„Áttum að vinna leikinn en heppnin var ekki með okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. ágúst 2022 22:25 Kristján var svekktur með stigið eftir leik Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna hjá sínum konum og var því súr með að hafa aðeins fengið eitt stig gegn Breiðabliki í fjögurra marka jafntefli. „Út frá leiknum sjálfum vorum við með yfirburði og áttum að vinna leikinn en heppnin var ekki með okkur. Við sköpuðum fullt af færum til að skora fleiri mörk en við tökum stigið,“ sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill og fengu bæði lið fá færi og var staðan markalaus í hálfleik og fannst Kristjáni Stjarnan hafa komið Breiðabliki á óvart. „Mér fannst fyrri hálfleikur allt í lagi. Mér fannst við hafa komið þeim á óvart með öflugum leik og síðan færðum við okkur framar á völlinn í síðari hálfleik sem kom þeim einnig á óvart. Ég vil hrósa leikmönnunum mínum fyrir leikinn og þá sérstaklega síðari hálfleik þar sem við löbbuðum yfir Blikana,“ sagði Kristján og hélt áfram að hrósa sínu liði. „Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur og þar hefðu bæði liðin með heppni getað skorað mark. Við tókum yfir seinni hálfleikinn og þá megum við ekki fá á okkur tvö mörk. Það kom kafli eftir að við komumst yfir sem við vorum titrandi og við hefðum átt að gera betur í að halda forystunni.“ Það er stutt í næsta leik hjá Stjörnunni en næsti leikur Stjörnunnar er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem liðið fær Val í heimsókn næsta föstudag. „Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur eftir þennan leik. Við gerðum jafntefli við Val um daginn og ég vona að heppnin verði með okkur í liði. Ég geri ráð fyrir að við munum halda áfram að spila okkar flotta fótbolta,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum. Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Sjá meira
„Út frá leiknum sjálfum vorum við með yfirburði og áttum að vinna leikinn en heppnin var ekki með okkur. Við sköpuðum fullt af færum til að skora fleiri mörk en við tökum stigið,“ sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill og fengu bæði lið fá færi og var staðan markalaus í hálfleik og fannst Kristjáni Stjarnan hafa komið Breiðabliki á óvart. „Mér fannst fyrri hálfleikur allt í lagi. Mér fannst við hafa komið þeim á óvart með öflugum leik og síðan færðum við okkur framar á völlinn í síðari hálfleik sem kom þeim einnig á óvart. Ég vil hrósa leikmönnunum mínum fyrir leikinn og þá sérstaklega síðari hálfleik þar sem við löbbuðum yfir Blikana,“ sagði Kristján og hélt áfram að hrósa sínu liði. „Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur og þar hefðu bæði liðin með heppni getað skorað mark. Við tókum yfir seinni hálfleikinn og þá megum við ekki fá á okkur tvö mörk. Það kom kafli eftir að við komumst yfir sem við vorum titrandi og við hefðum átt að gera betur í að halda forystunni.“ Það er stutt í næsta leik hjá Stjörnunni en næsti leikur Stjörnunnar er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem liðið fær Val í heimsókn næsta föstudag. „Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur eftir þennan leik. Við gerðum jafntefli við Val um daginn og ég vona að heppnin verði með okkur í liði. Ég geri ráð fyrir að við munum halda áfram að spila okkar flotta fótbolta,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum.
Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Sjá meira