboð! Þegar einhver segir eitthvað og svo gerir hann allt annað. Eða þegar einhver lofar einhverju og svo kemur eitthvað allt annað í ljós. Sjálfur segist hann þurfa einföld og skýr skilaboð og að það sé ekki talað undir rós. Slúður um hann og Bergþór Pálsson það skrítnasta Það stendur ekki á svari Palla þegar hann er spurður að því hvað sé það skrítnasta sem hann hafi heyrt um sig. „Að ég hafi verið með Bergþóri Pálssyni árið 1991!“ segir hann og skelli hlær. Aftur á móti stóð aðeins á svörum þegar hann var spurður um það hver væri íslenska „celibrity crushið“ hans. „…Hmmmm!! Hmmmm! Bíddu nú við! Það er fullt af sjóðheitum karlmönnum á Íslandi.“ Eftir nokkur humm í viðbót þá stóð hann á gati og farið var í næstu spurningu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Dr. Love dáinn Palli sló í gegn á sínum tíma með þáttinn sinn Dr. Love á útvarpsstöðinni Mono þar sem hann var ástarguðinn Dr. Love sem gaf hlustendum ráðleggingar um kynlíf, ást og sambönd. Aðspurður hvort að Dr. Love muni snúa aftur segir hann: Nei! Dr Love er dauður og grafinn. Jarðaförin fór fram 2002! Palli útskýrir svo óvænt og skyndileg endalok Dr. Love þegar hann mætti að taka upp þátt í stúdíóið á Mono en þá hafi enginn haft fyrir því að segja honum að búið væri að selja útvarpsstöðina. „Þegar ég stóð þarna inni í tómu stúdíói og það var ekkert að frétta, þá var ég bara svolítið feginn. “ Lagahöfundar Íslands takið eftir Árið 1997 tók Páll Óskar eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision með lag sitt, Minn hinsti dans en þetta er eina skiptið sem hann hefur tekið þátt í keppninni. Lokaspurning viðtalsliðsins var stóra spurningin og vakti svarið mikla gleði og spennu í stúdíóinu. Ætlar þú einhvern tíma í Eurovison aftur? Ef ég fæ lag, já! Ef það það kemur lag sem er winner! Ég vil engar B-hliðar, engan filler. Ég vil keppnislag sem sigrar Eurovision. Viðtalið við Pál Óskar í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. (Viðtalsliðurinn Tekinn í bakaríið byrjar á mínútu 13.18.)
Bakaríið Ástin og lífið Tónlist Eurovision Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira