Þessi tilfinning Jódís Skúladóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:00 Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Hinsegin Vinstri græn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun