Anníe Mist viðurkennir að hún eigi mikið ólært í því að vera betri liðsfélagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar í liði CrossFit Reykjavíkur komust næst verðlaunapallinum á nýloknum heimsleikum í CrossFit í Madison. Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira