Fyrirtækin sýna ábyrgð í loftslagsmálum Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 21. júlí 2022 12:00 Í viðtali á Stöð2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika. Ekki getur verið átt við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa endurnýjað fiskiskipin í stórum stíl undanfarin ár, hagrætt mikið og dregið þar með úr allri losun. Ekki getur þetta átt við fyrirtæki í orkugeiranum sem hafa unnið mikið starf að draga úr losun og þróað aðferðir til að binda kolefni í jarðlögum sem geta skilað ótrúlegum árangri á komandi árum. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki í stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir sem gerir alla losun stöðugt dýrari og hefur hvatt þau til að vera í fremstu röð á sínu sviði. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki sem stunda loftferðir sem hafa endurnýjað flugflota sinn með stöðugt minni eldsneytisnotkun. Né á þetta við um skipafélögin sem hafa endurnýjað farkosti sína til að minnka losun og auka hagræðingu. Almenn fyrirtæki sýna ábyrgð, halda losunarbókhald og leita leiða til að draga úr kolefnisspori sínu. Þau styðja við skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Enginn vafi er að unnt er að ná meiri árangri við orkuskipti en til þess þarf að virkja og ryðja burt hindrunum sem tefja allar framkvæmdir á þessu sviði. Innihaldslaust þvaður af þessum toga er Alþýðusambandi Íslands til lítils sóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í viðtali á Stöð2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika. Ekki getur verið átt við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa endurnýjað fiskiskipin í stórum stíl undanfarin ár, hagrætt mikið og dregið þar með úr allri losun. Ekki getur þetta átt við fyrirtæki í orkugeiranum sem hafa unnið mikið starf að draga úr losun og þróað aðferðir til að binda kolefni í jarðlögum sem geta skilað ótrúlegum árangri á komandi árum. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki í stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir sem gerir alla losun stöðugt dýrari og hefur hvatt þau til að vera í fremstu röð á sínu sviði. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki sem stunda loftferðir sem hafa endurnýjað flugflota sinn með stöðugt minni eldsneytisnotkun. Né á þetta við um skipafélögin sem hafa endurnýjað farkosti sína til að minnka losun og auka hagræðingu. Almenn fyrirtæki sýna ábyrgð, halda losunarbókhald og leita leiða til að draga úr kolefnisspori sínu. Þau styðja við skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Enginn vafi er að unnt er að ná meiri árangri við orkuskipti en til þess þarf að virkja og ryðja burt hindrunum sem tefja allar framkvæmdir á þessu sviði. Innihaldslaust þvaður af þessum toga er Alþýðusambandi Íslands til lítils sóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar