Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 10:38 Gunnar Smári vandar seðlabankastjóra ekki kveðjurnar og segir hann grímulaust ganga erinda auðmanna. Hann geri engar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja en grenji úr sér augun ef skúringakonan semþrífur skrifstofuna hans vilji eiga fyrir mat út mánuðinn. vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar. Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar.
Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10