Skoðun

Hvað hefur biðin eftir nýrri Sel­foss­brú yfir Ölfus­á kostað sam­fé­lagið?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Ný brú yfir Ölfusá við Selfoss var samkvæmt samgönguáætlun fyrri tíðar í bígerð árið 2014. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar í Árborg barðist hart gegn henni. Formaður bæjarráðs á þeim tíma var Eyþór Arnalds [1]. Síðar hélt uppi baráttunni [2] gegn henni Kjartan Björnsson þáverandi og núverandi forseti bæjarstjórnar. Af þeim sökum ákvað Ólöf Nordal [3] heitin og innviðaráðherra að seinka framkvæmdinni.

Hvað hefur svo biðin kostað okkur í beinhörðum peningum?

Þegar arðbærni samgöngumannvirkja er könnuð er litið til fjölmargra þátta sem innifaldir eru í hinum hefðbundnu arðsemisútreikningum ásamt þeim umhverfis- og félagslegum áhrifum sem mannvirkin munu hafa á samfélögin. Hér er eingöngu litið til þess þáttar í arðsemisútreikningum sem innifela styttingu aksturstíma, ökustundakostnaðar, en líkt og flestum er kunnugt sem leið eiga um Selfoss hvort sem er í austur- eða vesturátt að þá myndast oft umferðarteppur við Ölfusárbrú sem kosta vegfarendur aukatíma í akstri sem komist verður hjá með nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá.

Notast er við aðferð sem kynnt var í áfangaskýrslunni „Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum [4]“ frá 2009 sem byggðar eru á niðurstöðum frá norsku vegagerðinni. Þær kostnaðartölur eru svo uppfærðar til dagsins í dag.

Sá kostnaður sem forseti bæjarstjórnar Svf. Árborgar og þáverandi formaður bæjarráðs hafa kostað samfélagið er um 50 milljarðar króna. Og íbúar í Svf. Árborg kaus þetta sama fólk nú í maí til að stýra Svf. Árborg.

Höfundur er byggingarverkfræðingur, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur.

p.s. ef þig langar að nálgast útreikningana hafðu þá samband í gegnum: [email protected]


[1] https://www.ruv.is/frett/misraemi-vardandi-nyja-bru

[2] https://www.visir.is/g/2015150139773/motmaelir-stadsetningu-nyrrar-bruar-yfir-olfusa

[3] https://www.visir.is/k/vtv855f0120-27cc-41b8-854d-7805802e80eb?fbclid=IwAR3OgDnl1d9efhi1wPWDbiRHCZtOPVTFzk5kir7odVos0WZgADZdK9_xcsA

[4] Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum; Áfangaskýrsla: Greining kostnaðarliða umferðar (km- og tímagjald); Dr. Stefán Einarsson og Dr. Haraldur Sigþórsson; 31.03.2009 - https://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Gr_kostn_umferd-Ardsemism_vegaframkv/$file/Gr_kostn_umfer%C3%B0-Ar%C3%B0semism%C3%B3del_vegaframkv.pdf




Skoðun

Sjá meira


×