Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. júlí 2022 23:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Einar Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. Verðbólga hefur aukist víðs vegar í heiminum þar sem stríðið í Úkraínu og áhrif kórónuveirufaraldursins hafa spilað hlutverk. Á Norðurlöndunum, í Evrópusambandsríkjum, Bretlandi, og Bandaríkjunum var verðbólgan allt að tíu prósent í júnímánuði. Á Íslandi mældist verðbólgan síðan 9,9 prósent í júlí og jókst um 1,1 prósentustig frá því í júní. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, bendir á að verðbólgan hér á landi sé að mörgu leiti heimatilbúin og að ítrekað hafi verið varað við stöðu mála. „Núna hafa launþegasamtök en líka samtök atvinnulífsins verið að benda á að með þessu aðhaldsleysi í ríkisfjármálum þá sé verið að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórnir og jafnvel næstu kynslóðir, þannig það er mjög mikið áhyggjuefni hversu seint ríkisstjórnin hefur verið að bregðast við,“ segir Þorgerður. Stjórnvöld séu að senda heimilum landsins, og þá sérstaklega viðkvæmustu hópunum, kaldar kveðjur með stórfelldum vaxtarhækkunum. „Þess vegna verðum við að fara í sértækar aðgerðir fyrir viðkvæmustu hópana, fyrir unga fólkið, fyrir það fólk sem er búið að festa kaup á fyrstu íbúð, fyrir lágtekjuhópana. Það verður mjög erfitt að fara í einhverjar almennar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar eins og staðan er núna á ríkissjóði,“ segir Þorgerður. Þurfi mikinn aga til að ná verðbólgunni niður Hvað aðila vinnumarkaðarins varðar segir hún ekki mögulegt að semja um meiri launahækkanir en hagkerfið standi undir. „Það myndu allir tapa ef það yrði gert, og þetta yrði þá bara einhver vitleysa sem við værum komin inn í,“ segir hún. Þannig beri verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins mikla ábyrgð fyrir kjaraviðræður í haust. Hið sama megi segja um ríkisstjórnina. „Hún þarf að svona bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil, ekki síst út af ákveðnum mistökum sem að þau hafa gert á sviði efnahagsmála,“ segir Þorgerður. Greiningaraðilar reikna með að verðbólgan nái hámarki í næsta mánuði en fari síðan hægt niður á við. Mikil óvissa er þó til staðar. „Ég vil meina að þetta sé gerlegt, það er hægt að ná verðbólgunni niður, en það þýðir að það þarf mikinn aga af hálfu allra sem að koma að kjaraviðræðum, ekki bara aðila vinnumarkaðarins heldur líka af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorgerður. Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11 Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. 28. júlí 2022 20:57 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Verðbólga hefur aukist víðs vegar í heiminum þar sem stríðið í Úkraínu og áhrif kórónuveirufaraldursins hafa spilað hlutverk. Á Norðurlöndunum, í Evrópusambandsríkjum, Bretlandi, og Bandaríkjunum var verðbólgan allt að tíu prósent í júnímánuði. Á Íslandi mældist verðbólgan síðan 9,9 prósent í júlí og jókst um 1,1 prósentustig frá því í júní. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, bendir á að verðbólgan hér á landi sé að mörgu leiti heimatilbúin og að ítrekað hafi verið varað við stöðu mála. „Núna hafa launþegasamtök en líka samtök atvinnulífsins verið að benda á að með þessu aðhaldsleysi í ríkisfjármálum þá sé verið að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórnir og jafnvel næstu kynslóðir, þannig það er mjög mikið áhyggjuefni hversu seint ríkisstjórnin hefur verið að bregðast við,“ segir Þorgerður. Stjórnvöld séu að senda heimilum landsins, og þá sérstaklega viðkvæmustu hópunum, kaldar kveðjur með stórfelldum vaxtarhækkunum. „Þess vegna verðum við að fara í sértækar aðgerðir fyrir viðkvæmustu hópana, fyrir unga fólkið, fyrir það fólk sem er búið að festa kaup á fyrstu íbúð, fyrir lágtekjuhópana. Það verður mjög erfitt að fara í einhverjar almennar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar eins og staðan er núna á ríkissjóði,“ segir Þorgerður. Þurfi mikinn aga til að ná verðbólgunni niður Hvað aðila vinnumarkaðarins varðar segir hún ekki mögulegt að semja um meiri launahækkanir en hagkerfið standi undir. „Það myndu allir tapa ef það yrði gert, og þetta yrði þá bara einhver vitleysa sem við værum komin inn í,“ segir hún. Þannig beri verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins mikla ábyrgð fyrir kjaraviðræður í haust. Hið sama megi segja um ríkisstjórnina. „Hún þarf að svona bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil, ekki síst út af ákveðnum mistökum sem að þau hafa gert á sviði efnahagsmála,“ segir Þorgerður. Greiningaraðilar reikna með að verðbólgan nái hámarki í næsta mánuði en fari síðan hægt niður á við. Mikil óvissa er þó til staðar. „Ég vil meina að þetta sé gerlegt, það er hægt að ná verðbólgunni niður, en það þýðir að það þarf mikinn aga af hálfu allra sem að koma að kjaraviðræðum, ekki bara aðila vinnumarkaðarins heldur líka af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorgerður.
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11 Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. 28. júlí 2022 20:57 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11
Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. 28. júlí 2022 20:57
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06
Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00